Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is Lyftarar veðrið í dag 23. apríl 2012 94. tölublað 12. árgangur FASTEIGNIR.IS23. APRÍL 201216. TBL. Stakfell fasteignasala kynnir glæsilegar íbúðir að Vatnsstíg 16-18 með opnu húsi í dag. Húsið er hæsta íbúðarhús á land-inu og er gríðarlega gott útsýni út á sundin blá af öllum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, gólfplötur eru ein-angraðar til aukinnar hljóðein-angrunar. Gólf í baðherbergi og þvottahúsi verða flísalögð. Aðrir gólffletir í íbúðum afhendast án gólfefna. Hitalögn verður í gólfi á aðalbaðherbergi. Um er að ræða þægindahita en ekki upphitun. Full lofthæð í íbúðum verð-ur um 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Allar inn-réttingar eru sérsmíðaðar af GKS með granít-borðplötum og er hægt að velja um fjórar mis-munandi áferðir. Eldhústækin eru frá Miele, span helluborð og Elica eyjuháfar. Efstu íbúðirnar eru með arni. Þegar eru margar fyrirspurnir komnar. Sölumenn Stakfells gefa allar nánari upp-lýsingar. Nýjar íbúðir í hjarta borgarinnar Húsið er hæsta íbúðarhús á landinu og er gríðarlega gott útsýni út á sundin blá af öllum hæðum. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson sölufulltrúi og lögg. leigumiðlari Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Anna Svala Árnadóttir sölufulltrúi Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Finndu okkur á Facebook KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Þrastarhöfði – 270 Mosfellsbær Skeljatangi - 270 Mosfellsbær Sólvallagata 84 - 101 ReykjavíkMjög gott og fallega innréttað 183,8 m2 skrifstofuhús- næði á 1.hæð við Sólvallargötu 84 í Reykjavík. Hús- næðið skiptist í móttöku/hol, 6 rúmgóðar skrifstofur, eldhús, salerni og þvottahús. Linoleumdúkur á gólfum. Glerveggir stúka af skrifstofurýmin. Kerfisloft og góð lýsing. Sameiginleg bílastæði eru fyrir framan húsið. Eignin er laus til afhendingar strax. V. 29,5 m. Glæsilegt 240 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á glæsilegri lóð. Húsið skiptist í stóra stofu/borðstofu, opið eldhús, stórt baðherbergi, þrjú rúmgóð barnaherbergi, stórt hjónaherbergi með sér baðherbergi, þvottahús og 44 m2 bílskúr. Glæsilegar inn-réttingar og falleg gólfefni. Lóðin er mjög snyrtileg með fallegri verönd. Eignin er laus til afhendingar strax. Ýmis skipti mögulegV 76 9 *NÝTT Á SKRÁ* Mjög fallegt 197,1 m2 einbýlis-hús með innbyggðum bílskúr á fallegum útsýnisstað við Skeljatanga í Mosfellsbæ. Eigninskiptist í forstofu fjö 3ja herbergja íbúð. Nýsprautulökkuð innrétting í eldhúsi. Nuddhornbaðkar á baði. Verð 15,9 m. Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali Auður Kristinsd.Sölufulltrúi audur@fasteignasalan.is OPI Ð H ÚS Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá! Mávahlíð 7, RisOpið hús mánudaginn kl. 17.30 – 18.00 Save the Children á Íslandi B orðið Playble hannaði HelgaBjörg Jónasdótti E KUR MEÐ HÚSGAGN HÖNNUN Helga Björg Jónasdóttir vöruhönnuður sýnir nýjasta verk sitt á hönnunarmessunni í Mílanó þessa dagana, borðið Playble MÖGULEIKAR Undir borðplötunni leynist krítar-tafla og með því að breiða teppi yfir borðið má breyta því í hús. LIST Í RÁÐHÚSIÍ næstu viku, eða dagana 3. – 7. maí, verður haldin stórsýning á íslensku handverki, list- iðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Margir þekktir listamenn sýna verk sín en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er haldin að vori. Mesta úrval landsins af rafgeymum í all LYFTARARMÁNUDAGUR 23. APRÍL 2012 KynningarblaðGaffallyftarar, dísel- og rafmagnslyftarar, sérhannaðir lyftarar og vöruhúsatæki. iskurinn Mánudags Fáðu uppskriftina á gottimatinn.is 23. – 25. apríl Gull á CenterHotel Klöpp GREITT FYRIR GULLIÐ Á STAÐNUM! DÓMSTÓLAR Landsdómur kveður í dag upp dóm sinn yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra. Dómur verður upp kveðinn í Þjóðmenningarhúsinu klukkan tvö. Alþingi gaf út ákæru í sex liðum á hendur Geir fyrir það sem hann gerði, eða lét vera að gera, í aðdraganda hruns íslensku bankanna haustið 2008. Lands- dómur vísaði tveimur ákærulið- um frá dómi. Ákæruliðirnir fjórir sem eftir standa snúa að meintri vanrækslu Geirs á tímabilinu frá febrúar til októberbyrjunar 2008. Sýnt verður beint frá dómsupp- kvaðningunni á báðum sjónvarps- stöðum, Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu fyrir dómi í öllum ákærulið- um. Brotin sem Geir er sakaður um varða tveggja ára fangelsi hið mesta, en Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór ekki fram á svo þunga refsingu við flutning