Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 50
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR30
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Argentínumanninum
Lionel Messi hefur margoft verið
hampað sem besta knattspyrnu-
manni heims og hann sýndi á
miðvikudags kvöldið að hann er
lofsins verður. Þá varð hann fyrsti
maðurinn í sögu Meistaradeildar
Evrópu til að skora fimm mörk í
einum og sama leiknum, 7-1 sigri
Barcelona á þýska liðinu Bayer
Leverkusen.
„Hann er sá besti frá upphafi.
Hann á engan sinn líka og við
munum aldrei sjá annan leikmann
eins og hann. Hásætið er hans og
aðeins hann sjálfur mun ákveða
hvenær hann stígur til hliðar,“
sagði stjórinn Pep Guardiola eftir
leikinn gegn Leverkusen. Og hann
hélt áfram:
„Hann er ekki að hugsa um að
bæta metin. Hann skorar eitt og
reynir svo að skora aftur. Svo
skorar hann og þá vill hann skora
þriðja markið. Svona hugsar hann.“
Heimir Guðjónsson, þjálfari
FH, hefur fylgst náið með Messi í
gegnum tíðina og getur ekki annað
en tekið undir með þeim sem segja
að hann sé besti knattspyrnu-
maður sem uppi hefur verið.
Messi hefur tekið við af Maradona
„Hann er bara ótrúlegur,“ segir
Heimir. „Hann er sá maður sem
kemst næst því að vera hinn full-
komni leikmaður. Hann býr yfir
ótrúlegri tækni, mjög góðu jafn-
vægi og fyrir utan það að skora
öll þessi mörk er hann líka mjög
duglegur við að búa þau til. Hann
skilar líka góðri varnarvinnu af
sér eins og er nauðsynlegt í þeirri
knattspyrnu sem Barcelona spilar.
Diego Maradona var alltaf sá besti
sem hefur spilað í mínum huga en
ég held að Messi sé nú sá besti frá
upphafi. Hann er 24 ára gamall en
hefur unnið allt sem hægt er að
vinna með Barcelona og það oftar
en einu sinni.“
Auðmýktin uppmáluð
Heimir sagði einnig skipta máli
mann Messi hefur að geyma.
„Hann virðist afar auðmjúkur
og laus við allan hroka. Hann er
sparkaður niður margoft í leikjum
en alltaf stendur hann það af sér.
Það væri seint hægt að saka hann
um leikaraskap.“
Messi er í frábæru liði og spilar
með mörgum bestu leikmönnum
heims sem hefur vitanlega mikið
að segja. „Það má ekki gleyma því.
Í leiknum gegn Leverkusen fékk
hann frábæra þjónustu en eins og
Guardiola hefur minnst á sjálfur
að þá eru allir þessir frábæru leik-
menn sífellt að leita eftir tækifæri
til að senda boltann á Messi – enda
vita þeir að hann mun annað hvort
skora eða leggja upp mark,“ segir
Heimir.
Mun blómstra með landsliðinu
Það hefur stundum verið sagt um
Messi að hann sé vinsæll alls staðar
í heiminum nema í heimalandi
hans – Argentínu. Þar hefur hann
oft verið gagnrýndur fyrir að spila
ekki jafn vel og með Barcelona.
„Landslið Argentínu hefur verið
í basli með þjálfaramál sín síðustu
ár og ég held að það hafi ekki
hjálpað Messi. En hann skoraði
þrennu fyrir landsliðið gegn Sviss
á dögunum og ég held að hann
þurfi bara aðlögunartíma. Það
kemur að því að hann springur út
með landsliðinu,“ segir Heimir.
Messi verður 25 ára gamall 24.
júní næstkomandi og gæti þess
vegna spilað í áratug til viðbótar.
Það er ótrúleg tilhugsun, miðað við
þann fjölda marka sem hann hefur
nú þegar skorað á ferlinum.
„Það eru allar forsendur fyrir
því að hann verði enn frábær
leikmaður eftir tíu ár. Þá verð-
ur hann búinn að slá öll met sem
til eru í þeim keppnum sem hann
tekur þátt í. Hann vantar aðeins
sjö mörk upp á að slá markamet
Barcelona sem segir allt sem segja
þarf.“ eirikur@frettabladid.is
KATRÍN ÓMARSDÓTTIR er búin að finna sér lið því hún hefur ákveðið að spila með sænska liðinu Kristianstads
DFF í ár. Katrín spilaði einnig með liðinu sumarið 2010 en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og hjá liðinu spila íslensku
landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir. Katrín, sem er 25 ára miðjumaður, var að leita sér að liði síðan að
ekkert varð af tímabilinu í Bandaríkjunum en hún var búin að semja við Philadelphia Independence.
