Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 19

Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 19
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara 25 frábær fermingartilboð sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Vertu vinurSími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Lokað á laugard. 7. apríl Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.- Það er frábært að geta sameinað hagfræðina og reynsluna úr fjár-málageiranum við ævintýrin úr ferðaheiminum,“ segir Björk Kristjáns- dóttir, en hún hafði leitt hópa ferða- fólks upp jökla og niður ár, verið í björg- unarsveit, útskrifast sem hagfræðing- ur og starfað sem þjónustufulltrúi á fyrirtækjasviði í banka, þegar hún var fengin til að hjálpa til við undirbúning nýs gistiheimilis á Laugaveginum fyrir þremur árum. „Ég varð atvinnulaus eftir bankahrun- ið og var fengin til að hjálpa til í bók- haldinu. Hlutirnir undu upp á sig og þeg- ar við opnuðum Reykjavík Backpackers í júní 2009 varð ég framkvæmdastjóri fyrirtækisins,“ segir Björk og finnst ekki erfitt að vera bundin við skrifborðið. „Nei, ég var búin að vera dugleg að ganga á fjöll og ferðast bæði innanlands og utan. Svo fótbrotnaði ég í fjallgöngu árið 2009 og þurfti að vera þrjá mánuði í gifsi hvort sem var. Svo varð ég ólétt og eignaðist strák sem er rúmlega eins árs í dag en nú er á áætlun að ganga mig í form aftur. Annars er bara svo æðislega gaman í vinnunni að ég hef engan tíma haft til að velta því fyrir mér hvort ég sé að missa af einhverju,“ segir Björk hlæj- andi en Reykjavík Backpackers hefur vaxið hratt og breyst frá því að vera eingöngu gistiheimili, í ferðaskrifstofu, upplýsingamiðstöð og bar. „Við eigum núna allt húsið og opn- uðum hér á síðasta ári Tourist Info og barinn. Við seljum líka ferðir héðan um allt land og til Grænlands og höfum nóg að gera. Ferðamannatraffíkin í ár er þegar komin á skrið eftir veturinn og hefur þést síðustu vikurnar. Það er frábært að komið sé svona mikið líf í ferðaþjónustuna þetta snemma,“ segir Björk enda sé landið gott heim að sækja á þessum tíma. „Þetta er góður tími til jökla- og fjalla- ferða. Eftir því sem ég sjálf ferðast meira til útlanda, þeim mun æðislegra finnst mér Ísland, sérstaklega á vorin og sumr- in. Þá tími ég ekki að fara neitt annað.“ HAGFRÆÐINGUR OG FERÐAFUGL DRAUMASTARFIÐ Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Back- packers, sameinar áhugamálin í vinnunni. GAMAN Í VINNUNNI Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Backpackers, segir vorið góðan tíma til að ferðast um Ísland. MYND/GVA MUNIÐ HJÁLMINN Nú er að hefjast reiðhjólatímabil hjá börnum og ung- lingum. Mikilvægt er að nota hjálm og að hann sé prófaður af viðurkenndri stofnun og merktur með CE-merki. Hann skal vera léttur og með loftopum og hafa stillanlegt hökuband og spennu sem auðvelt er að opna og loka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.