Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 18
FÓLK| borðplötunni leynist krítartafla þar sem krakkar geta teiknað eða skrif- að. Einnig er auðvelt að leggja teppi yfir borðið og þá breytist það í hús eða búð auk fjölmargra leikmöguleika sem kunna að búa í huga barns. Borðið smíðaði faðir Helgu, Jónas Sigurjónsson hjá Valsmíði á Akur- eyri, en hann smíðaði einnig stofuborð fjölskyldunnar sem hún lék sér með sem krakki. Playble hefur því ferðast töluvert eða frá Akureyri til Reykjavíkur, þaðan til Gautaborgar og svo til Mílanó. „Ferðalaginu er ekki lokið því að lokinni sýningunni í Mílanó verður það á farandsýningu í Svíþjóð og sýnt á að minnsta kosti 3 stöðum fram á haustið,“ segir Helga. „Borðið er ekki komið í framleiðslu enn þá, en er fyllilega nothæf frumgerð til sýnis og til að prófa,“ segir Helga og er ánægð með viðtökur sýningarinnar í Mílanó en borgin iðar af lífi meðan á hönnunarmessunni stendur. „Hér er allt kraumandi af lífi og skemmtilegri hönnun og sýningar út um alla borg, fjölmörg stór sýningarsvæði og fullt af litlum galleríum. Það er frábært að vera hérna núna.“ ■ rat ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU Tækifæriskort Huldu Ólafsdóttur hafa vakið mikla athygli undanfarið ár. Myndefni kortanna eru íslensk tré og jurtir en mesta athygli fá þó lítil ljóðabrot eftir hana sjálfa sem prentuð eru á hvert kort. Hulda, sem er grafískur hönnuður, segir þó upphaflegu hugmynd- ina hafa verið allt aðra. „Ég lenti í miklum erfiðleikum í lífi mínu um tíma og kaus að nota skriftir til að vinna mig úr þeim erfiðleikum. Smám saman urðu þetta ljóð sem ég stytti og gerði hnitmiðaðri. Allt í einu sá ég þau fyrir mér á kortum og þannig fór boltinn að rúlla af stað.“ LJÓÐABROTIN SKIPTA ÖLLU MÁLI Myndefni tækifæriskortanna eru íslensk tré og jurtir sem í grunninn eru ljósmyndir sem hún vinnur frekar í tölvu sinni. Hulda segir þó ljóðabrotin vera helsta ástæða þess að fólk kaupi kortin. Þau tengjast ýmsum viðburðum í lífi fólks, sorgar- og gleðistundum. „Ég hef hannað kort fyrir hina ýmsu viðburði í lífi fólks, til dæmis afmæli, útskriftir, skírnir og giftingar. Einnig má nefna samúðarkort og ástarkort og ýmis fleiri kort. Síðan er ég alltaf að skoða nýjar hugmyndir.“ Að sögn Huldu hafa kortin hennar fengið ótrúlega góð viðbrögð en hún hóf sölu á þeim fyrir ári síðan. Þau eru seld í blóma- og gjafavöruversl- unum um nær allt land. „Mér finnst í raun ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel og það er gaman að fá jákvæð við- brögð frá verslunum og viðskiptavinum.“ Tækifæris kort Huldu má skoða inni á Facebook-síðunni List og ljóð. STEFNT Á ENSKUMÆLANDI MARKAÐ Fljótlega kom sú hugmynd fram að reyna fyrir sér erlendis með tækifæriskortin. Hún hefur nú þegar sent sýnishorn til nokkurra aðila í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Ég læt enskan mann þýða ljóðin mín og svo skemmtilega vill til að hann er einnig ljóðskáld. Þannig nær hann að koma innihaldinu vel til skila í stað þess að þýða þau bara beint.“ Hún segir draum sinn vera að koma kortun- um í sölu víða erlendis og geta haft þau sem sitt lífsviðurværi. Í fyrstu sé stefnt á enskumælandi lönd og í kjölfarið verða önnur lönd skoðuð, til dæmis Norðurlöndin. „Ég er stolt og ánægð yfir útkomunni hér á landi og langar gjarnan að reyna fyrir mér erlendis. Auðvitað er til fullt af fram- leiðendum tækifæriskorta út um allan heim. Ég hef þó ekki enn séð sambærileg kort og mín og er því bara bjartsýn á framhaldið.“ LJÓÐABROT UMVAFIN ÍSLENSKRI NÁTTÚRU GLEÐI OG SORG ER INNIHALD LJÓÐABROTA SEM PRÝÐA TÆKIFÆRISKORT HULDU ÓLAFSDÓTTUR. HÚN STEFNIR Á SÖLU ÞEIRRA ERLENDIS. STOLT OG ÁNÆGÐ Hulda Ólafsdóttir, graf- ískur hönnuður, er með ýmis yrkisefni á kortum sínum, ástina, sorgina, skírn og afmæli. MYND/HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR PLAYBLE Markmiðið var að hanna húsgagn með möguleika á leik, fyrir hús- gagnasýningu í Mílanó. MYND/HELGA BJÖRG JÓNASDÓTTIR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI SUMARDEKKIN FYRIR BÍLINN ÞINN FÁST HJÁ PITSTOP! FÓLKSBÍLA-, JEPPA- OG SENDIBÍLADEKK. ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI5 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Save the Children á Íslandi HÖNNUN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.