Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 6
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR6 Sunnudaga á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Aðalfundur Aðalfundur samtaka Psoriasis og exem- sjúklinga “Spoex” verður haldinn í sal actavis Dalshrauni 1, Hafnarfirði fimmtudaginn 26. apríl 2012 og hefst fundurinn kl.19.00 Dagskrá: Aðalfundarstörf Kaffiveitingar í boði Félagar fjölmennum 24 apríl 2012 – kl 20:00 Radisson Blu Saga Hotel v/Hagatorg, 107 Reykjavík Erindið verður flutt á ensku. Aðgangseyrir 500 kr. Skipuleggjandi: Christof.Leuze@leuze.de Andlát, framhaldslíf og endurholdgun Ný vitneskja: Fyrirlestur: Christopher Vasey Ferð þú með dósir og flöskur í endurvinnslu? JÁ 91,9% NEI 8,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú einhvern tímann sótt námskeið um fjármál? Segðu skoðun þína á visir.is SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur tekið tilboði Eimskips um rekstur Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs árin 2012 til 2014. „Tilboðið, við seinni opnun, hljóð- aði upp á 681 milljón króna,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar, en ganga á frá samningi um rekst- ur ferjunnar í vikunni. „Siglingar Herjólfs verða því óbreyttar í hönd- um Eimskips til 1. júní 2014,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Áætlaður verktakakostnaður er sagður hafa numið um 832 milljón- um króna og því hafi tilboð Eimskips verið um 18 prósentum undir því. Seinni opnun tilboða fór fram 13. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Alls buðu þrír í reksturinn, Eim- skip, Samskip og Sæferðir í Snæ- fellsbæ. Síðastnefnda fyrirtækið var jafnframt með tvö fráviksboð, þannig að alls voru fimm boð í reksturinn. - óká Vegagerðin gengur í vikunni frá samningi við Eimskip um rekstur Herjólfs: Tilboðið var 18% undir kostnaði Tilboð í rekstur Herjólfs Bjóðandi tilboð* hlutfall Sæferðir ehf. 903,2 108,6% Sæferðir ehf. (fráviksboð I) 855,8 102,9% Áætlaður kostnaður 831,8 100,0% Sæferðir ehf.(fráviksboð II) 772,0 91.0% Samskip hf., Reykjavík 755,1 90,8% Eimskip Íslands ehf., Reykjavík 681,0 81,9% *milljónir króna. Heimild: Vegagerð Íslands. DANMÖRK Fjórir menn, þar af þrír núverandi og fyrrverandi með- limir í mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, hafa í Kaupmanna- höfn verið dæmdir til fangelsis- vistar fyrir stórfellt smygl á tæpu tonni af hassi til Danmerkur. Mennirnir eru taldir hafa verið stórtækir í hasssölu í Kristjaníu, en um er að ræða 983 kíló af hassi. Efnunum var ekið til Dan- merkur og geymd í Hróarskeldu, þaðan sem átti að flytja þau til Kaupmannahafnar. Smyglið fór fram veturinn 2010 til 2011, en mennirnir voru hand- teknir í fyrravor. Þeir játuðu óvænt sekt sína fyrir nokkrum dögum. Höfuðpaurinn, Vítisengill á sextugsaldri, fékk fimm ára dóm en hinir vægari dóma, allt niður í þrjú og hálft ár. Auk þess voru teknar eignar- námi eigur forsprakkans að and- virði margra milljóna danskra króna, en þær voru taldar hafa verið keyptar fyrir ágóðann af fíkniefnasölu. Hann fær þó að halda glæsi- bifreið af gerðinni Lamborghini þar sem hún var keypt fyrir lottó- vinning að upphæð 5,2 milljóna danskra króna. - þj Meðlimir í mótorhjólaklíku í Danmörku fengu þunga dóma fyrir fíkniefnabrot: Vítisenglar smygluðu tonni af hassi STÓRTÆKIR Þrír Vítisenglar voru meðal þeirra fjögurra sem dæmdir voru fyrir stórfellt smygl á hassi. NORDICPHOTOS/GETTY BJÖRGUNARSVEITIR Landsmót