Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 46
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR26
BESTI BITINN Í BÆNUM
- getur m.a. hjálpað ef þú finnur fyrir:
Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi
Aumum hælum
Beinhimnubólgu
Verkjum í iljum
Þreytuverkjum og
pirring í fótum
Verkjum í hnjám
Verkjum í baki eða
mjöðmum
Hásinavandamálum
Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson
og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar
GÖNGUGREINING
KAUPTHING MANAGER SELECTION
Société d'Investissement à Capital Variable
14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG
R.C.S. Luxembourg B 72.942
(the „Sicav“)
ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS
The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of KAUPTHING MANAGER SELECTION to attend
the annual general meeting to be held at the registered office of the Sicav on 30 April 2012 at 11.00 a.m. with the
following agenda:
1. Report of the Board of Directors and of the Independent Auditor
2. Approval of the financial statements as at 31 December 2011
3. Allocation of the results
4. Discharge to the Directors
5. Renewal of the mandate of the Independent Auditor
6. Statutory elections
7. Miscellaneous
The shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions
will be taken by simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the Sicav.
Shareholders, who wish to attend the annual general meeting, are requested to inform the Board of Directors
(Fax nr: +352 49 924 2501 – ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days prior to the annual general meeting.
„Snaps. Það eru tvö píanó inni
á staðnum svo það er alltaf góð
stemning. Svo skemmir ekki fyrir
að staðurinn er við hliðina á
mér, en ég mæli með öndinni.“
Anna Svava Knútsdóttir, leikari og hand-
ritshöfundur.
Tom Cruise er væntanlegur til landsins í júní
með tökuliði stórmyndarinnar Oblivion. Þetta
staðfesti Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi
hjá framleiðslufyrirtækinu True North, í frétt
á vef RÚV í gær.
Tom Cruise verður fimmtugur 3. júlí næst-
komandi og hyggst samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins halda upp á afmælið á Íslandi.
Sömu heimildir herma að vinum Cruise og
eigin konu hans, leikkonunnar Katie Holmes,
verði boðið í veisluna. Í þeim hópi eru m.a.
hjónin David og Victoria Beckham og Will og
Jada Pinkett-Smith.
True North heldur utan um tökulið Oblivion
hér á landi, en tökur fara að mestu fram uppi á
hálendi. Tom Cruise talaði um væntanlegt stór-
afmæli í viðtali í bandaríska sjónvarpsþættin-
um Extra í desember á síðasta ári. Þar sagðist
hann staðráðinn í að halda upp á áfangann
þrátt fyrir að þurfa eflaust að vinna á
afmælisdaginn. „Við höldum upp á þetta
einhvers staðar, þó að ég verði eflaust við
tökur á afmælisdaginn,“ sagði hann.
Ekki náðist í Leif hjá True North við
vinnslu fréttarinnar. - afb
Stórafmæli Tom Cruise á Íslandi
STÓRAFMÆLI Á ÍSLANDI Tom Cruise
er væntanlegur til landsins í júní
og hyggst halda upp á fimm-
tugsafmælið sitt hér á landi.
Vinum Cruise ku vera boðið til
veislunnar, en í þeim hópi eru
m.a. hjónin David og Victoria
Beckham.
„Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir
okkur,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann
hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New
York og heldur utan í haust.
Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk
sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar
í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handrita-
gerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig
fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu
ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höf-
undahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í
að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst
áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar,“ segir
Jörundur en námið er lágmark þrjú ár.
Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er
mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex
prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leik-
stjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson
hafa bæði lokið þessu námi við skólann.
Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það
fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að
óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamis-
muninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan
tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég
var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu,“ segir
Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu
að hann hefði komist inn.
Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru
Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörund-
ur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs.
„Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en
það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt
vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa
í New York þar sem skapandi orka blómstrar.“ - áp
Lærir leikstjórn í New York
KVEÐUR Í BILI Jörundur Ragnarsson leikari er kominn inn
í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð í
Columbia-háskólanum í New York og fer út í haust.
