Fréttablaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 16
16 14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR
Talsvert er enn óunnið í barátt-unni gegn kynþáttafordómum
á Íslandi.“
Þetta er niðurstaða Kynþátta-
fordómanefndar Evrópuráðsins og
hún rataði á forsíðu Fréttablaðs-
ins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21.
febrúar 2012. Og hvaða ásteytingar-
steinar eru efstir á baugi hjá nefnd-
inni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar
á Íslandi fá land og leyfi til að reisa
þar moskur.“
Það eru á 13. ár síðan undirritað-
ur gekk á fund þáverandi borgar-
stjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, með þáverandi formanni
Félags múslíma á Íslandi, Salmanni
Tamimi, sem lagði þá fram umsókn
um lóð undir mosku. Nú að liðnum
meira en 12 árum hafa múslímar
enn ekki fengið land undir mosku.
Ýmsar skýringar og aðallega ekki-
skýringar hafa verið á sveimi.
Ljóst er að kynþáttafordómar
ýmissa kjörinna fulltrúa og emb-
ættismanna hafa staðið í vegi
fyrir framgangi málsins og tafið
eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er
orðin sagan endalausa og er höfuð-
borginni og þjóðinni til háborinnar
skammar.
Í áliti Kynþáttafordómanefndar
eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi
hvött til að ljúka lagasetningu um
bann við mismunun vegna kynþátt-
ar og misréttis.
Árin hafa liðið og umsókn Félags
múslíma á Íslandi velkst um í borg-
arkerfinu, og margir hafa orðið til
að afvegaleiða eðlilega umræðu
og afgreiðslu málsins. Á meðan
hafa önnur trúfélög fengið sínar
umsóknir afgreiddar. Þar má nefna
Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna,
búddista, Votta Jehóva og Ásatrúar-
félagið. En múslímar, sem telja nú
þegar um 750 manns, sitja á hak-
anum.
Kynþáttafordómar, íslamófóbía
(hræðsla við trúarbrögðin Íslam)
og rasismi af einum og öðrum
toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það
eru misvel leyndir fordómar hjá
borgarfulltrúum, embættismönn-
um og starfsliði borgarinnar sem
tafið hafa afgreiðslu þessa máls á
óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að
þessi mismunun hefur vakið athygli
þeirra sem fara með mannréttinda-
mál í Evrópu, það er Evrópuráðsins.
Kynþáttafordómanefndin hefur
sent frá sér álit sem er rautt spjald,
ekki bara fyrir borgaryfirvöld held-
ur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er
skömmin á meðan þetta mál hefur
ekki fengið farsælan endi.
Ég treysti því að borgarstjóri og
skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú
tafarlaust og verði við þeirri mann-
réttindakröfu sem borist hefur
einnig frá Evrópuráðinu og verið
sett í forgang af hálfu þess.
Krafan er að Félag múslíma á
Íslandi fái land og leyfi til að reisa
hér mosku þar sem þeir geti iðkað
trú sína, í samræmi við Mannrétt-
indasáttmála Evrópu.
Krafan um mosku í Reykjavík er
mál okkar allra.
Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá
sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir
borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla.
Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur
ekki fengið farsælan endi.
Norðmenn ráða yfir gríðar-miklum olíu- og gasauðlind-
um. Engu að síður sáu Norðmenn
ástæðu til að fagna í nóvember síð-
astliðnum þegar birtar voru nið-
urstöður olíu- og gasrannsókna á
Jan Mayen hryggnum. Olíumála-
stofnun Noregs, sem kippir sér
ekki upp við hvað sem er, gaf út
tilkynningu um óvæntar og spenn-
andi niðurstöður. Nýlega upplýsti
svo Orkustofnun að rannsóknir
olíuleitarfélaganna TGS og VBPR
hefðu staðfest að olíu væri að finna
á Drekasvæðinu. Það eru góðar
vonir um að olía eða gas séu þar í
vinnanlegu magni.
