Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 14
14 14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR
Vinnumálastofnun hefur und-anfarin misseri efnt til fjöl-
margra verkefna til að stuðla að
virkni fólks í atvinnuleit, skapa
því tækifæri til að mennta sig,
auka vinnufærni og takast á við
verkefni sem eru uppbyggileg
hvatning til atvinnuþátttöku nú
þegar eða síðar þegar atvinnu-
tækifærum fjölgar.
Fjölbreytni úrræða sem á sér vart
fordæmi
Erfitt atvinnuástand og atvinnu-
leysi hefur mikið verið til umfjöll-
unar frá hausti 2008 enda ástand-
ið framandi í samfélagi þar sem
jafnan hafa verið til störf fyrir
alla sem vilja og geta unnið.
Tölur um atvinnuleysi verða þó
ekki umfjöllunarefni mitt hér,
heldur sú öfluga uppbygging fjöl-
breyttra tækifæra fyrir atvinnu-
leitendur til að styrkja stöðu sína
sem átt hefur sér stað síðustu ár
og ég held að eigi sér vart for-
dæmi. Þetta hefur krafist víð-
tækrar samvinnu og virkrar þátt-
töku fjölmargra aðila, en ekki síst
öflugrar forystu Vinnumálastofn-
unar þar sem verkefni eru skipu-
lögð og þeim fylgt eftir. Þar hefur
byggst upp mikil þekking á þessu
sviði, þar er yfirsýn um atvinnu-
ástand, fjölda atvinnuleitenda og
aðstæðna innan hópsins sem er
forsenda þess að skilgreina mark-
hópa og skipuleggja vinnumark-
aðsúrræði við hæfi hvers og eins.
Staðan erfiðust fólki með stutta
skólagöngu að baki
Að missa vinnuna er áfall. Að vera
í atvinnuleit og koma alls staðar
að lokuðum dyrum er skelfilegt
og það er illt veganesti fyrir ungt
fólk sem ætlar að stíga sín fyrstu
skref á vinnumarkaði að vera alls
staðar hafnað. Erfiðust er staða
þeirra sem hafa skemmsta skóla-
göngu að baki. Um helmingur
atvinnuleitenda hefur ekki lokið
neinu námi eftir grunnskóla og
um 75% þeirra sem eru 25 ára og
yngri. Áhersla hefur verið lögð á
vinnumarkaðsúrræði sem taka
mið af þessari staðreynd.
Í samfélaginu ríkir almennt
mikill skilningur á nauðsyn þess
að bregðast við þessu ástandi.
Það er ómetanlegt hvað stofnanir
ríkisins, sveitarfélög, félagasam-
tök og fyrirtæki hafa verið reiðu-
búin til þátttöku í þeim fjölmörgu
átaksverkefnum sem efnt hefur
verið til í þessu skyni og það sýnir
sig að þegar allir leggjast á eitt er
árangurinn vís.
Í ársbyrjun 2010 hófst stór-
átakið Ungt fólk til athafna í kjöl-
far ákvörðunar stjórnvalda um
að verja 1,3 milljörðum króna
til að skapa tækifæri fyrir fólk
án atvinnu til starfa, menntun-
ar eða annars konar virkni með
áherslu á úrræði fyrir ungt fólk
og aðgerðir til að bregðast við
langtímaatvinnuleysi. Sett var
það markmið að aldrei skyldu líða
meira en þrír mánuðir frá því að
einstaklingur missti starf þar til
honum væri boðið starf, náms-
tækifæri, starfsþjálfun eða þátt-
taka í öðrum verkefnum og náð-
ist það markmið fáum mánuðum
síðar. Frá því að átakið hófst til
ársloka 2011 höfðu ráðgjafar hitt
um 5.000 unga atvinnuleitendur
og af þeim höfðu um 3.000 verið
skráðir af atvinnuleysisskrá sem
telst mjög góður árangur.
Í ljósi góðrar reynslu af verk-
efninu Ungt fólk til athafna voru
aldursmörk fyrir þátttöku hækk-
uð í 29 ár og jafnframt ýtt úr vör
nýju átaksverkefni gegn lang-
tímaatvinnuleysi undir heitinu
ÞOR – þekking og reynsla, fyrir
fólk á aldrinum 30-70 ára. Frá
upphafi átaksins í ágúst 2010 til
ársloka 2011 höfðu um 7.500 tekið
þátt í verkefninu og var þá hátt
í helmingur þeirra kominn með
starf eða farinn í nám og skráður
af atvinnuleysisskrá.
