Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 32

Fréttablaðið - 11.04.2012, Page 32
 | 6 11. apríl 2012 | miðvikudagur NÝSKÖPUN Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is A rion banki mun kynna Startup Reykjavík, nýtt frumkvöðla setur sitt, á Sprotaþingi Ís- lands næstkomandi föstudag. Setrið, sem er hluti af Global Acceleration Network, er sett á fót í samvinnu við Innovit og Klak. Fyrirmynd þess er er- lend og samkvæmt upplýsingum frá bankanum hefur svona lagað ekki verið gert á Íslandi áður. Startup Reykjavík á að standa yfir í þrjá mánuði yfir sumar- tímann (frá byrjun júní og út ágústmánuð). Umsóknarfrest- ur til að taka þátt er til 7. maí næstkomandi. Úr hópi umsækj- enda verða valin tíu viðskipta- teymi sem munu fá tvær millj- ónir króna í hlutafé frá Arion banka gegn allt að 6% hlutdeild í fyrirtækinu. Yfir 20 leiðbein- endur úr ólíkum áttum úr ís- lensku viðskipta- og athafna- lífi munu veita þjálfun á meðan Startup Reykjavík stendur yfir. Arion banki mun auk þess sjá þeim sem munu taka þátt í verk- efninu fyrir húsnæði á meðan það stendur yfir. Á lokadegi þess munu teymin síðan fá tækifæri til að kynna sig fyrir fjárfestum. Arion hefur skuldbundið sig til að bjóða upp á verkefnið oftar en einu sinni. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur frumkvöðla- og ný- sköpunarmála hjá Arion banka og umsjónarmaður verkefnis- ins, segir hugmyndina vera þá að tengja betur einkafjármagn við frumkvöðla. „Þetta eykur stuðn- ings einkafjármagns við frum- kvöðlaumhverfið og þar með verður vistkerfi frumkvöðla mun sterkara fyrir vikið. Verkefnið er framlag okkar til að gera hluti sem raunverulega skipta máli.“ Spurður um hvaða hag Arion banki hafi af verkefninu nefnir Einar Gunnar þrenns konar ávinning. „Í fyrsta lagi samræmist þetta stefnu bankans um að vera fyrsti valkostur hjá bæði frumkvöðlum og fjárfestum. Í öðru lagi ætlar Ætlar að fjárfesta í frumkvöðlastarfsemi Stóru bankarnir þrír bjóða allir upp á vettvang til að styðja við frumkvöðlastarf- semi. Landsbankinn og Íslandsbanki hafa boðið upp á aðstöðu, styrki og ráðgjöf. Arion ætlar nú að bjóða upp á að gerast meðfjárfestir í verkefnum. AÐSTAÐA Bankarnir hafa meðal annars boðið frumkvöðlum upp á aðstöðu til að vinna að hugmyndum sínum. Með Startup Reykjavík mun Arion fyrstur íslensku bankanna bjóða upp á vettvang þar sem bankinn leggur fram fjármagn gegn hlutdeild í frumkvöðlafyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsbankinn hefur það yfirlýsta markmið að vera leiðandi aðili í að blása nýju lífi í íslenskt atvinnulíf og hefur meðal annars lagt áherslu á nýsköpun í þeim efnum. Um mitt ár 2011 setti bankinn á fót Nýsköpunar- þjónustu. Samkvæmt heimasíðu hennar er boðið upp á ráðgjöf sem tengist starfsumhverfi fyrirtækjanna, leitast er við að leiða saman aðila sem gagnast hver öðrum, efla tengsl bankans við markaðinn og þróa þjónustu hans með þarfir frumkvöðla í huga. Áður hafði bankinn efnt til opinna funda á níu stöðum um land allt til að leita að tækifærum til að fjármagna hugmyndir, með höfuðáherslu á nýsköpun. Bankinn gerist þó hvorki áhættufjárfestir né otar lánum að ungum fyrirtækjum. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að sú afstaða byggi á þeirri sýn hans að lánsfé sé ekki það þolinmóða fjármagn sem fyrirtæki á fyrstu stigum þarfnast. „Þó býður Landsbankinn viðskiptavinum, sem eru með góða viðskiptahugmynd og vilja vinna að nýsköpun, upp á nýsköpunarlán, sem er skammtímafjármögnun, allt að 750 þúsund krónur, og er á hagstæðari vaxta- kjörum en hefðbundin yfirdráttarlán.