Eins og Stöð 2 greindi frá á
sínum tíma telur Terje Hagevang,
helsti sérfræðingur Norðmanna
um Jan Mayen hrygginn, að þar sé
að finna álíka verðmæti í olíu og
gasi og finnast í Noregshafi. Norð-
menn hafa þegar leigt borskip til
að framkvæma rannsóknarboran-
ir við Jan Mayen þarnæsta sumar
en samkvæmt rannsóknum Sagex
olíufélagsins frá 2006 er megnið af
þeim svæðum sem líklegust eru til
að geyma olíu- og gaslindir innan
íslenskrar lögsögu.
Kálið er ekki sopið þótt í ausuna
sé komið. En ef þetta gefur Íslend-
ingum ekki tilefni til að vera bjart-
sýnir er slíkt tilefni vandfundið.
Aðstæður
Margt hefur breyst frá því að fyrst
kviknuðu vonir um að olía og gas
kynnu að leynast á Drekasvæð-
inu. Eldsneytisverð hefur hækkað
gríðarlega. Nú er því hafin nýting
á olíulindum sem áður töldust ekki
hagkvæmar. Tækniframfarir á
undanförnum árum hafa auk þess
gert olíuvinnslu á miklu dýpi mun
vænlegri en áður.
Samkvæmt útboðslýsingu Orku-
stofnunar vegna olíuleitar á Dreka-
svæðinu er hafdýpi yfir áhugaverð-
um leitarsvæðum yfirleitt á bilinu
1.000 til 1.500 metrar (Sagex 2006).
Slíkt dýpi er ekki vandamál. Það
þyrfti að nota fljótandi borpall en
botnfastir borpallar teljast hvort
eð er ekki hagkvæmir ef dýpi fer
mikið yfir 120 metra. Fljótandi bor-
pallar eru því algengir. Þeir hafa
auk þess þann kost að vera færan-
legir. Fimmta kynslóð færanlegra
flotpalla, sem varð til árið 1998,
nýtist til borunar á yfir 2.500 metra
dýpi og sjötta kynslóð er hönnuð
fyrir meira en 3.000 metra dýpi.
Borskip geta svo borað á allt að
3.700 metra dýpi.
Hafdýpi segir auk þess ekki alla
söguna. Við samanburð á borhol-
um er litið til þess hversu langt er
niður að lindinni. Í því sambandi
er dýpið á Drekasvæðinu minna en
víða annars staðar.
Og þótt veður geti verið válynd
suður af Jan Mayen eru aðstæður
víða miklum mun verri. Á Norður-
sjó er veðurfar mjög erfitt. Raun-
ar er ölduhæð á Drekasvæðinu
almennt mun minni en við Noreg
og á Mexíkóflóa ganga reglulega
yfir gríðarlega öflugir fellibyljir.
Þar eru yfir 4.000 borpallar.
Hvenær?
Norðmenn boruðu fyrst eftir olíu
sumarið 1966 án árangurs. Sum-
arið 1969 fannst svo risaolíulind
sem hlaut nafnið Ekofisk. 1971
var farið að dæla olíu beint í skip
og tveimur árum síðar, þegar búið
var að koma upp olíugeymi, skilaði
lindin stórum hluta gjaldeyristekna
landsins.
Frá 1969 hafa orðið gríðarlegar
framfarir við leit og vinnslu. Jarð-
lög eru kortlögð með tvívíðum, þrí-
víðum og fjórvíðum hljóðbylgju-
mælingum. Nú er hægt að leigja
borpalla á borð við Eirík rauða
og Leif Eiríksson sem sigla um
allan heim og gata hafsbotninn á
allt að 3.000 metra dýpi. Hinn víð-
förli Leifur hefur á undanförnum
árum m.a. borað við Noreg, Angóla,
Tyrkland og Grænland. E.t.v. er
tímabært að Leifur skili sér heim
til Íslands.
Þótt fyrr hefði verið
Rannsóknir TGS og VBPR, sem
getið var um í upphafi, voru unnar
að frumkvæði fyrirtækjanna
sjálfra en vísindamennirnir voru á
leið til Grænlands og fengu leyfi til
að kanna Drekann í leiðinni. Orku-
stofnun bendir á að hinar jákvæðu
niðurstöður berist seint fyrir útboð
sérleyfa sem nú stendur yfir og
lýkur 2. apríl.