Brottfall úr námi virðist minna en
gengur og gerist
Samstarfsverkefni ríkisstjórn-
arinnar og aðila vinnumarkað-
arins, Nám er vinnandi vegur,
hófst árið 2011 til að bregðast
við langtímaatvinnuleysi með
hvatningu og auknum tækifær-
um fyrir atvinnuleitendur til að
hefja nám. Með góðu samstarfi
við skólastjórnendur tókst að
tryggja skólavist öllum sem eftir
því leituðu og fullnægðu inntöku-
skilyrðum haustið 2011 og skapa
námstækifæri fyrir um 1.000
atvinnuleitendur í framhaldsskól-
um, frumgreinadeildum, háskól-
um og framhaldsfræðslu. Skilyrði
var að þátttakendur hefðu verið
án atvinnu í hálft ár eða lengur.
Þessir einstaklingar fengu náms-
vist í eina önn án þess að missa
rétt til atvinnuleysisbóta, upp-
fylltu þeir kröfur um ástundun,
en bætur féllu síðan niður hygðust
þeir halda náminu áfram. Rúm-
lega 900 manns hófu nám í haust á
grundvelli átaksins. Af þeim hópi
eru yfir 800 sem ákváðu að halda
áfram námi á vorönn sem bend-
ir til að brottfall þessara einstak-
linga úr námi sé jafnvel minna en
almennt gengur og gerist.
Atvinnutengd vinnumarkaðs-
úrræði reynast árangursrík
Nú er hafið nýtt átaksverkefni
atvinnurekenda, sveitarfélaga,
stéttarfélaga og ríkisins gegn
langtímaatvinnuleysi undir slag-
orðinu Vinnandi vegur sem var
kynnt nýlega á atvinnumessu í
Reykjavík. Fyrirhugað er að hafa
sambærilega atvinnumessu á Suð-
urnesjum. Sérstök áhersla verð-
ur lögð á þann hóp atvinnuleit-
enda sem verið hefur án atvinnu
í eitt ár eða lengur, ekki síst þann
hóp sem er að ljúka rétti sínum
til atvinnuleysisbóta á þessu ári.
Með samvinnu við sveitarfélög,
stofnanir og fyrirtæki standa
vonir til að unnt verði að ráða um
1.500 manns af atvinnuleysisskrá
í ný starfstengd vinnumarkaðsúr-
ræði um allt land.
Tölur Vinnumálastofnunar sýna
að atvinnutengd vinnumarkaðs-
úrræði reynast stórum hópi fólks
greið leið inn á vinnumarkað-
inn. Á ársgrundvelli eru um 63%
atvinnuleitenda sem taka þátt í
slíkum úrræðum farin af atvinnu-
leysisskrá þremur mánuðum eftir
að þátttöku lýkur og hefur þá
ýmist boðist áframhaldandi starf
á viðkomandi vinnustað eða nýtt
starf annars staðar.
Uppbyggilegar atvinnuleysis-
bætur
Verkefnin sem ég hef nefnt byggj-
ast á því að atvinnuleysisbætur
nýtist á uppbyggilegan hátt og
komi samfélaginu öllu að gagni.
Með því að skapa aukin tæki-
færi til náms eða starfsþátttöku,
kynna þau og hvetja fólk til þátt-
töku mynda atvinnuleysisbæturn-
ar nokkurs konar grunn að bjart-
ari framtíð fólks eins og hefur svo
sannarlega sýnt sig í átakinu Nám
er vinnandi vegur. Starfstengdu
úrræðin byggjast á sömu hugsun
því atvinnurekendur sem fjölga
hjá sér störfum og leggja þann-
ig átakinu lið geta ráðið fólk af
atvinnuleysisskrá í tiltekinn tíma
en bæturnar ganga upp í launa-
kostnað og mæta þannig stofn-
kostnaði vegna starfsins.
