Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 15
Er prentverkið
Svansmerkt?
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 11. apríl 2012 | 7. tölublað | 8. árgangur
➜ Húsasmiðjan
hefur fækkað
starfsfólki um
helming.
➜ Himinhár leigu-
kostnaður var
að sliga fyrir-
tækið.
➜ Forstjórinn
segir mikil
tækifæri liggja í
kaupum Bygma.
Húsasmiðjan fékk
ekki krónu frá FSÍ
Þorsteinn Már: Förum eftir
reglum við skuldabréfaútgáfu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja,
segir Samherja hafa farið í „einu og öllu“ eftir
reglum og gjaldeyrislögum í starfsemi sinni, þar á
meðal við skuldabréfakaup dótturfélags Samherja
á Spáni af móðurfélaginu. Félagið keypti bréfin í
lok febrúar fyrir 2,4 milljarða króna. „Við tókum
þátt í útboði Seðlabankans og unnum að þessum
málum með okkar viðskiptabanka, sem síðan upp-
lýsti Seðlabankann um allar hliðar málsins,“ segir
Þorsteinn Már. Hann er gestur í nýjasta þætti
Klinksins, þætti um efnahagsmál og viðskipti,
á viðskiptavef Vísis. Í honum fer Þorsteinn ítar-
lega yfir starfsemi Samherja og áhrif breytinga á
stjórn fiskveiða á sjávarútveginn í heild.
- MH
Iceland Express tapaði tæpum
þremur milljörðum króna
Iceland Express tapaði um 2,7 milljörðum króna í
fyrra, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Fé-
lagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið
2011. Markaðurinn greindi frá því í mars að Eignar-
haldsfélagið Fengur, eigandi Iceland Express, hefði
afskrifað hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega
tvo milljarða króna í lok síðasta árs.
Fengur skilaði ársreikningi sínum fyrir árið 2010
28. mars síðastliðinn. Einu eignir þess félags sam-
kvæmt honum voru Iceland Express og breska flug-
félagið Astraeus, sem fór í slitameðferð í fyrra-
haust. Vegna hlutdeildar í afkomu dótturfélaga
sinna tapaði Fengur 1,5 milljörðum króna á árinu
2010 og eignarhlutir félagsins í þeim rýrnuðu úr því
að vera 3,3 milljarða króna virði í árslok 2009 í að
vera 486 milljóna króna virði í lok þess árs. Í áritun
endurskoðanda Fengs er vakin athygli á, án þess
að gera fyrirvara við, að atburðir sem áttu sér stað
eftir reikningsskil hafi valdið „því að rekstrarhæfi
félagsins sé brostið nema til komi nýtt eigið fé eða
skuldum verði breytt í eigið fé“. Samkvæmt upp-
lýsingum Markaðarins eru allar skuldir Fengs við
Nupur Holding SA í Lúxemborg, sem á allt hlutafé
þess í gegnum dótturfélagið Academy S.a.r.l. Eig-
andi Nupur Holding er Pálmi Haraldsson.
- ÞSJ