Það er áhyggjuefni að stjórnvöld
skuli ekki hafa undirbúið útboðið
með því að láta vinna rannsóknir
í tæka tíð. Fyrir tveimur árum fór
ég í fundaferð um landið og benti
á mikilvægi þess að ráðast í slíkar
rannsóknir sem fyrst. Hvernig sem
útboðið á Drekasvæðinu fer er mik-
ilvægt að Orkustofnun fái öflugan
stuðning og hvatningu stjórnvalda
vegna olíuleitar.
Ríkisolíufélag
Stofnun ríkisolíufélags hefði ýmsa
kosti. Halldór Þorkelsson sérfræð-
ingur hjá PWC hefur bent á að
stofnun slíks félags sé til þess fall-
in að laða að fjárfesta en jafnframt
er æskilegt að byggja upp þekkingu
á olíumálum í landinu. Slík þekking
gæti orðið mjög verðmæt jafnvel
þótt við yrðum óheppin með Dreka-
svæðið, t.d. ef af vinnslu yrði við
Grænland og Færeyjar (eða annars
staðar við Ísland).
Hjá Orkustofnun og í iðnaðar-
ráðuneytinu var á sínum tíma
hugað að stofnun ríkisolíufélags
og fyrir fáeinum árum samþykktu
fulltrúar allra flokka sem þá áttu
sæti á Alþingi, nema VG, heimild
til stofnunar slíks félags samhliða
áformum um fyrsta Drekaútboðið.
Æskilegt væri að útvíkka þá heim-
ild enda var aðeins gert ráð fyrir
félagi til að halda utan um vinnslu-
leyfi.
Ráðstafanir
Nauðsynlegt er að tryggja að þjóðin
öll njóti góðs af því ef olía og gas
finnast í íslenskri lögsögu. Ríkis-
olíufélag er liður í því. En einn-
ig væri skynsamlegt að undirbúa
hvernig farið yrði með hugsanleg-
an ávinning af olíu- og gasvinnslu.
Það er kostur að setja slíkar reglur
án þess þrýstings sem getur mynd-
ast á síðari stigum. Þar mætti einn-
ig líta til Noregs þ.a. byggður verði
upp sjóður sem háður yrði tak-
mörkunum til að koma í veg fyrir
að stjórnmálamenn freistist til að
eyða óhóflega og skapa þenslu. Þó
ætti að sjálfsögðu að nýta ávinn-
inginn til að bæta kjör lands-
manna. Greiða undirstöðustéttum
opinberra starfsmanna almennileg
laun o.s.frv.
Áhrif
Okkur liggur á. Ef það finnast
vinnanlegar olíu- eða gaslindir í
íslenskri lögsögu hefði það sam-
dægurs mikil áhrif á hag lands-
manna. Vaxtakjör ríkisins myndu
batna til muna og vaxtakostnað-
ur lækka. Það leyfir strax meiri
útgjöld en ella, gerir Íbúðalánasjóði
kleift að veita óverðtryggð lán á
lágum vöxtum og leysa skuldavand-
ann. Hægt yrði að halda úti stöðug-
um og sterkum gjaldmiðli án verð-
tryggingar.
Norðursjávarolía og gas bjargaði
á sínum tíma efnahag Bretlands og
gerði Noreg að einu ríkasta landi
heims. Smæð þjóðarinnar er kost-
ur því að brot af þeim kolefnisauð-
lindum sem grannþjóðir okkar hafa
yfir að ráða gerir sama gagn fyrir
Íslendinga.
Í því efnahagslega gjörninga-
veðri sem mun ríða yfir heiminn á
næstu árum myndi slík viðbót við
þær auðlindir sem Íslendingar eiga
nú þegar tryggja velferð til fram-
tíðar.
Verum skynsöm og varfærin en
leyfum okkur líka að vera bjartsýn.
Það er fullt tilefni til þess.
Stofnun ríkisolíufélags
Opið bréf til borgarstjóra:
Mosku í Reykjavík - mál allra
Auðlindir
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
formaður
Framsóknarflokksins
Nauðsynlegt er að tryggja að þjóðin öll
njóti góðs af því ef olía og gas finnast í
íslenskri lögsögu.
Trúmál
Sveinn Rúnar
Hauksson
formaður Félagsins
Ísland-Palestína
525 8000
www.bilaland.is
KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA (Bílakjarninn)
VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM:
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
10
0
4