Framhald síðar …
Hér hefur verið lýst í stuttu máli
nokkrum þeirra verkefna sem
unnið er að á sviði vinnumiðlun-
ar og vinnumarkaðsúrræða fyrir
atvinnuleitendur. Starfið er þó
miklu umfangsmeira og mun ég
gera því betri skil í annarri grein
sem birtist á næstu dögum.
Þegar allir leggjast á eitt er árangur vís
Fyrirhuguð stækkun Land-spítala hefur nokkuð verið í
umræðunni að undanförnu. Mikið
púður hefur farið í staðsetninguna
við Hringbraut sem ákveðin var
fyrir rúmum áratug. Á meðan sjón-
ir beinast aðallega að þessu atriði
fer minna fyrir annarri en afar
brýnni umræðu. Hún snertir mál-
efni sjúklinga.
Á blóðlækningadeild Landspítala
við Hringbraut, sem er eina sér-
hæfða blóðlækningadeild landsins,
dvelst fólk sem haldið er ýmsum
illkynja blóðsjúkdómum á borð
við hvítblæði og eitlakrabbamein.
Sjúklingarnir eiga það flestir sam-
eiginlegt að vera mjög ónæmis-
bældir og því gríðarlega viðkvæm-
ir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft
í kjölfar þess að hafa gengist undir
stífar lyfjameðferðir.
Í hópi þeirra sem vísað er til
blóðlækningadeildar er fólk sem
hefur nýlega fengið erfiðar frétt-
ir um að það sé haldið sjúkdómum
á borð við bráðahvítblæði og þarf
strax að hefja stranga lyfjameð-
ferð. Aðrir sjúklingar eru veru-
lega ónæmisbældir vegna síns
sjúkdóms eða meðferðar og þurfa
að dveljast í varnareinangrun til
að verja þá gegn utanaðkomandi
sýkingum. Þá kemur á deildina
fólk með sýkingu sökum ónæmis-
bælingar sem oft kallar á sérstaka
einangrun, svokallaða smitgát til
að koma í veg fyrir að smit ber-
ist í aðra sjúklinga deildarinnar.
Á deildinni eru jafnframt fram-
kvæmdar háskammta krabba-
meinslyfjameðferðir með eigin
stofnfrumuígræðslu sem hefur
bætt verulega árangur meðferðar
ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og
krefst varnareinangrunar í tölu-
verðan tíma eftir meðferðina.
Af ofan sögðu ætti öllum að
vera ljóst að deild sem þessi ætti í
nútímanum að búa við þær aðstæð-
ur að geta boðið öllum upp á einbýli
með sér salernis- og sturtuaðstöðu.
Því miður búum við ekki við það í
dag þótt starfsfólk geri sitt besta
til að mæta kröfum um fyrsta
flokks aðbúnað og þjónustu við
þennan viðkvæma sjúklingahóp.
Á blóðlækningadeild eru fjórtán
rúm. Þar af eru sex á einbýlum en
á tveimur þeirra er engin sturtu-
aðstaða. Það þýðir að viðkomandi
sjúklingar þurfa að fara fram á
gang til að komast í sturtu, sem er
ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er
inni á herbergjunum, sem æskilegt
væri vegna sótthreinsunarmála. Þá
deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir
að allt að fjórir sjúklingar nota þá
eitt salerni. Oft kemur sú staða
upp að vegna sýkingarhættu mega
sjúklingar ekki deila salerni sem
skapar mjög erfiðar og óásættan-
legar aðstæður á deildinni.
Stefnan á blóðlækningadeild
er að tryggja öllum einbýli sem
á þurfa að halda. Í þeim hópi eru
sannarlega einstaklingar sem
nýlega hafa greinst með illvíga
sjúkdóma og glíma við það áfall
auk þess að standa frammi fyrir
strangri meðferð. Þó eru dæmi um
að nýgreindir einstaklingar þurfi
að deila sjúkrastofu með mjög
veiku fólki vegna þess að einbýl-
um er ekki til að dreifa.
Aðrir sjúklingar, sem sumir
hverjir eru mikið veikir, liggja
langa legu á deildinni. Aðstæður
fyrir þá og aðstandendur þeirra
eru ekki eins og best verður á
kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og
þrengsli og plássleysi eru hluti af
daglegum veruleika sjúklinga og
venslafólks þeirra sem gjarnan vill
eiga þess kost að verja sem mest-
um tíma með hinum sjúku.
