Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 2
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR2 Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 LÖGREGLUMÁL Sautján ára piltur situr nú í gæsluvarðhaldi, grun- aður um að hafa stungið konu um þrítugt í heimahúsi í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Lögregla fékk tilkynningu um málið á fimmta tímanum. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins tókst konunni sjálfri að kalla eftir aðstoð eftir að hafa yfirbug- að piltinn. Konan mun hafa átt í sambandi við föður piltsins um skeið, en þau höfðu slitið því í góðu. Pilturinn kom sér inn í íbúð konunnar vopn- aður hníf og veitti henni áverka í andliti, á síðu og brjósti, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Ekki liggur fyrir hvað bjó að baki árás- inni. Pilturinn var tekinn höndum og færður í fangageymslu. Í gær var hann svo úrskurðaður í gæslu- varðhald í þágu rannsóknarinnar. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá lögreglu. Konan var flutt á Landspítalann þar sem gert var að sárum hennar. Hún lá á gjörgæsludeild um hríð en var þó aldrei í mikilli lífshættu. Hún var komin á almenna deild í gær og var á batavegi. - sh Kona um þrítugt á batavegi eftir að hafa verið stungin margsinnis með hníf: Sautján ára í haldi eftir stunguárás ÚRSKURÐAÐUR Í VARÐHALD Lögreglan handtók piltinn eftir að konan hafði yfir- bugað hann. Hann var síðan úrskurð- aður í gæsluvarðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðbjartur, ekki urðu þeir ástfangnir af norðurljósunum? „Þeim líkaði ekki norðurljósin, þeir elskuðu þau.“ Hljómsveitin 10cc fór að sá norðurljósin á Íslandi. Eitt þekktasta lag hennar er I´m Not In Love. Guðbjartur Finnbjörnsson flutti sveitina til landsins. PARÍS, AP Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, var með færri atkvæði en sósíalistinn Francois Hollande þegar 75 prósent atkvæða höfðu verið talin í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í gær. Hol- lande hafði fengið 27,9 prósent atkvæða en Sarkozy 26,7 prósent. Forsetaframbjóðandi þarf að fá yfir 50 prósent atkvæða til að tryggja sér sigur í kosningunum. Ef enginn nær meirihluta í fyrstu umferð keppa tveir efstu frambjóðendurnir í næstu umferð. Allt stefnir því í einvígi á milli Sarkozy og Hollande hinn 6. maí og hefur hinum síðarnefnda verið spáð sigri. Hann hefur heitið því að draga úr miklum skuldum Frakk- lands, auka hagvöxt og sameina frönsku þjóðina. Marine Le Pen, sem er mikil hægri-mann- eskja, var með 19,2 prósent atkvæða og kom mikið fylgi hennar mjög á óvart. Vinstrimaðurinn Jean- Luc Melenchon var með 10,8 prósent atkvæða og Francois Bayrou með 9,2 prósent. Fimm aðrir fram- bjóðendur fengu minna. Kjörsókn var hærri en búist var við, eða um 80 prósent. Kjörsóknin í fyrstu umferð kosninganna árið 2007 var tæp 84 prósent, sem var það mesta síðan á áttunda áratugnum. - fb Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fór fram í gær: Hollande með flest atkvæði ÁNÆGÐIR STUÐNINGSMENN Stuðningsmenn Francois Hol- lande voru hæstánægðir með frammistöðu síns manns í gær. MYND/AP GENF,AP Frönskum manni sem starfaði í Jemen fyrir Rauða krossinn hefur verið rænt og ekk- ert hefur heyrst frá þeim sem rændu honum. Maðurinn var tekinn úr bíl sínum þegar verið var að aka honum til borgarinnar Hudayda. „Við viljum að ræningjarn- ir sleppi honum lausum heil- um á húfi og án nokkurra skil- mála,“ sagði Marie-Servane Desjonqueres, talsmaður hjá Rauða krossinum. Mannrán eru algeng í Jemen. Ræningjarnir nota fórnarlömb- in til að fá pening í staðinn eða krefjast þess að föngum frá Jemen verði sleppt lausum. - fb Mannræningjar í Jemen: Hjálparstarfs- manni rænt KAÍRÓ, AP Egyptar eru hættir að flytja gas til Ísraels vegna samn- ingsbrots. Ísraelar telja að ákvörð- unin muni hafa áhrif á friðarsam- komulag þjóðanna. Gassamningur