hesta- manna 2012 hefur samið við Björgunarsveitirnar um gæslu á mótinu í Reykjavík í sumar. Sveitirnar sem annast gæsl- una eru Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur og Hjálparsveit skáta í Reykja- vík. Fram kemur á vef Flugbjörg- unarsveitarinnar að teymi frá hverri sveit vinni nú að skipu- lagningu gæslunnar, en í kjölfar- ið verði kallaður til mannskapur til að annast verkið. - óká Samið vegna Landsmótsins: Björgunarfólk annast gæsluna FERÐAÞJÓNUSTA „Þessi viðbrögð voru fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að þessi hópur myndi spilla þeirri náttúru sem við berum ábyrgð á og jafnframt gaf það okkur tækifæri til að mótmæla stefnu þessara tveggja stjórnvalda,“ segir Óskar Magnússon útgefandi, sem fer fyrir eigendum Kers- ins í Grímsnesi. Eigendurnir meinuðu á laug- ardag föruneyti kínverska for- sætisráðherrans Wen Jiabao og íslenskra stjórn- valda að heim- sækja Kerið eins og ráð hafði verið fyrir gert. Í staðinn fékk for- sætisráðherrann sér ís í Hvera- gerði og kynnti sér hver n ig mætti elda mat með jarðhita. A ð s ö g n Jóhanns Hauksson- ar, upplýsingafulltrúa ríkis- stjórnarinnar, hyggst Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra ekki tjá sig um ákvörðunina, en sjálfur hafði Jóhann hins vegar þetta um málið að segja á Facebook-síðu sinni í gær: „Eins er farið með einkaeignar- rétt á Kerinu, íslenskri náttúruperlu, og einkaeignarrétt á óveiddum fiski í sjó. Óskar Magnússon ver þann rétt gagnvart almannarétti, annars vegar sem landeigandi, hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa.“ Fleiri urðu til að gagnrýna þessa ákvörðun opinberlega í gær, meðal annars alþingismaðurinn Lilja Mós- esdóttir og Árni Finnsson, formað- ur Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem sagði við Stöð 2 að það ætti ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Óskar bendir á að hópferðir að Kerinu hafi verið bannaðar árum saman og íslenskum stjórnvöldum hafi átt að vera fullkunnugt um það. Þar séu opinberar heimsókn- ir ekki undanskildar. „Nú finna íslensk stjórnvöld upp á því að fara þarna með á annað hundrað manns án þess að leggja svo lítið við að hafa yfirleitt sam- band við landeigendur sem þó eru að reyna að verja náttúru landsins eins og þeim ber skylda til. Svo bætist það nú við að við sem eigum Kerfélagið erum ekki sér- stakir aðdáendur íslenskra stjórn- valda og ekki kínverskra heldur og þessi framganga jók ekki hróður þeirra í okkar ranni.“ Ákvörðunin hafi hins vegar fyrst og síðast snúist um náttúru- vernd. „Upphafleg ákvörðun okkar var ekki tekin af pólitískum ástæð- um. En það breytir þó ekki því að aðdáun okkar á þessum stjórnvöld- um er svo lítil að það var ekki mjög erfitt að taka þessa ákvörðun.“ stigur@frettabladid.is Nýttu tækifærið til pólitískra mótmæla Andúð á íslenskum og kínverskum stjórnvöldum auðveldaði eigendum Kersins að meina forsætisráðherra Kína aðgangi að því. Þetta segir forsprakki þeirra. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sakar hann um að ganga á rétt almennings. VINSÆL NÁTTÚRUPERLA Óskar Magnússon segir hópferðir að Kerinu hafa verið bannaðar árum saman. Stjórnvöld hafi mátt vita það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM WEN JIABAO ÓSKAR MAGNÚSSON KJÖRKASSINN Aðdáun okkar á þessum stjórnvöldum er svo lítil að það var ekki mjög erfitt að taka þessa ákvörðun. ÓSKAR MAGNÚSSON LANDEIGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.