Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 54
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR30 Í 2012 GOTT Á GRILLIÐ Jóhanna Methúsalemsdóttir, skartgripahönnuð- ur, sendi nýverið frá sér nýja línu sem unnin er úr þorskabeinum. NY Times Magazine fjallaði um lín- una á síðum sínum í byrjun vikunnar. Blaðamaður Times, Sarah Scire, líkir skartinu frá Jóhönnu við slæðu af reyk og segir það fornaldarlegt í einfaldleika sínum. Jóhanna hefur verið búsett í New York frá því hún var táningur og þar rekur hún einnig vinnustofu sína. Í greininni kemur fram að Jóhanna treysti á hjálp vina og vandamanna á Íslandi við beinasöfnunina og segir hún þau dugleg við að senda sér ýmiss konar bein. „Vinnustofan mín er full af beinum og öðrum skringilegum hlutum, sem gerir mig mjög hamingjusama,“ var haft eftir Jóhönnu sem handgerir hvern hlut í línunni. Blaðamaðurinn fjallar einnig um svokallað „lookbook“, sem eru eins konar kynningarmyndir fyrir línuna. Þar bregður dóttir Jóhönnu, Indía Sal- vör Menuez, sér í hlutverk fyrirsætu og gerir það vel. „Myndirnar eiga að minna á gamlar ljósmyndir af sjómönnum og indíánum og vera mjög náttúrulegar,“ sagði Jóhanna að lokum um myndirnar. - sm Fjallað um Kríu í NY Times VINSÆL Jóhanna Methúsalemsdóttir hannar skart undir nafninu Kría. Times Magazine fjallaði um nýja línu hennar í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á mið- vikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sig- urinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrir- sætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reynd- um ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í brans- anum segir Gyða Katrín fyrir- sætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppn- ina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal ann- ars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarn- ir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúru- fræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyr- irmynd og ekki heldur neinn uppá- halds hönnuð.“ sara@frettabladid.is GYÐA KATRÍN GUÐNADÓTTIR: ÞETTA ER ALLT NOKKUÐ NÝTT FYRIR MÉR Fer til New York í sumar KOM, SÁ OG SIGRAÐI Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina í ár. Hún hafði ekki reynt fyrir sér í fyrir- sætubransanum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er óhætt að segja að þetta verður fullkom- inn endir á skemmtilegu ári hjá okkur,“ segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Amer- íku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þunga- rokkurum saman á rúmsjó,“ segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdá- enda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa far- þegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar mið- inn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tón- leika í Bandaríkjunum í kring- um þessa siglingu,“ segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöng- um Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt.“ Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. - áp Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi MIKIÐ ÆVINTÝRI Aðal- björn Tryggvason, söngvari Sólstafa, vill meina að þátttaka sveitarinnar í þungarokkssigling- unni Barge To Hell sé hápunktur ársins. „Ég verð eiginlega að segja hamborgari þar sem það er það eina sem ég kann að setja á grillið. Ég er ekki mikill grill- maður, en ég er að skána.“ Auðunn Blöndal, útvarpsmaður með meiru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.