Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 18

Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 18
 | 4 11. apríl 2012 | miðvikudagur VIÐTAL Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is S igurður Arnar Sigurðsson, sem hefur verið forstjóri Húsasmiðjunnar frá því snemma árs 2010, segir síðustu ár hafa verið rússíbanareið. „Þegar ég var kall- aður að þessu verkefni í ársbyrjun 2010 taldi ég að það myndi líklega taka um þrjú ár að reisa rekstur Húsasmiðjunnar við. Velta félags- ins hafði minnkað um 37% og við sáum að rekst- urinn var ekki að standa undir þeim samdrætti. Við stjórnendur fyrirtækisins réðumst því í að gera miklar breytingar á rekstrinum. Það fyrsta sem við gerðum var að ráðast í mjög stóra mark- aðskönnun til að kanna hvað það væri sem fólki líkaði við okkar vörumerki og hvað ekki. Við bjuggum síðan til áætlun út frá þeim niðurstöð- um. Á sama tíma var ljóst að það þurfti að skera mikið niður.“ Yfirtökur juku skuldir Skuldir Húsasmiðjunnar hækkuðu mikið síðustu árin fyrir hrun, að mestu leyti vegna skuldsettra yfirtakna á fyrirtækinu. Eftir að Húsasmiðjan lenti í eigu kröfuhafa sinna var alls 11,2 millj- örðum króna breytt í nýtt hlutafé. Sigurður segir að kostnaðarlega séð hafi rekstur fyrirtækisins verið allt of þungur. „Húsasmiðjan fer í gegnum tvær skuldsettar yfirtökur á árunum 2004 og 2005. Þær gerðu það að verkum að skuldir fyrir- tækisins margfölduðust. Mér telst til að skuld- ir í árslok 2003 hafi verið rétt um 550 milljónir króna. Í árslok 2004 voru þær komnar upp í fimm milljarða króna. Í árslok 2005 voru þær komnar upp í 7,7 milljarða króna. Þetta eru skuldir sem eru tilkomnar út af þessum yfirtökum og höfðu lítið með rekstur eða starfsfólk Húsasmiðjunn- ar að gera. Þegar gengið hrundi síðan í efna- hagshruninu þá uxu þessar skuldir enn meira og fyrirtækið lenti í þeirri stöðu að vera komið með óviðráðanlega skuldastöðu.“ Himinhár leigukostnaður Samhliða hækkun skulda hrundi bygginga- vörumarkaðurinn og fastur kostnaður á borð við leigu, sem var að hluta tengd gengi erlendra gjaldmiðla, rauk upp. Þetta leiddi til þess að Húsasmiðjan tapaði alls 1,3 milljörðum króna frá byrjun árs 2009 og fram á rúmt mitt ár 2011. Að sögn Sigurðar þurfti að skera niður á öllum sviðum til að snúa þessari þróun við. „Frá árinu 2008 höfum við fækkað starfsfólki um tæplega 50% og að auki hafa starfsmenn tekið á sig launa- lækkun. Við höfum velt við öllum steinum til að lækka hjá okkur kostnað. Við reyndum að skera niður breytilega kostnaðinn eins og við mögu- lega gátum og réðumst síðan markvisst á fasta kostnaðinn. Stærsti hluti hans var leigukostn- aður, sem var algjörlega að sliga fyrirtækið.“ Áætlaður leigukostnaður Húsasmiðjunnar á árinu 2011 var rúmlega milljarður króna, sem var um 8% af veltu fyrirtækisins. Til að átta sig á því hversu mikið leigukostnaðurinn hafði hækkað sem hlutfall af veltu þá var hann um 4% árið 2007. Sigurður segir að nánast útilokað sé að reka smásölufyrirtæki með svona háum leigukostnaði. „Við höfum ráðist í það í tveimur lotum að endursemja við alla okkar leigusala og fá þá að borðinu til að gera fyrirtækið rekstrar- hæft. Við teljum okkur vera komna með viðun- andi stöðu eftir þær samningslotur.“ Bygma keypti Bygma gekk frá kaupum á Húsasmiðjunni í des- ember 2011. Kaupverðið var um 800 milljónir króna auk þess sem keðjan tók yfir um 2,5 millj- arða króna skuld. Í kjölfarið var stofnað nýtt félag utan um rekstur, skuldir og skuldbinding- ar fyrirtækisins. Húsasmiðjan varð síðan formlega hluti af Búin að vera rússíbana FORSTJÓRINN „Húsasmiðjan fer í gengum tvær skuldsettar yfirtökur á árunum 2004 og 2005. Þær gerðu það að verkum að skuldir fyrirtækisins margfölduðust. Mér telst til að s voru þær komnar upp í fimm milljarða króna. Í árslok 2005 voru þær komnar upp