Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 20
FÓLK|FERÐIR
DANSpúl 20+
Langar þig að dansa og koma þér í gott líkamlegt form?
Framundan er fjölbreytt og skemmitlegt 6 vikna dans og púl námskeið fyrir 20 ára og eldri.
Áhersla á alhliða líkamsþjálfun, samhæfingu, jazzdans og dansgleði.
Tímabil: 16. apríl – 23. maí
Tímar á mánudögum kl. 19:40 og miðvikudögum kl. 20:20
Kennarar: Arna Sif Gunnarsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir.
Verð 16.500 kr.
Frír aðgangur að tækjasal JSB meðan á námskeiði stendur
Skráning er hafin í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is
Vornámskeið
hjá DANSSTUDIO JSB
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Nýtt námskeið
hefst 16. apríl!
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
Íslensk
framleiðsla
Mósel
30% afsláttur af völdum sófum
H Ú S G Ö G N
Basel
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl.11-16
Sunnudaga lokað
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Upplifunin er frábær og allir alsælir og ánægðir á flækingsfætinum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, eigandi Ferða-
klúbbsins Flækjufótar, sem hún stofnaði í
félagi við vinkonu sína, Helgu Jóhannsdóttur,
sumarið 1994. Ferðaklúbburinn hefur að
markmiði að ferðast með hreyfihamlaða.
Sigríður á hreyfihamlaðan son og segist
upphaflega hafa kynnst ferðaglöðum og fötl-
uðum einstaklingum í gegnum hann.
„Þá uppgötvaði ég að þrátt fyrir mikinn
ferðahug einstaklinga sem bundnir eru við
hjólastól höfðu þeir nánast enga möguleika
til hópferða, hvorki hér innanlands né utan.
Ég vildi því gefa þeim raunhæfan kost á að
ferðast um land sitt og út fyrir landsteinana
saman,“ segir Sigríður.
Fyrsta ferð Flækjufótar var farin norður
Kjöl og til Egilsstaða 1994, en í þá ferð fóru
fimmtán manns í hjólastólum. Þeir voru
teknir úr stólum sínum og bornir inn í rút-
una, en hjólastólarnir settir í kerru.
„Í kjölfarið kynntist ég rútubílstjóra sem
var til í að setja lyftu í rútuna sína og það
breytti öllu fyrir þá hreyfihömluðu sem gátu
loks ferðast um landið í hjólastólum sínum,“
segir Sigríður.
Ferðaklúbburinn Flækjufótur hefur frá
stofnun farið árvisst á flæking með hreyfi-
hamlaða og stundum tvær til þrjár ferðir á
ári.
„Frá fyrstu tíð höfum við ferðast með
fullan bíl og farið ótroðnar slóðir. Þar má
telja ferðir upp á Látrabjarg, inn að Öskju, í
Kverkfjöll, upp á jökla og yfir Sprengisand.
Hvarvetna höfum við mætt mikilli velvild
og einstökum móttökum þar sem allt hefur
verið lagað að þörfum fatlaðra eins og hægt
hefur verið á stuttum tíma.“
Á nýliðnum árum hefur Flækjufótur
aðallega flækst til útlanda. Farið var með
Norrænu og öll Norðurlöndin heimsótt, og
einnig farið til Færeyja, Þýskalands og Ítalíu.
Í september stendur til að fara til Týról í
Austurríki og skoða Alpana eftir því sem
hægt er að komast með hjólastóla í kláfum.
„Við ætlum í sannkallaða alparósaferð og
eigum enn fáein laus sæti. Í ferðirnar fara
að lágmarki 25 manns og að hámarki 35, því
einstaklingar í hjólastól þurfa aðstoðarmann
með sér. Allt er það unnið í sjálfboðavinnu
enda meiri háttar gefandi og gaman að geta
látið draumana rætast,“ segir Sigríður.
Ferðaklúbburinn Flækjufótur er á Face-
book undir Flækjufótur Ferðaklúbbur. Hafa
má samband við Sigríði í síma 898 2468.
ALLIR VEGIR
FÆRIR
FERÐAGLEÐI Ferðaklúbburinn Flækjufótur fer
ótroðnar slóðir með ferðalanga sem þrá að ferðast
um heiminn en komast ekki um hann hjálparlaust.
HUGSJÓNAKONA
Sigríður Kristinsdóttir er
eigandi Ferðaklúbbsins
Flækjufótar. Öllum er
velkomið að ferðast
með klúbbnum.
MYND/VALLI
LÁTRABJARG
Mikil upplifun var fyrir
ferðafólkið að kynnast
hrikalegri náttúrunni og
fuglalífinu í Látrabjargi.
MYND/REYNIR KRISTÓFERSSON
SVEITASÆLA
Í Vigur í Ísafjarðardjúpi var hjólastólunum
komið fyrir uppi á gömlum heyvagni og
ferðalöngunum ekið um eyjuna í traktor.
MYND/REYNIR KRISTÓFERSSON
ÆVINTÝRI
„Ég vildi gefa
hreyfihömluðum
raunhæfan kost
á að ferðast um
landið sitt og út
fyrir landsteinana
saman.“