„Við lifum á tónlistinni. Það er
pottþétt draumur hvers tónlistar-
manns,“ segir Ragnar Þórhallsson,
annar söngvara hljómsveitarinnar
Of Monsters and Men.
Platan My Head Is an Animal
með Of Monsters and Men hefur
selst í um 55 þúsund eintökum frá
því að hún kom út í Bandaríkjunum
3. apríl, samkvæmt vefritinu Hits
Daily Double. Til að setja töluna í
samhengi þá greinir Reuters frá því
að nýjasta plata Madonnu hafi selst
í 46 þúsund eintökum á sama tíma-
bili, en hún kom út viku á undan
plötu Of Monsters and Men. My
Head Is an Animal situr nú í þriðja
sæti vinsældalista Itunes ásamt því
að vera ofarlega á sölulistum vef-
verslunarinnar Amazon.com.
„Þetta hljómar allt mjög vel, en
maður skilur samt ekki alveg hvað
þessar tölur þýða, þetta er svo
ótrúlegt,“ segir Ragnar. Hann var
staddur í rútu í grennd við Albany
í New York-ríki, ásamt öðrum með-
limum hljómsveitarinnar, þegar
Fréttablaðið hafði samband. Söng-
konan Nanna Bryndís Hilmars-
dóttir segir góða stemningu í hljóm-
sveitinni. „Við vorum orðin rosalega
þreytt eftir tónleikana í New York
en í gær fengum við dagsfrí sem
við eyddum uppi á hótelherbergi og
sváfum,“ segir hún, en hljómsveitin
hefur verið á ferðalagi um Banda-
ríkin frá 13. mars.
Uppselt hefur verið á alla 19 tón-
leikana og innt eftir því hvort þau
finni sjálf fyrir þessum miklu vin-
sældum svarar Ragnar því játandi.
„Þetta er allt mjög óraunverulegt.
Við erum beðin um eiginhandar-
áritanir og spilum fyrir fullu húsi
öll kvöld. Maður þarf að stoppa
reglulega til þess að klípa sig í
handlegginn,“ segir hann.
Of Monsters and Men heldur til
Evrópu í lok mánaðarins en fær sex
daga frí á Íslandi áður og að sögn
Ragnars og Nönnu hlakka þau öll
mikið til þess að komast heim. „Ég
hlakka til þess að borða eitthvað
annað en hamborgara,“ segir Nanna
Bryndís og Ragnar samsinnir því.
„Ég hlakka til þess að borða ýsu og
kartöflur og mömmumat. Hér er
voða fátt í boði þegar maður borð-
ar seint að nóttu til og á hálfgerðum
hlaupum.“ sara@frettabladid.is
atlifannar@frettabladid.is
RAGNAR ÞÓRHALLSSON: ÞETTA ER ALLT MJÖG ÓRAUNVERULEGT
Of Monsters and Men selur
55 þúsund plötur á viku
ÓTRÚLEG VELGENGNI Hljómsveitin Of Monsters and Men nýtur talsverðra vinsælda
í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hljómsveitin kom á dögunum fram í þættinum
Hoppus On Music á sjónvarpsstöðinni Fuse, þar sem þessi mynd er tekin.
NORDIPHOTOS/GETTY
Bandarískir notendur Twitter-samskiptasíðunnar hafa
verið einstaklega duglegir við að minnast á Of Monsters
and Men í tístum sínum undanfarna daga. Hundruð
færslna um hljómsveitina birtast á hverjum degi og
flestir dásama plötuna My Head Is an Animal. Leik-
konan Lea Michele, sem er þekktust fyrir hlutverk
sitt í þáttunum Glee, tísti um Of Monsters and Men
á dögunum og sagðist hafa hlustað á hljómsveitina
alla leiðina í vinnuna, á tökustað Glee.
GLEE-STJARNA Í AÐDÁENDAHÓPNUM