í 7,7 milljarða króna. Þetta eru skuldir sem eru tilkomnar út af þessum yfirtökum og höfðu lít Sigurðsson. Húsasmiðjan hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó á síðustu árum. Fyrirtækið hefur farið frá því að vera rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1956, í að vera orðið formlegur hluti af dönsku byggingavörukeðj- unni Bygma. Í millitíðinni gekk það í gegnum tvær skuldsettar yfirtökur sem skiluðu því undir yfirráð banka. Þegar langt var liðið á söluferli Húsasmiðjunnar, og farið var að glitta í sam- komulag við Bygma, hljóp snurða á þráðinn. Ríkisskattstjóri tilkynnti fyrir- tækinu að það skuldaði yfir 700 milljónir króna í skatta sem rekja mátti aftur til þeirra skuldsettu yfirtakna sem fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar höfðu ráðist í. Vaxtagjöld þessara lána höfðu verið dregin frá tekjum og því ekki verið hluti af skattstofni. Þetta taldi embætti Ríkisskattstjóra að væri ekki löglegt. Sigurður segir þetta hafa sett söluferlið í mikið uppnám og hafa verið gríðar- lega erfitt. „Það kom bréf frá Ríkisskattstjóra rétt fyrir síðustu áramót til okkar eins og margra annarra fyrirtækja þar sem verið var að setja fram túlkun sem gekk þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Við fengum í kjölfarið sendan reikning upp á rúmar 700 milljónir króna. Það er alveg ljóst að þetta setti mjög mikið strik í reikninginn í öllu söluferlinu og setti kaupendur í óvissu. Svona mál eru þess eðlis að það þarf að kæra úrskurðinn og það getur tekið langan tíma að fá niðurstöðu. Það frestar samt ekki greiðsluskyldunni heldur þarf að borga strax. Því var eina leiðin fyrir okkur að taka þetta mál í raun út fyrir sviga.“ Með því að taka málið út fyrir sviga var ákveðið að setja rekstur Húsasmiðj- unnar á nýja kennitölu en láta söluandvirði fyrirtækisins sitja eftir á þeirri gömlu til að mæta skattaskuldinni. Að sögn Sigurðar stóð aldrei til að skipta um kennitölu fyrr en bréf Ríkisskattstjóra barst. „Áætlunin snerist alltaf um að selja fyrirtækið eins og það var en vegna þessarar óvissu sem kom upp var ákveðið að fara þessa leið.“ Vorið 2011 réðst Samkeppniseftirlitið í margháttaðar aðgerðir, meðal annars húsleit og símhleranir, vegna gruns um að Húsasmiðjan og tveir sam- keppnisaðilar hennar hefðu gerst sek um samkeppnislagabrot. Sigurður segir málið enn í skoðun hjá eftirlitinu og beðið sé niðurstöðu þess. „Við töldum okkar vera búna að taka mjög vel á okkar verkferlum strax og ég kom að fyrirtækinu og teljum að okkar hlutur í þessu máli sé minni en efni og umfang sagði til um í upphafi. Menn reiddu hátt til höggs. Eins og þetta snýr að okkur þá teljum við að þetta snúist fyrst og fremst um framkvæmd verðkannana sem við höfum gert hjá okkar samkeppnisaðilum. En við tókum það að sjálfsögðu mjög alvarlega þegar húsleit átti sér stað og hertum enn frekar á framkvæmd þessara kannana þannig að við teljum okkur vera að vinna í samræmi við lög og reglur og höfum alltaf lagt áherslu á það.“ Hann segir bæði þessi mál, rannsókn Samkeppniseftirlitsins og endurálagn- ingu Ríkisskattstjóra, eðlilega vera óþægileg fyrir fyrirtæki sem er að reyna að skapa sér nýtt upphaf. „Auðvitað er þetta óþægilegt. En það er búið að taka frá peninga til að greiða skattaskuldina og sektir ef einhverjar verða. Það er búið að fara í gegnum alla vinnuferla og við teljum okkur vera að vinna að fullu í samræmi við lög og reglur. Við verðum bara að klára þessi fortíðarmál, horfa fram á veginn og einbeita okkur að því að takast á við þá samkeppni sem er fram undan á markaðinum.“ ÞURFTUM AÐ TAKA MÁLIN ÚT FYRIR SVIGA FORMLEGT Húsasmiðjan varð formlega hluti af Bygma í lok mars síðastliðins. H Sigurður Arnar og Peter Christiansen, eigandi og stjórnarformaður Bygma, við þ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.