Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.04.2012, Qupperneq 10
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR10 DÓMSMÁL Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar hús- leitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra. Aðgerðirnar sem SFO réðst í í mars í fyrra voru gríðarlega umfangsmiklar og beindust að bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og Kaupþingi og lána- viðskiptum þeirra á milli. 135 manns tóku þátt í þeim og níu voru handteknir, þeirra á meðal Sigurð- ur Einarsson, Ármann Þorvalds- son og aðrir íslenskir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Í febrúar síðastliðnum neyddist SFO til að senda frá sér þriggja blaðsíðna skriflega afsökunar- beiðni til Vincents Tchenguiz og viðurkenna að aðgerðirnar hefðu grundvallast á röngum upplýsing- um. Á sama tíma lýsti SFO því yfir að rannsóknin mundi halda áfram. Fyrir dómi í síðustu viku fór SFO fram á sex vikna frest til viðbótar til að sýna fram á það á hverju málið grundvallaðist, að því er segir í breska blaðinu Financial Times. Dómarinn, Sir John Thomas, sagði að það væri með öllu óviðun- andi að SFO hefði enn ekki skilað af sér þessum rökstuðningi. Eina skýringin væri „alger vanhæfni“. „Ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ bætti hann við, samkvæmt Fin- ancial Times. Hann veitti þó frest til loka apríl. SFO afsakaði sig með því að nákvæmar upplýsingar um upp- haf og aðdraganda rannsókn- arinnar væru einfaldlega ekki lengur til staðar hjá embættinu. Margir af upphaflegum rannsak- endum væru hættir störfum hjá stofnuninni og sumir jafnvel flutt- ir úr landi. Vincent Tchenguiz sagði óskiljan legt að SFO hygðist halda áfram rannsókninni á málefn- um hans í ljósi alls þessa. „Þegar ég var í skóla hélt ég því gjarn- an fram að hundurinn hefði étið heimaverkefnin mín. Það er allt í lagi fyrir skólastrák, en frekar aumt af opinberum eftirlitsaðila,“ er haft eftir honum. Tchenguiz telur aðgerðirnar hafa skaðað sig og starfsemi sína og hefur höfðað hundrað milljóna punda skaðabótamál vegna þess, jafnvirði um 20 milljarða króna. stigur@frettabladid.is MBA kynningarfundur 12. apríl kl. 16:00 í stofu 101 á Háskólatorgi MBA-námið í Háskóla Íslands: • Eflir persónulega færni og leiðtogahæfileika á sviði rekstrar og stjórnunar • Byggir á mikilli reynslu og tengslum við íslenskt atvinnulíf • Ýtir undir frumkvæði, færni og forystueiginleika nemenda Námið er tveggja ára metnaðarfullt meistaranám fyrir stjórnendur og er skipulagt samhliða starfi. Að öllu jöfnu er kennt á föstudögum og laugardögum aðra hvora helgi. Umsóknarfrestur er 5. júní. Skoraðu á þig og taktu skrefið www.mba.is Ársfundur Kjalar lífeyrissjóðs Kjölur lífeyrissjóður boðar hér með til ársfundar sjóðsins. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, fimmtudaginn 26. apríl 2012 kl. 17.00. Allir sjóðsfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Dagskrá: 1. Almenn ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillaga stjórnar um samruna við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. 3. Önnur mál löglega upp borin. Ársfundargögn er hægt að nálgast á vefsíðu sjóðsins, www.landsbankinn.is/ls/kjolur og hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans, Austurstræti 11. Reykjavík, 11. apríl 2012 Virðingarfyllst, stjórn Kjalar lífeyrissjóðs AÐAL- FUNDUR VM 1 4 . a p r í l 2 0 1 2 a ð G r a n d H ó t e l í R e y k j a v í k DAGSKRÁ: Kl. 13.00. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins Reikningar félagsins og sjóða Umræður um skýrslu og reikninga Kjör endurskoðenda, E&Y Reglugerða- og lagabreytingar Ákvörðun stjórnarlauna Lýst kjöri stjórnar og varastjórnar VM í stjórnarkjöri 2012 Kjör í nefndir og stjórnir sjóða Kjör í fulltrúaráð Kynning á uppbyggingu orlofssvæðis á Laugarvatni Önnur mál Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Dómari segir SFO algjörlega vanhæfa Breskur dómari segist forviða á því hvað breska efnahagsbrotalögreglan á erfitt með að reiða fram gögn til stuðnings húsleitum hjá Kaupþingi og Tchenguiz- bræðrum í fyrra. SFO segir djúpt á gögnunum vegna mikillar starfsmannaveltu. VINCENT TCHENGUIZ Hann hefur farið fram á 20 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna málsins. SIGURÐUR OG ÁRMANN Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Fried- lander, voru handteknir vegna málsins í fyrra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.