Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. apríl 2012 11
arionbanki.is – 444 7000
Föstudaginn 13. apríl kl. 9-13 í Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá:
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson opnar þingið
Joachim Krohn-Høegh, framkvæmdastjóri Argentum í Noregi
Argentum er einn stærsti áhættufjárfestingarsjóður Noregs
með um 150 milljarða króna eignasafn.
Torkel Ystgaard, aðstoðarframkvæmdastjóri SIVA
SIVA er norska nýsköpunarmiðstöðin en hún rekur
44 iðnaðargarða og er hluthafi í 145 sprotafyrirtækjum.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
Framtíð nýsköpunar og sprotafyrirtækja á Íslandi.
Einar Gunnar Guðmundsson, Arion banka
Stuðningur og framlag Arion banka til nýsköpunar á Íslandi.
Sprotaþing Íslands (Seed Forum Iceland) hefur um árabil verið einn helsti
vettvangur íslenskra sprotafyrirtækja til að kynna sig fyrir fjárfestum og
íslensku athafnalífi. Á þessu Sprotaþingi munu átta fyrirtæki kynna starf-
semi sína , þar af fimm íslensk, tvö norsk og eitt sænskt/breskt fyrirtæki .
Með stuðningi sínum vill Arion banki undirstrika mikilvægi fyrirtækja- og
verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Fleiri en 100 sprotafyrirtæki
hafa kynnt sig fyrir fjárfestum á Sprotaþingi frá því að fyrsta þingið var
haldið árið 2005.
Sprotaþing Íslands
í samstarfi við Arion banka
Skráning á www.seedforum.is
LÖGREGLUMÁL Magne Dyb, skipstjóri á norska
línuveiðiskipinu Ny Argo, segist ekki hafa
vitað að hann hafi verið á línuveiðum á bann-
svæði. Þetta kom fram í viðtali norska
útvarpsins við hann í gærmorgun.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær stóð
Landhelgisgæslan skipið að meintum ólög-
legum veiðum í Skeiðarárdjúpi, nærri 30 sjó-
mílum suður af Ingólfshöfða, í fyrradag. Var
skipstjóranum skipað að sigla til hafnar og
kom skipið til Vestmannaeyja í fyrrakvöld og
yfirheyrði lögreglan skipverjana þegar í stað.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum vonast til að
hægt verði að dómtaka málið á næstu dögum.
Sektin getur numið allt að fjórum milljónum
króna. Óvíst er hvort skipstjórinn bíði eftir
dómnum því útgerð skipsins getur lagt fram
tryggingu vegna sektarinnar. Eftir það getur
skipið lagt úr höfn.
Ny Argo ætlaði aðallega að veiða löngu á
svæðinu, en samkvæmt reglugerð um vernd-
un kóralsvæða úti af Suður- og Suðvesturlandi
er bannað að veiða annað en uppsjávarfisk á
svæðinu.
Bæði skipstjórinn og útgerðarmaður skipsins
segjast hafa skoðað heimasíðu sjávarútvegs-
ráðuneytisins og Fiskistofu áður en haldið var
á miðin, og ekki getað fundið neitt um bannið.
Skipstjóri norska línuveiðiskipsins, sem staðið var að ólöglegum veiðum, ber fyrir sig þekkingarleysi :
Segist ekki hafa vitað af veiðibanni á kóralsvæði
Í VESTMANNAEYUM Norska skipið Ny Argo, sem staðið
var að ólöglegum veiðum í Skeiðarárdjúpi, kom til Vest-
mannaeyja í gærkvöldi. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
VIÐSKIPTI Stórfyrirtækið Sony
gerir ráð fyrir því að tapa sex
og hálfum milljarði Bandaríkja-
dala, eða 840 milljörðum króna, á
þessu ári en fyrirtækið sendi frá
sér viðvörun þessa efnis í gær.
Áður var gert ráð fyrir þriggja
milljarða dollara, eða 390 millj-
arða króna tapi.
Raftækjarisinn á í miklum
erfiðleikum en hann hefur skilað
tapi undanfarin þrjú ár. Gert er
ráð fyrir að Sony reki 10 þúsund
starfsmenn á árinu til þess að
mæta tapinu og minnki umfang
sitt til muna. Stóra vandamálið
hefur verið sjónvarpstækjafram-
leiðslan en tap hefur verið á þeim
rekstri síðustu átta ár.
Viðvörun frá raftækjarisa:
Sony tapar um
840 milljörðum
LEIKJATÖLVA Sony framleiðir meðal
annars PSP-leikjatölvurnar.
TÆKNI Maðurinn sem fann upp
Commodore 64-tölvurnar, Jack
Tramiel, er látinn. Hann lést 8.
apríl síðastliðinn, 83 ára að aldri.
Í umfjöllun um Tramiel á
danska viðskiptavefnum epn.dk
segir að hann sé ef til vill ekki
jafn þekktur og Bill Gates, Steve
Jobs eða Michael Dell en áhrif
hans í tölvuheiminum hafi ef til
vill ekki verið minni. Markmið
hans var að framleiða tölvur sem
allir gætu eignast og það tókst
honum því Commodore-tölvurn-
ar voru á sínum tíma vinsælustu
tölvur í heimi. - jhh
Bjó til eina vinsælustu tölvuna:
Upphafsmaður
Commodore-
tölvanna látinn
SJÁVARÚTVEGSMÁL Stjórnir Far-
manna- og fiskimannasambands
Íslands og Félags skipstjórnar-
manna mótmæla harðlega fram-
komnum kvótafrumvörpum ríkis-
stjórnarinnar.
Í sameiginlegri ályktun
stjórnanna segir að frumvörpin
séu unnin án alls samráðs við
atvinnugreinina og verði þau
að lögum muni þau auka ósætti
innan greinarinnar með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. Þá muni
kjör sjómanna versna verulega
og leigubrask aukast. - sh
Kvótafrumvörpin gagnrýnd:
Sjómenn á móti
frumvörpunum
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í
þrjá sumarbústaði í umdæmi lög-
reglunnar í Borgarfirði í vikunni.
Bústaðirnir eru á Dagverðar-
nesi og Indriðastöðum í Skorra-
dal og á Borgum í Stafholtstung-
um, skammt frá Gljúfurá, að því
er fram kemur á Skessuhorni.is.
Einhverjar skemmdir voru unnar
á bústöðunum. Úr einum bústaðn-
um var stolið flatskjá og verkfær-
um úr öðrum.
Þá var brotist inn í gamla sölu-
skálann í Botni í Hvalfirði. Það
mál er upplýst, en þar voru unnar
skemmdir. Unnið er að rannsókn
málsins. - kh
Innbrot í sumarbústaði:
Stolið og spillt
í Borgarfirði