málsins fyrir Landsdómi og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refs- inguna verði Geir fundinn sekur. Aðalmeðferð málsins tók tvær vikur, en hún hófst 5. mars síðast- liðinn. - óká / sjá síðu 8 Landsdómur fellir í dag dóm yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra: Eðlilegt að skilorðsbinda refsingu LÖGREGLUMÁL Nær helmingur þol- enda kynferðisbrota sem leitaði til Aflins á Akureyri á síðasta ári voru karlmenn. Alls leituðu 12 karlar og 14 konur til samtakanna í fyrra, að því er fram kemur í ársskýrslu. Starfsmenn Aflsins, sem eru sam- tök gegn kynferðisofbeldi, tóku 685 einkaviðtöl á árinu, en þau voru 427 árið 2010. Viðtölum fjölgaði því um rúm 60 prósent á milli ára. Gerendur eru karlmenn í flestum tilvikum, en Anna María Hjálmars- dóttir, formaður Aflsins, segir þol- endur af báðum kynjum hafa leit- að til samtakanna vegna kvenkyns gerenda. Hún segir hlutfall karla sem leiti til þeirra hafa aukist jafnt og þétt milli ára. „Gerendurnir eru í flestum til- vikum karlmenn, en ekki öllum,“ segir hún. „Ég held að fólk sé að viðurkenna það meira og meira að gerendur geti verið af báðum kynj- um.“ Ekki er algengt að karlarnir leiti til lögreglunnar í kjölfar viðtals og aðstoðar hjá Aflinu, en Anna María segir það þó koma fyrir í undan- tekningartilvikum. Til samanburðar voru karlar 11,5 prósent þeirra sem leituðu til Stíga- móta í fyrra, eða 32 af 278. Aflið tekur á móti einstakling- um af öllu landinu, en langstærst- ur hluti þeirra sem leita til sam- takanna koma frá Akureyri og nágrenni. Anna María segir meira um að konur leiti sér aðstoðar vegna nýrra mála en karlar. Á milli áranna 2007 og 2011 hefur nýjum málum fjölg- að um 466 prósent. Ekki hafa verið teknar saman tölur um heildar- fjölda þeirra einstaklinga sem hafa leitað til Aflsins vegna kynferðis- brota. Samtökin voru stofnuð árið 2002 í kjölfar tilraunaverkefnis Stígamóta. Hundrað kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar á Akureyri á árunum 2009 til 2011. Þar af voru þrjú fórnarlambanna karlmenn. Fimm brot hafa verið kærð það sem af er ári og eru fórnarlömbin í öllum tilvikum konur. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir kynjahlutfall þeirra þolenda sem leiti til Aflsins því ekki endurspeglast í þeim málum sem koma inn á borð til lögreglunnar. „Skýringin er sú að í flestum til- vikum er um að ræða karlmenn sem eru nú að leita sér aðstoðar vegna þess að þeir voru kynferðislega mis- notaðir í æsku,“ segir hann. „Og í langflestum tilvikum eru brotin löngu fyrnd og gerendurnir jafn- vel látnir.“ Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar kynferðisbrot á öllu Norðurlandi. - sv Karlar koma með fyrnd brot 12 karlar og 14 konur leituðu til Aflsins á síðasta ári vegna kynferðisbrota. Flestir leita sér aðstoðar vegna gamalla mála. Konur gerendur í sumum málum. 97 prósent kærenda kynferðisbrota á Akureyri eru konur. TRÚÐSLÆTI Í LAUGINNI Viðamikil dagskrá var í Laugardalslaug í gær á lokahátíð Barnamenn- ingarhátíðar í Reykjavík 2012. Sirkus Íslands kom fram í tvígang og lék meðal annars listir í nýrri þrautabraut barnalaugarinnar. Þá fór fram söngkennsla í sundi, boðið var upp á trommuhring og margvísleg tónleikaatriði þar sem klykkt var út með Pollapönki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN kærenda kyn- ferðisbrota til lögreglunnar á Akureyri á árunum 2009 til 2011 voru konur. LÖGREGLAN Á AKUREYRI 97% FÓLK Gyða Katrín Guðnadótt- ir sigraði Eskimo/Next-fyrir- sætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudag- inn var. Sigur- inn kom Gyðu Katrínu tölu- vert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppn- ina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðs- skrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reynd- um ljósmyndurum. - áp/sjá síðu 30. Gyða Katrín Guðnadóttir: Fer til New York í sumar GYÐA KATRÍN GUÐNADÓTTIR HLÝJAST SV-TIL Í dag má búast við NA- og A-áttum, víða 3-10 m/s en heldur hvassara við suðurströnd- ina. Norðan- og austantil verður fremur skýjað en léttara yfir sunnan- og vestanlands. Hiti allt að 10°C. VEÐUR 4 8 2 4 2 7 110 ára af- mæli fagnað Fimm skáldsögur Halldórs Laxness verða gefnar út á rafbók í tilefni dagsins. tímamót 16 Styttist í uppgjörið Man. Utd og Man. City munu mætast í hreinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. sport 26 Barlómur RE Sjálfstæðismenn tala eins og það jafngildi vist í Gúlaginu að fá ekki lengur að græða peninga á hvaða hátt sem er. í dag 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.