Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 16
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR16 Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og góðar kveðjur vegna andláts okkar ástkæra HILMARS PÉTURS HILMARSSONAR. Eins þökkum við þeim fjölmörgu sem hafa stutt við framtíðarreikning dóttur hans. Hjartans þakkir. Fyrir hönd fjölskyldu og ástvina, Kristín Pétursdóttir og Hilmar Harðarson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, pabba okkar, sonar, bróður, tengdasonar og vinar, SIGURÐAR FREYS GUNNARSSONAR Lögreglumanns, Fögrubrekku 9, Kópavogi, sérstakar þakkir til Heimahlynningar Landspítalans, Sérsveitarmanna, Ríkislögreglustjóra, Lögreglumanna og Lögreglukórsins Fyrir hönd fjölskyldu og vina, Rakel Óskarsdóttir Egill Freyr Sigurðsson Andrea Þórey Sigurðardóttir Sindri Aron Sigurðsson Gunnar Randver Ingvarsson Jófríður Guðjónsdóttir, Guðni Þór Gunnarsson Bjarnþóra Irís Eiríksdóttir, Frosti Viðar Gunnarsson Kristín H. Hannesdóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson Óskar Þórarinsson Ingibjörg Andersen og vinir. timamot@frettabladid.is HILMAR ÖRN HILMARSSON allsherjargoði á afmæli í dag. „Það er dýrmætt að finna hvernig opinn og góður hugur, vinátta og virðing geta umbreytt erfiðum aðstæðum í úrlausn og sáttargjörð.“ 54 Þrjár konur úr Samtökum um kvennalista náðu kjöri á Alþingi Íslendinga í kosningum sem haldnar voru þennan dag árið 1983. Þetta var í fyrsta skipti sem Kvennalistinn bauð fram til þings en árið áður hafði Kvenna- framboðið í Reykjavík fengið tvo fulltrúa kjörna í borgarstjórn og Kvennaframboðið á Akureyri aðrar tvær. Samtök um kvennalista buðu fram í þremur fjölmennustu kjördæmum landsins vorið 1983, í Reykjavík, á Reykjanesi og á Norður- landi eystra. Þau fengu 5.5% fylgi og það voru þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir sem þingsæti hlutu í Reykjavík og Kristín Halldórsdóttir á Reykja- nesi. Eitt mikilvægasta baráttumál Kvennalistans var frelsi sem fól í sér rétt kvenna til að vera metnar að eigin verðleikum til jafns við karl- menn. ÞETTA GERÐIST: 23. APRÍL 1983 Fyrstu kvennalistakonur á þing „Sveinn Pálsson var mikill afkasta- maður. Hann var frumkvöðull í rann- sóknum á náttúru landsins, rithöfund- ur og læknir. Svo var hann ferðagarpur og gekk til dæmis á Öræfajökul fyrstur manna,“ segir Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri þegar forvitnast er um forföður hans, Svein Pálsson, náttúru- fræðing og lækni sem minnst verður tvo næstu daga í tilefni 250 ára afmæl- is hans. Annars vegar verður málþing um ævi hans og störf í sal 132 í Öskju á morgun, 24. apríl, milli klukkan 15 og 17 og hins vegar hátíðardagskrá í Vík í Mýrdal á fæðingardegi hans 25. apríl sem er einnig dagur umhverfisins, valinn honum til heiðurs. Umhverfis- ráðuneytið stendur fyrir viðburðunum, ásamt Mýrdalshreppi, Landgræðslu ríkisins og Læknafélagi Íslands. Sveinn Runólfsson heldur erindi um landkönnuðinn Svein Pálsson á mál- þinginu í Öskju. „Það sem kemur oft- ast upp í huga minn þegar ég hugsa til þessa merka forföður míns er álykt- unargáfa hans,“ segir hann. „Vissu- lega lærði hann læknisfræði og nátt- úrufræði en honum virðist líka hafa auðnast að draga réttar ályktanir af því sem hann sá eða eins og Helgi Björnsson orðar það í stóru jöklabók- inni: „Hann kom auga á það sem aðrir sáu ekki, lýsti því svo vel að aðrir gátu skilið og flestar niðurstöður hans hafa staðið tímans tönn.“ Ferðabók Sveins Pálssonar er merk bók og auk hennar liggja eftir hann rit um jarðfræði, grasafræði, dýrafræði og læknisfræði. Sveinn Runólfsson telur hans merkasta rit þó vera um jöklafræði. „Hefði hann fengið jökla- ritið gefið út þegar hann var nýbú- inn að skrifa það um aldamótin 1800, hefði það orðið öndvegisrit í Evrópu því Sveinn var langt á undan öðrum vísindamönnum að greina helstu nátt- úruferlana í jöklunum,“ segir hann og lýsir því hvernig langa-langa-langafi hans skipti ævi sinni milli náttúruvís- inda og læknisstarfs. „Þegar Sveinn lauk prófi í náttúru- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla fékk hann styrk til fjögurra ára frá danska náttúrufræðifélaginu til að safna plöntum, dýrum og steinum og skrá fundarstaðina. Þá lagðist hann í ferðalög um landið. Síðar fékk hann læknisembætti og umdæmið náði frá Hellisheiði og Selvogi austur að Skeið- arársandi, auk Vestmannaeyja. Þó voru launin það lág og hann varð að sækja sjóinn, smíða og stunda búskap til að framfleyta fjölskyldunni. Hann þótti mikilhæfur læknir og vildi hvers manns vanda leysa en ferðalögin voru auðvitað óheyrilega erfið, þó var hann annálaður vatnamaður.