Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.04.2012, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is V iðskiptabankarnir fjór- ir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýri- vaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarn- ir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár láns- tímans. Íslandsbanki mun lík- lega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vin- sælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántak- endur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánun- um, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tíma- bilinu. Í svari Kristjáns Kristjáns- sonar, upplýsingaful ltrúa Landsbankans, við fyrir spurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mán- aðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýri- vöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarð- anir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endur- spegla þá þróun í þessum kjör- um. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsing- um frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjór- ir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fast- eignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breyti- legum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föst- um vöxtum fyrstu ár lánstím- ans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mik- ill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverð- tryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverð- tryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýr- ingu um óverðtryggð fast- eignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarfram- kvæmdastjóra viðskiptabanka- sviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkost- ur væri bestur þegar tegund af íbúða láni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo fram- vegis. Þá kom fram í fréttaskýr- ingunni að stilla mætti upp saman burði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteigna- lánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mán- uði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróun- ar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verð- bólgu. Fróðleiksmolinn | 2 11. apríl 2012 | miðvikudagur Dagatal viðskiptalífsins MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL ➜ Talningar úr Þjóðskrá ➜ Efnahagur Seðlabankans - hagtölur SÍ ➜ Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins ➜ Íslenski raforkumarkaðurinn - málþing fyrri hluti FIMMTUDAGUR 12. APRÍL ➜ Erlend staða Seðlabankans - hagtölur SÍ ➜ Ársfundur VIRK starfsendurhæfingarsjóðs ➜ Íslenski raforkumarkaðurinn - málþing seinni hluti ➜ Útboð ríkisvíxla ➜ Ársfundur Landsvirkjunar FÖSTUDAGUR 13. APRÍL ➜ Trúfélagsbreytingar ➜ Fiskafli í mars 2012 - Hagstofan ➜ Greiðslumiðlun - hagtölur SÍ ➜ Smásöluvísitala RSV ➜ Útboð ríkisbréfa ➜ Evrópufundaröð Alþjóðamálastofnunar MÁNUDAGUR 16. APRÍL ➜ Tryggingafélög - hagtölur SÍ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu ➜ Atvinnuleysi í mars 2012 ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir - hagtölur SÍ Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins Mánaðarleg raforkunotkun og álframleiðlsa Frá árinu 2002 til 2012 hefur mánaðarleg framleiðsla á áli í tonnum mælt aukist um tæp 200% en á sama tímabili hefur stórnotkun raforku í gígvatt- stundum aukist um 155%. Með stækkun álvera og tilkomu Alco Reyðaráls árið 2007 jókst framleiðsla á áli verulega og eins raforkunotkun til stóriðju. Á myndinni sést að framleiðsla á áli í tonnum hefur aukist umfram raforku- notkun til stórnotenda. Almenn raforkunotkun er ástíðabundin eins og myndin sýnir. Mest er notk- unin í desember og janúar ár hvert en minnst yfir sumartímann. Frá árinu 2002 til 2012 hefur almenn notkun í gígavattstundum aukist mánaðarlega um 30%. Gróflega áætlað nota vélasalir Google um 400 gígavattstundir á ári sem samsvarar til mánaðarnotkunar í almennri notkun á Íslandi. * Almenn raforkunotkun: Sá sem kaupir raforku til eigin nota, en er ekki stórnotandi. * Stórnotkun: Notandi sem notar á einum stað a.m.k. 14 MW afl með árlegum nýtingar- tíma í 8000 stundir eða meira. Fjöldi nýskráðra bíla eftir mánuðum 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 250 200 150 100 50 0% ■ Framleiðsla á áli ■ Raforkunotkun - Almenn notkun ■ Raforkunotkun - Stórnotkun 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1995 2000 2005 2010 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS SKOÐA NÁNAR: http://data.is/HESEcs HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS SKOÐA NÁNAR: http://data.is/Inqy69 SJÓNVARPFRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐÚTVARP - oft á dag ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI Stýrivextirnir bíta á óverðtryggðu lánin Viðskiptabankarnir hafa allir hækkað vexti óverðtryggðra lána í kjölfar stýrivaxta- hækkunar í mars. Tveir bankar hafa hækkað vexti óverðtryggðra lána með föstum vöxtum í nokkur ár og sá þriðji mun líklega brátt gera það sama. FASTEIGNIR Meiri hluti nýrra lántakenda fasteignalána hjá viðskiptabönkunum hefur tekið óverðtryggð lán síðustu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEXTIR ÓVERÐTRYGGÐRA FASTEIGNALÁNA BANKANNA Banki Lán með breytilegum vöxtum Lán með föstum vöxtum Arion banki - 6,95% en voru 6,45% Íslandsbanki 5,65% en voru 5,40% 6,20% í 3 ár - óbreyttir en líklegir til að hækka Landsbanki 6,15% en voru 5,90% 6,65 í 3 ár og 6,85% í 5 ár - voru 6,40% og 6,60% MP banki 5,65% en voru 5,40% -

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.