Fréttablaðið - 14.03.2012, Síða 21
KYNNING − AUGLÝSING Bílar & fjármögnun14. MARS 2012 MIÐVIKUDAGUR 3
Fólk er í auknum mæli farið að horfa á rekstrarkostnað bíls-ins ekki síður en kaupverð-
ið þegar hugað er að bílakaupum,“
segir Jón Hannes Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Ergo, fjármögnun-
arþjónustu Íslandsbanka. Á síð-
ustu árum hefur eldsneytiskostn-
aður hækkað verulega og því vegur
sá kostnaður þyngra í heimilisbók-
haldinu en áður. Bílaframleiðend-
ur hafa brugðist við þessu með því
að framleiða sparneytnari og um-
hverfishæfari bíla og er því gott
úrval af slíkum bílum á markaðn-
um í dag. Stjórnvöld hafa einnig
gert miklar breytingar á gildandi
lögum um vörugjöld. Í stað þess
að miða við rúmtak véla var í árs-
lok 2010 byrjað að miða við meng-
un í útblæstri. Einnig er heimild í
þessum lögum til lækkunar á vöru-
gjöldum á bifreiðum sem knúnar
eru af metani. Þessar breytingar
hafa haft áhrif á það hvaða nýja
bíla einstaklingar og fyrirtæki eru
að kaupa.
Grænir bílar – græn lán
Ergo hefur frá stofnun boðið sér-
kjör á bílalánum til kaupa á spar-
neytnum bílum með því að fella
niður lántökukostnað á öllum
bílum, nýjum sem gömlum, sem
losa 0 til 120 g af Co2 á hvern
ekinn kílómetra. Markmið Ergo
er að hjálpa viðskiptavinum að
taka upplýsta ákvörðun við kaup
á bílum og atvinnutækjum og um
leið að styðja fjölgun umhverfis-
hæfari bíla á Íslandi. „Grænu
lánin hafa fengið frábærar viðtök-
ur en stór hluti allra nýrra bíla-
lána hjá Ergo eru græn lán,“ segir
Jón Hannes. Í ljósi þess hve frábær-
ar viðtökur grænu bílalánin hafa
fengið hefur verið ákveðið að fram-
lengja tilboð um græn bílalán án
lántökugjalda út júní mánuð 2012.
Reiknaðu þig græna/n
Á vefsíðu Ergo eru reiknivélar frá
Orkusetri sem sýna svart á hvítu
hvernig val á sparneytnum bíl
getur sparað háar fjárhæðir. Þar er
meðal annars hægt að sjá hversu
miklu bíllinn eyðir í bensín og
hversu mikið hann mengar. Einnig
er hægt að sjá samanburð á eyðslu,
útblæstri og bifreiðagjöldum bíl-
tegunda auk þess sem bíllinn
getur fengið eyðslueinkunn eftir
því hvað hann eyðir miklu elds-
neyti. „Ég ráðlegg öllum að skoða
þessar reiknivélar áður en tekin er
ákvörðun um hvaða bíl skal kaupa.
Þarna er hægt að skoða hvernig
rekstrarkostnaðurinn breytist eftir
því hvaða bíltegund þú velur,“ segir
Jón Hannes.
Bílar með reynslu
Innflutningur á bílum dróst veru-
lega saman á árinu 2008 og hefur
því aldur bílaflotans hækkað þrátt
fyrir aukningu í innflutningi á
þessu ári. Um 30% bílaflotans er
6 til 10 ára gamall. Lánamögu-
leikar á eldri bílum hafa verið tak-
markaðir og því oft erfitt fyrir við-
skiptavini að festa kaup á eldri bíl.
„Árgerðarbilið sem varð á árun-
um 2008 til 2011 hefur ýtt fólki út
í kaup á eldri bílum. Til að koma
til móts við viðskiptavini okkar
ákváðum við að bjóða upp á fjár-
mögnun á eldri bílum,“ segir Jón
Hannes. Ergo býður upp á allt að
60% fjármögnun á allt að 10 ára
gömlum bílum. Hámarksfjár-
mögnun er 2,5 milljónir króna og
lágmarksverðmæti bifreiðar er 800
þúsund krónur.
„Við sjáum ákveðinn viðsnúning
í bílaviðskiptum. Það var lítið um
að vera á markaðnum í nokkurn
tíma og fólk hélt að sér höndum.
Nú er aftur á móti að færast líf í
viðskiptin að nýju en það sjáum
við best á því að útlán hafa tvö-
faldast milli ára,“ segir Jón Hann-
es. Hann hvetur þá sem eru í þeim
hugleiðingum að kaupa bíl að hafa
samband við Ergo þar sem ráðgjaf-
ar geta farið yfir málin með þeim.
Verndaðu umhverfið og veskið
Grænu lánin frá Ergo hafa hitt í mark en Ergo hefur frá stofnun boðið sérkjör á bílalánum til kaupa á sparneytnum bílum.
Jón Hannes segir fólk í auknum mæli farið að horfa í rekstrarkostnað ekki síður en bílverð við kaup á bílum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
0
4
9
1
Hagsýnir heimilisbílar
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig.
Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is
1Blönduð eyðsla á hverja 100 km
2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km.
Árgerð 20052
sjálfskiptur · bensín
Árgerð 20122
beinskiptur · dísil
Sparnaður
á ári
228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr.
4,5 l
456.840 kr.
9,4 l
- =
24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - =
2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg
119 g/km
4.480 kg
224 g/km
- =