“ Sveinn Pálsson bjó í Suður-Vík í Mýrdal, var kvæntur Þórunni, dóttur Bjarna landlæknis Pálssonar. Þau eign- uðust fimmtán börn, sjö urðu fulltíða, þrjú dóu í æsku en hin fimm kornung. „Vegna langferða Sveins, fræðistarfa og embættisanna mæddi bústjórnin alla tíð mikið á Þórunni,“ segir Sveinn Runólfsson. „En hún mun hafa verið æðrulaus, þrekmikil og stjórnsöm.“ gun@frettabladid.is SVEINN PÁLSSON NÁTTÚRUFRÆÐINGUR OG LÆKNIR: 250 ÁRA AFMÆLIS MINNST Vildi hvers manns vanda leysa SVEINN RUNÓLFSSON LANDGRÆÐSLUSTJÓRI Er meðal fyrirlesara í Öskju á morgun. Aðrir eru Steinunn Inga Óttarsdóttir bókmenntafræðingur, Ólafur Jónsson læknir, Helgi Björnsson jöklafræðingur og Oddur Sigurðsson náttúrufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 110 ár eru liðin frá fæðingu Halldórs Laxness í dag. Afmælis deginum, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur bók- arinnar, verður fagnað með ýmsum hætti í dag. Í hádeginu opnar í Þjóð- arbókhlöðunni sýningin Bernska skálds í byrjun aldar þar sem horft er til bernsku Halldórs Laxness í byrjun síð- ustu aldar. Þar verða meðal annars til sýnis bréf og leik- föng frá æsku hans. Í Bíó Paradís hefst kvik- myndahátíðin Laxness í lifandi myndum þar sem sýndar verða kvikmyndir sem byggðar eru á verkum Halldórs. Þar á meðal er Brekkukotsannáll, sem ekki hefur verið sýnd í sjónvarpi í 40 ár og aldrei áður í lit og á bíótjaldi. „Ég vonast til að þessi kvikmyndahátíð verði upp- hafið að því að þessar mynd- ir verði sýndar oftar. Þær eru hluti af okkar menningararfi,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmdastjóri safnsins á Gljúfrasteini. Hátíðin er sam- starfsverkefni safnsins, RÚV og Bíó Paradísar. Þá gefur Forlagið í dag út sex nýjar rafbækur tengdar skáldinu. Um er að ræða fimm skáldsögur; Íslandsklukkuna, Sjálfstætt fólk, Sölku Völku, Brekkukotsannál og Heimsljós, auk ævisögu Halldórs eftir Halldór Guðmundsson. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt,“ segir Guðný Dóra. „Við á Gljúfrasteini reynum að fá börn í heimsókn til okkar sem oftast og höfum að markmiði að fá börn til að lesa, ekki bara verk Halldórs Laxness heldur aðrar bókmenntir líka. Svo auðvitað fögnum við því að bækur hans verði gerðar aðgengilegar fyrir sem flesta.“ - hhs Afmæli Laxness víða fagnað HALLDÓR Á RAFBÓK Í tilefni af afmælisdegi Halldórs Laxness koma út sex bækur honum tengdar í dag; fimm skáldsögur og ævisaga hans, eftir Halldór Guðmundsson. Nemendur sem hefja annað eða þriðja ár í framhalds- skóla haustið 2012 eiga þess kost að koma að Hvanneyri 21. til 24. maí í vor og kom- ast þar í snertingu við ýmsar greinar náttúruvísinda. Þess- ir dagar ganga undir heitinu Vísindadagar unga fólksins. Þeir hafa fest sig í sessi und- anfarin ár. Fjöldinn takmarkast við 20 manns og nemendur af náttúrufræðibrautum ganga fyrir. Þátttakendur þurfa að póstleggja umsóknir í síðasta lagi mánudaginn 7. maí. Dagskrá Vísindadaga unga fólksins verður sett inn á heimasíðu LbhÍ www. lbhi.is einhvern næstu daga. Neðarlega á síðunni er stór hnappur, rækilega merktur Vísindadögum unga fólksins og þar er að finna umsóknar- eyðublað. Faglegur umsjónar maður þessara daga er Helena Marta Stefánsdóttir skógvist- fræðingur en framkvæmda- hliðin er undir stjórn Áskels Þórissonar útgáfu- og kynn- ingarstjóra. - gun Vísindadagar unga fólksins SKÓGVISTFRÆÐINGURINN Helena Marta að skoða gróðurframvinduna í Esjufjöllum í Breiðamerkurjökli í ágúst í fyrra. Útför eiginmans míns, föður, tengdaföður og afa SIGURÐAR HAFSTEINS BJÖRNSSONAR Lambastöðum, Seltjarnarnesi fer fram í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 24. apríl kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umsjónarfélaga einhverfra. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Jónína K. Helgadóttir Katrín Ruth Sigurðardóttir Tryggvi Magnússon Björn Þórir Sigurðsson Berglind Viðarsdóttir Davíð Örn Sigurðsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.