FLEST MÖRK Í MEISTARADEILDARLEIK
2012 Lionel Messi Barcelona 5
2011 Bafetimbi Gomis Lyon 4
2010 Lionel Messi Barcelona 4
2005 Andriy Shevchenko AC Milan 4
2004 Ruud van Nistelrooy Man Utd 4
2003 Dado Pršo Mónakó 4
2000 Simone Inzaghi Lazio 4
1992 Marco van Basten AC Milan 4
Töframaðurinn Messi
Lionel Messi skoraði fimm mörk
í 7-1 stórsigri Barcelona gegn
Bayer Leverkusen.
Argentínumaðurinn er sá fyrsti í
sögunni sem skorar fimm mörk í
leik í Meistaradeild Evrópu.
MYND/GETTY ©GRAPHIC NEWS
Hinn fullkomni leikmaður
Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar.
Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeild-
inni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá.
ÓTRÚLEGUR Lionel Messi fagnar einu fimm marka sinna gegn Leverkusen í fyrrakvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
N1 deild karla í handbolta
Akureyri - HK 31-28 (12-14)
Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzsson 9/3
(14/4), Geir Guðmundsson 8 (16), Heimir Örn
Árnason 5 (7), Guðmundur H. Helgason 3
(3), Bergvin Þór Gíslason 2 (3), Hörður Fannar
Sigþórsson 2 (4), Oddur Gretarsson 2 (4), Heiðar
Þór Aðalsteinsson (1),
Varin skot: Sveinbjörn Péturss. 17 (45/2, 38%),
Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 5, Heimir Örn 2, Geir,
Guðmundur, Hörður Fannar)
Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 8/2
(11/2), Leó Snær Pétursson 5 (7), Tandri Már
Konráðsson 5 (10), Atli Ævar Ingólfsson 4 (5),
Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (9), Vilhelm Gauti
Bergsveinsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1),
Atli Karl Bachmann 1 (3),
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 14 (38/2,
37%), Björn Ingi Friðþjófsson 4/1 (11/2, 36%),
Hraðaupphlaup: 12 (Bjarki Már E. 4, Leó Snær
3, Ólafur Bjarki 2, Tandri Már , Atli Ævar, Bjarki
Már G.)
Fram - Afturelding 30-25 (11-13)
Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 9 (15),
Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10), Ægir Hrafn
Jónsson 4 (7), Stefán Baldvin Stefánsson 3 (3),
Elías Bóasson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1
(4/2), Sigfús Páll Sigfússon 1 (2), Ingimundur
Ingimundarson 1 (2), Jóhann Karl Reynisson 1
(2), Jón Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson (1),
Varin skot: Magnús Erlendsson 18 (38/4, 47%),
Sebastian Alexandersson 3 (7/1, 43%),
Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Jóhannsson
5/2 (6/2), Pétur Júníusson 4 (6), Sverrir
Hermannsson 4 (12), Jón Andri Helgason 3 (4),
Helgi Héðinsson 3/3 (5/3), Aron Gylfason 2 (6),
Böðvar Páll Ásgeirsson 2 (6), Mark Hawkins 1 (1),
Varin skot: Davíð Svansson 11/1 (38/2, 29%),
Hafþór Einarsson 1 (4, 25%),
Valur - FH 28-27 (15-15)
Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 8 (14),
Sveinn Sveinsson 5 (7), Orri Freyr Gíslason 4 (4),
Sturla Ásgeirsson 4/2 (7/2), Valdimar Fannar
Þórsson 3 (6), Agnar Smári Jónsson 2 (4), Sigfús
Sigurðsson 1 (2), Magnús Einarsson 1 (3),
Varin skot: Hlynur Morthens 14 (36/2, 39%),
Ingvar K. Guðmundsson 1 (6, 17%),
Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 7 (13),
Sigurður Ágústsson 6 (6), Örn Ingi Bjarkason 4
(5), Hjalti Þór Pálmason 3/2 (5/3), Andri Berg
Haraldsson 3 (6), Ragnar Jóhannsson 3 (7),
Þorkell Magnússon 1 (3/2), Halldór Guðjónsson
(1),
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13 (40/2,
33%), Pálmar Pétursson (1, 0%),
Grótta - Haukar 23-20 (13-12)
Mörk Gróttu: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Jóhann
Gísli Jóhannesson 4, Þráinn Orri Jónsson 4,
Ágúst Birgisson 2, Kristján Orrri Jóhannsson ,
Þórir Jökull Finnbogason 2.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8,
Gylfi Gylfason 4, Freyr Brynjarsson 3, Sveinn
Þorgeirsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Árni Steinn
Steinþórsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1.
