Fréttablaðið - 09.03.2012, Side 36
LÍFIÐ Á
FACEBOOKHELGARMATURINN
Vinsælasti fjölskyldurétturinn
hjá Kríu, ritstjóra hjá Bókaút-
gáfunni SÖLKU
„Það er einn réttur sem er mjög
vinsæll hjá fjölskyldunni en
hingað til hefur hann ekki átt
sér neitt nafn. En nú er tilefni til
þess svo ég nefni hann hér með
SALAT BLAÐ, FULLT MATAR.
Uppskriftin er einföld og rétturinn
ljúffengur og hollur í þokkabót.
Svo er líka skemmtilegt að borða
hann og hægt að nota guðs-
gafflana jafnt sem hina.“
INNIHALD
Kjúklingur (yfirleitt kaupi ég hann
bara tilbúinn en stundum steiki
ég líka bringur, fer eftir því hvað
ég ætla að vera myndarleg.)
5 gulrætur
1 gulrófa
1 paprika
1 kúrbítur (Zucchini)
sveppir og bara það grænmeti
sem er til, mæli þó ekki með
agúrku, hún er of vökvarík. Yfir-
leitt fer magnið af grænmeti eftir
því hvað ég er með mikið kjúk-
lingakjöt og það heppnast alltaf
best að fara eftir áferðinni á
blöndunni; hún ætti hvorki að
vera of vökvakennd né of þurr.
iceberg-salathaus
plómusósa
AÐFERÐ
Fyrst set ég kjúklingakjötið í mat-
vinnsluvél og tek það svo frá.
Síðan tek ég allt grænmetið (nema
iceberg-salatið) og það fer í mat-
vinnsluvélina, sömu leið.
Ég set kjúklinginn saman við
grænmetið og snöggsteiki á
pönnu í lítilli olíu (helst wok-
pönnu).
Því næst fletti ég blöðunum var-
lega af iceberg-salatinu og smyr
hvert blað (og enga nísku hér)
með plómusósu. Síðan skipti ég
pönnusteiktu blöndunni niður á
blöðin og vef þau saman. Það fer
svo alveg eftir stemmningunni
hvort við borðum þetta eins og
„pylsu með öllu“, eða notum
hnífapör. Við erum plómusósu-
aðdáendur svo oftar en ekki
höfum við sósuna við höndina og
bætum við eftir þörfum.
Verði ykkur að góðu.
SPILA GÓÐGERÐALEIK
Í LEGGHLÍFUM
„Við eigum keppnisgalla og spilum
alltaf með svartan eye-liner í takka-
skóm og legghlífum,“ segir Rakel
Garðarsdóttir, skipuleggjandi fótbolta-
leiks til styrktar Rakel S. Magnús dóttur
sem háir harða baráttu gegn krabba-
meini. Leikurinn fer fram á knattspyrnu-
velli KR klukkan 15.00 á morgun, laugar-
dag.
Margrét Marteinsdóttir, Gunna Dís, Friðrika
Hjördís Geirsdóttir, Rakel Þorbergs, Eva
María Jónsdóttir, Linda Blöndal og fleiri
fjölmiðlakonur spila gegn fótbolta-
liðinu FC Ógn. Mottó mótsins er
að minna alla á hvað lífið er dýr-
mætt. Börnin fá blöðrur og boðið
verður upp á frítt heitt kakó.
Hvetjum alla til að mæta og sýna
samstöðu.