Fréttablaðið - 23.04.2012, Síða 44

Fréttablaðið - 23.04.2012, Síða 44
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heim- inn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. ÞESSI liðugi og lítilláti maður skrifaði leikrit sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1999. Það segir frá samfélagi nokkru sem lifir einföldu og hollu lífi. Ræktar sitt grænmeti og borðar, gerir leikfimi og heldur aftur af hinum ýmsu tilhneigin- um sem hrella okkur mannfólkið. Dag einn er síðan stolnum bíl ekið glanna- lega í gegnum bæinn og lagt ólöglega í þokkabót. Bæjarstjóra og lögreglu blöskrar hátternið í svo kyrrlátum bæ. Láta þeir hendur standa fram úr ermum og hafa upp á ökuþórnum. En vaskleikinn víkur þegar þeir fá þau svör að þarna sé Rikki ríki á ferð. Það er ekki nóg með að hann beri sig og klæði eins og Hollywood stjarna heldur hefur hann margsinnis farið í bíó með forsetanum og meira að segja nuddað á honum tærnar. HINN valdsamlegi lögreglumaður verður undir eins að hvutta og þykir bæjarbúum ekki annað við hæfi en Rikki ríki fái að leggja þar sem honum sýnist. Ekki nóg með það heldur finnst mönnum annað óhæfa en að laganna vörð- ur þrífi hinn stolna bíl hátt og lágt. EKKI líður á löngu uns orð Rikka ríka, sem reyndar er Glanni glæpur í dular- gervi, verða að guðspjalli dagsins hjá bæjarbúum. Hann nær að sannfæra þá um að heimaræktaða grænmetið sé hallæris- legt enda enginn pakki utan um það. Þess í stað kemst innihaldslítill dósamatur í tísku. Eins fær hann þá til að láta íþrótta- iðkun lönd og leið en fær þá til að taka upp vinnuþrælkun í staðinn. Hann er heldur ekki lengi að koma grænmetisgarðinum fyrir kattarnef svo bæjarbúar sitja uppi með dósamatinn einan. ÖÐRU hverju hverfur svo Glanni glæpur úr gervi sínu og hlær að því hvað fórn- arlömbin séu einföld en það er ekki fyrr en allt er komið um koll að bæjarbúar sjá að þeir hafa látið plata sig, þá sjá þeir að hégóminn hafði sigrað þá á ipponi. MAGNÚS minn Scheving! Hvernig í ósköpunum fórstu að því að sitja á strák þínum þegar kverúlantarnir, besserviss- erarnir og hinir ýmsu fræðimenn stukku fram og sögðust allir hafa séð hrunið fyrir? Magnús lítilláti SchevingLÁRÉTT2. fíkniefni, 6. rún, 8. að, 9. veiðar- færi, 11. bókstafur, 12. búpeningur, 14. yfirstéttar, 16. rás, 17. hlaup, 18. niður, 20. tveir eins, 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. bardagi, 4. eyja, 5. rá, 7. lofaður, 10. saur, 13. háttur, 15. óhapp, 16. egna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. hass, 6. úr, 8. til, 9. nót, 11. ká, 12. smali, 14. aðals, 16. æð, 17. gel, 18. suð, 20. yy, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. at, 4. sikiley, 5. slá, 7. rómaður, 10. tað, 13. lag, 15. slys, 16. æsa, 19. ðð. Einkamála þjónusta Pondusar kynnir: Fyrrum kærustur alveg óþekktra leikmanna utan- deildarinnar! Símanúmer fylgir. Ég er búinn að fá nóg af skemmtun! 100 rásir á Fjölvarpinu, millj- ónir vefsíðna og milljarður laga til að sækja og hlusta... Er þetta loksins orðið of mikið? Nei, ég er búinn með þetta allt. Þarf meira. Menn leggja mikið á sig til að prófa nýjar tegundir pungbinda. Í hvað á ég að fara í dag? Hvað um gallabuxur og peysu? Nei! Blaahh! Ertu að grínast? Kakíbuxur og bol? Leggings og pils? Hvað með joggingbuxur og hettupeysu? Góð hug- mynd. Ég ætlaði hvort sem er að velja það. Af hverju varstu þá að... Ef ég er ekki ósam- mála einhverjum á morgnana líður mér undarlega allan daginn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.