“ Umrædd lán eru meðal annars ætluð til kaupa á tækjum og hugbúnaði, þátttöku á námskeiðum, kaupum á sérfræðiþjónustu og þátttöku á vörusýningum. Landsbankinn hefur þegar lánað út rúmlega sex milljónir króna undir þessum hatti síðan nýsköpunarlánin voru fyrst auglýst og tæplega 60 aðilar hafa nýtt sér ráðgjafaviðtöl hjá nýsköpunarsér- fræðingi bankans eða fyrirtækjasérfræðingum hans. Landsbankinn er einnig meginbakhjarl og samstarfs- aðili Atvinnu- og nýsköpunarhelga Innovit. Alls hafa fjórar slíkar verið haldnar það sem af er vetri, yfir 200 þátttakendur hafa tekið þátt í þeim og sem stendur er unnið að framgangi meira en 50 viðskiptahugmynda. Næsta nýsköpunarhelgi verður haldin á Akranesi 27. apríl næstkomandi. Bankinn er líka styrktaraðili Gulleggsins, frumkvöðlakeppni Innovits. Þá rekur bankinn Samfélagssjóð sem veitir nýsköpun- arstyrki upp á samtals 15 milljónir króna til að gefa frum- kvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru og þjónustu. Hann hefur einnig skrifað undir sam- starfssamning við Svanna – lánatryggingasjóð kvenna, sem er í eigu tveggja ráðuneyta og Reykjavíkurborgar, um að veita konum í atvinnurekstri lán sem sjóðurinn og bankinn ábyrgjast sameiginlega til helminga. Lands- bankinn stofnaði einnig Þróunarsjóð ásamt iðnaðarráðu- neytinu til að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi. Sjóðurinn, sem styrkir þróun verkefna sem hægt er að sinna utan háannatíma í ferðaþjónustu, á um 70 millj- ónir króna sem úthlutað verður í tveimur úthlutunum. LANDSBANKINN ÆTLAR AÐ VERA LEIÐANDI Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka hefur hann lagt áherslu á að styrkja frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg, enda hefur bankinn byggt upp sérþekkingu á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. Markmið styrkjanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum tveimur sviðum. Á þessum grunni veitti Íslandsbanki sprotafyrirtækinu GÍRÓ þriggja milljóna króna styrk til að þróa aðferð og smíða mælitæki sem getur allt í senn mælt hita, þrýsting, stefnu og halla borhola við allt að 400°C. Slíkt tæki er ekki til á markaðnum sem stendur. Þá styrki bankinn menntastofn- anir innan íslenska sjávarklasans um fimm milljónir króna. Í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins segir að styrkurinn hafi verið ætlaður til „að efla samstarf um námsframboð og marka stefnu og framkvæmdaáætlun um hvernig laða megi ungt fólk að menntun á þessu sviði“. Íslandsbanki opnaði einnig viðskiptasetrið Kvosina í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands í húsnæði bankans við Lækjargötu árið 2009. Þar fá einstaklingar og hópar aðstöðu til að vinna að viðskiptahugmyndum og stofna fyrirtæki undir faglegri umsjón sérfræðinga Impru á Nýsköp- unarmiðstöð. Alls hafa um 80 fyrirtæki nýtt sér þessa aðstöðu frá stofnun Kvosarinnar. Þá hafa Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni háskólinn við Háskólann í Reykjavík staðið fyrir námskeiði fyrir frumkvöðla og frumkvöðlasamkeppni fyrir konur. Bankinn greiddi þar helming nám- skeiðsgjaldsins. Á námskeiðinu fengu þátttakendur m.a. kennslu í stofnun fyrirtækja, stefnumótun, markaðsgreiningu, fjármálum og samningatækni. Þetta skilaði 30 viðskiptaáætlunum og tóku þær fimm sem metnar voru bestar þátt í keppni um bestu áætlunina. Höfundur bestu áætlunarinnar, Volki, hlaut svo tveggja milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. LEGGUR ÁHERSLU Á ORKU OG SJÁVARÚTVEG Arion sér að vera virkt tannhjól í því að auka verðmætasköpun á Íslandi. Í þriðja lagi vonumst við síðar til að þetta skili okkur, til lengri tíma, fleiri og betri við- skiptavinum. Þetta er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Global Accelerator Network er net rekið af Techstars í Banda- ríkjunum sem nær víða um heim. Einar Gunnar segir aðgengi ís- lenskra frumkvöðla að netinu opna ýmsa möguleika fyrir ís- lenska frumkvöðla. „Það opnar möguleikann á því að vera ann- ars vegar að hitta sambærileg fyrirtæki sem eru að vinna að svipuðum hlutum og frumkvöðl- arnir sjálfir, meðal annars með samstarf í huga, og hins vegar upp á að hitta og kynna sig fyrir erlendum fjárfestum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.