STAÐAN Í DEILDINNI
FH 17 10 3 4 454-424 23
Haukar 17 11 1 5 412-375 23
Akureyri 17 10 2 5 469-419 22
HK 17 10 1 6 469-442 21
Fram 17 9 1 7 429-431 19
Valur 17 7 4 6 451-431 18
Afturelding 17 3 1 13 395-462 7
Grótta 17 1 1 15 389-484 3
ÚRSLIT Í GÆR
SVEINN ARON SVEINSSON Skoraði
sigurmark Vals í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Iceland Express ka. í körfu
Njarðvík - Keflavík 95-93 (44-53)
Stig Njarðvíkur: Travis Holmes 41 (12 frák./6
stoðs.), Maciej Baginski 15, Cameron Echols
15 (15 frák.), Elvar Már Friðriksson 10, Ólafur
Helgi Jónsson 9, Oddur Birnir Pétursson 4, Páll
Kristinsson 1.
Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 35, Jarryd
Cole 25, Arnar Freyr Jónsson 19, Halldór Örn
Halldórsson 5, Magnús Þór Gunnarsson 5, Valur
Orri Valsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 1.
KR - Tindastóll 84-66 (39-31)
Stig KR: Joshua Brown 21, Dejan Sencanski
19, Robert Lavon Ferguson 18, Hreggviður
Magnússon 9, Finnur Atli Magnusson 6 (11 frák.),
Kristófer Acox 4, Emil Þór Jóhannsson 3, Martin
Hermannsson 3, Jón Orri Kristjánsson 1.
Stig Tindastóls: Maurice Miller 23, Curtis Allen
14, Friðrik Hreinsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson
6, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Helgi Rafn Viggós-
son 5, Friðrik Stefánsson 3, Igor Tratnik 2.
Haukar - Valur 97-74 (49-32)
Stigahæstir: Chavis Holmes 27, Christopher
Smith 22, Emil Barja 16 (8 frák./8 stoðs.) -
Marvin Jackson 18 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 17,
Benedikt Blöndal 13, Birgir Björn Pétursson 12.
STAÐAN Í DEILDINNI
Grindavík 18 17 1 1641-1419 34
KR 19 12 7 1679-1609 24
Stjarnan 18 12 6 1569-1472 24
Þór Þ. 18 12 6 1545-1447 24
Keflavík 19 12 7 1716-1603 24
Snæfell 18 9 9 1687-1605 18
Tindastóll 19 9 10 1578-1652 18
Njarðvík 19 9 10 1608-1622 18
ÍR 18 7 11 1581-1665 14
Fjölnir 18 7 11 1536-1638 14
Haukar 19 5 14 1483-1567 10
Valur 19 0 19 1444-1768 0
Evrópudeildin í fótbolta
16 LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKUR
Sporting Lisboa - Manchester City 1-0
1-0 Xandao (51.).
Manchester United - Athletic Bilbao 2-3
1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Fernando Llorente
(44.), 1-2 Oscar De Marcos (72.), 1-3 Iker
Muniain (88.), 2-3 Wayne Rooney, víti (90.+2)
Atlético Madrid - Besiktas 3-1
1-0 Eduardo Salvio (24.), 2-0 Salvio (27.), 3-0
Adrian Lopez (37.), 3-1 Simão Sabrosa (53.).
Metalist Kharkiv - Olympiakos 0-1
Twente - Schalke 04 1-0
AZ Alkmaar - Udinese 2-0
1-0 Martens (63.), 2-0 Falkenburg (84.). Jóhann
Berg Guðmundsson kom inn á 74. mínútu.
Standard Liege - Hannover 96 2-2
0-1 Lars Stindl (22.), 1-1 Yoni Buyens (27.), 2-1
Mohamed Tchité (30.), 2-2 Mame Biram Diouf
(56.) Birkir Bjarnason sat á bekknum.
Valencia - PSV 4-2
ÚRSLIT Í GÆR
ÖRUGGT HJÁ KR. Robert Ferguson lék
vel í DHL-höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
525 8000
www.bilaland.is
KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA
VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM:
(Bílakjarninn)
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
10
0
4
HÆLSPYRNAN Xandao skorar hér með
hælnum framhjá Joe Hart í gær. MYND/AP