þjóðanna frá 2005 hefur valdið spennu á milli Ísraela og Egypta síðan uppreisn- in varð í Egyptalandi. Margir Egyptar telja samninginn dæmi- gerðan fyrir vinnubrögð fyrrver- andi forseta, Hosnis Mubaraks, og sýni hvernig hann og samstarfs- menn hans hafi hagnast á meðan þjóðin varð af miklu fé. - fb Egyptar grípa í taumana: Hættir að flytja gas til Ísraels HEILSA Stjórnarandstaðan í Dan- mörku hefur gagnrýnt ný reyk- ingalög. Þeir telja að með lögunum séu reykingar gerðar meira spenn- andi fyrir ungt fólk, samkvæmt frétt Berlingske Tidende. Héðan í frá verður kennurum og öðrum starfsmönnum danskra skóla bannað að kveikja sér í sígar- ettu á vinnutíma, inni í skólabygg- ingum sem og úti á skólalóð. Þá verður einnig óheimilt að reykja á öðrum vinnustöðum í landinu, jafnvel þó svo að einn sé þar að störfum. Þeir sem brjóta lögin geta búist við að fá nokkur hundruð þús- und króna sekt. - fb Ný reykingalög í Danmörku: Ekki má reykja á vinnutíma REYKINGAR Ný reykingalög eru harðlega gagnrýnd í Danmörku. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um að fjölga friðargæsluliðum í Sýrlandi úr 30 í 300. Ráðið hefur einnig krafist þess að ofbeldinu linni sem þar hefur stigmagnast að undanförnu. Friðargæsluliðarnir verða óvopnaðir og fylgjast með gangi mála í 90 daga til að byrja með. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ákveður í framhaldinu hvort fleiri gæslulið- ar verði sendir til landsins. Hann hefur sakað forseta Sýrlands, Bas- har Assad, um að virða ekki vopna- hlé sem stjórnvöld og stjórnarand- staðan gerðu fyrir rúmri viku. - fb Sameinuðu þjóðirnar álykta: Friðargæsla aukin í Sýrlandi FRIÐARGÆSLULIÐI Friðargæsluliði að störfum í Sýrlandi ásamt þarlendum hermanni. MYND/AP SAGA Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Torden- skjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfn- inni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrar- króki, en hann hafði áður undirbú- ið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undan- farin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skip- ið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsi- leika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir alda- mótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðal- lega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða ára- tugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síld- arspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skip- ið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlík- neski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Lík- neskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverk- smiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litrík- ar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldar- minjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkis- ins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is Fræg freigáta fundin á botni Siglufjarðar Flak frægrar danskrar freigátu er fundið á botni Siglufjarðar. Það var flaggskip danska flotans en síðar grútartunnugeymsla dansks síldarspekúlants á Íslandi. STAFNLÍKNESKI TORDENSKJOLD Í Síldarminjasafninu á Siglufirði er líkneskið í öndvegi og meðal margra merkilegra safn- gripa. M YN D /Ö R LY G U R /S IL D .IS IÐNAÐUR Smáskjálftar við Hellis- heiðarvirkjun síðasta haust höfðu áhrif á hús í Hveragerði og ekki er hægt að útiloka að stærstu skjálftarnir hafi valdið skemmd- um. Stöð 2 greindi frá þessum niðurstöðum Rannsóknarmið- stöðvar í jarðskjálftafræði. Mikil jarðskjálftavirkni var við Hellisheiðarvirkjun á laugar- dagskvöld og aðfaranótt sunnu- dags og fundu íbúar í Hveragerði fyrir skjálftunum. Flestir voru þó litlir, eða nálægt einum á Richter að stærð. Tveir skjálftar voru þó nálægt þremur á Richter. - óká Skemmdir ekki útilokaðar: Enn skelfur jörð á Heiðinni SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.