Í umræðu um stækkun Land-
spítala er að okkar mati brýnast
að gefa gaum að aðstæðum sjúk-
linga. Stærri Landspítali snýst alls
ekki um neitt pjatt heldur fyrst og
fremst um meðferð og öryggi sjúk-
linga. Brýnt er að stækkun spítal-
ans verði að veruleika til þess að
mæta þeim kröfum sem nútím-
inn gerir til þessara þátta. Hversu
lengi geta sjúklingarnir okkar
beðið?
Stærri spítali er ekki pjatt
heldur nauðsyn
Forsetakosningar eru á marg-an hátt spegilmynd af virkni
lýðræðis. Álitsgjafar og leiðara-
höfundar íslenskra fjölmiðla hafa
stundum fjallað um forsetakosn-
ingar erlendis í niðrandi tón og
gjarnan með viðurnefninu „rúss-
nesk“ kosning.
Yfirleitt er þá átt við að valda-
maður nær yfirburðakosningu
með bolabrögðum og misnotkun
ríkisfjölmiðla m.a. með því að úti-
loka aðra frambjóðendur frá fjöl-
miðlum og keyra þess í stað skoð-
anamyndandi áróður.
En því miður gerist þetta einn-
ig á Íslandi. T.d. í forsetakosn-
ingunum árið 2004 fengu fram-
bjóðendur engan aðgang að RÚV.
Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu
tugi klukkustunda í að útvarpa og
sjónvarpa fótboltalýsingum en
gátu ekki séð af nokkrum mín-
útum fyrir íslenskar forsetakosn-
ingar.
Engin umfjöllun fór fram á RÚV
annað en margendurteknar skoð-
anakannanir sem hömruðu á yfir-
burðastöðu sitjandi forseta. For-
setinn var eini frambjóðendinn í
þeim kosningum sem fékk aðgengi
að ríkisfjölmiðlinum í gegnum
embætti sitt á Bessastöðum.
Það var síðan ekki fyrr en
kvöldið fyrir kjördag sem hald-
inn var einn umræðufundur fram-
bjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim
tímapunkti var auðvitað þjóðin
þegar búin að gera upp hug sinn
en án þess að hafa kynnst málefn-
um frambjóðenda með óhlutdræg-
um hætti.
Dr. Dietrich Fischer, prófessor
við friðarháskóla Evrópu í Aust-
urríki, lýsti viðtali við sig á RÚV
fyrir forsetakosningarnar 2004
með þessum orðum: Mér var tjáð
að öllum þessum þáttum, sem
voru kjarni umræðu minnar, hefði
verið sleppt þegar hluti viðtalsins
var sýndur í sjónvarpinu í kvöld.
Ég verð að játa að ég er hneykslað-
ur. Þessi leið til að hindra frjálsa
og opna umræðu minnir einna
helst á herferðina í Júgóslavíu
árið 1992 þar sem talsmanni frið-
ar, Milan Panic, var aftrað frá að
kynna friðarstefnu sína fyrir kjós-
endum vegna þess að fjölmiðlum
þar í landi var alfarið stjórnað af
stuðningsmönnum þáverandi for-
seta landsins, Slobodan Milosevic.
Bréf Dr. Fischer má lesa í heild
á vefnum forsetakosningar.is.
Í kjölfar þess að tilboði RÚV í
sýningarrétt á fótbolta var hafn-
að, hafa tugir klukkustunda fallið
úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí
og júní.
Nú er því kjörið tækifæri fyrir
útvarpsstjóra að venda kvæði í
kross og tryggja með óhlutdrægri
og vandaðri umfjöllun að árs-
ins 2012 verði ekki minnst vegna
„rússneskra“ forsetakosninga á
Íslandi.
Hvatning til út-
varpsstjóra
Atvinnumál
Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
Nýr Landspítali
Hlíf
Steingrímsdóttir
yfirlæknir
blóðlækningadeildar
LSH
Kristjana G.
Guðbergsdóttir
deildarstjóri á
blóðlækningadeild LSH
Forsetaembættið
Ástþór Magnússon
forsetaframbjóðandi
525 8000
www.bilaland.is
KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA
VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM:
(Bílakjarninn)
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
10
0
4