Fréttablaðið - 23.04.2012, Page 50

Fréttablaðið - 23.04.2012, Page 50
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR26 ...alltaf opið! Í 10–11 finnurðu frábært vöruúrval. Þú færð uppáhalds Sómasamlokuna þína í næstu 10–11 verslun. Ljómandi góðar Sóma- samlokur! Enska úrvalsdeildin: MAN. UTD - EVERTON 4-4 0-1 Nikica Jelavic (32.), 1-1 Wayne Rooney (41.), 2-1 Danny Welbeck (57.), 3-1 Nani (60.), 3-2 Marouane Fellaini (67.), 4-2 Wayne Rooney (68.), 4-3 Nikica Jelavic (83.), 4-4 Steven Pienaar (85.). LIVERPOOL - WBA 0-1 0-1 Peter Odemwingie (75.) WOLVES - MAN. CITY 0-2 0-1 Sergio Aguero (26.), 0-2 Samir Nasri (74.) BLACKBURN ROVERS - NORWICH CITY 2-0 1-0 Mauro Formica (40.), 2-0 David Hoilett (48.). BOLTON WANDERERS - SWANSEA CITY 1-1 0-1 Scott Sinclair (5.), 1-1 Chris Eagles (13.). FULHAM - WIGAN ATHLETIC 2-1 0-1 Emmerson Boyce (56.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (57.), 2-1 Philippe Senderos (88.). NEWCASTLE UNITED - STOKE CITY 3-0 1-0 Yohan Cabaye (13.), 2-0 Papiss Cisse (17.), 3-0 Yohan Cabaye (56.). QPR - TOTTENHAM HOTSPUR 1-0 1-0 Adel Taarabt (23.) ARSENAL - CHELSEA 0-0 ASTON VILLA - SUNDERLAND 0-0 STAÐAN: Man. United 35 26 5 4 86-32 83 Man. City 35 25 5 5 87-27 80 Arsenal 35 20 5 10 67-43 65 Newcastle 34 18 8 8 53-42 62 Tottenham 34 17 8 9 57-39 59 Chelsea 34 16 10 8 56-38 58 Everton 34 13 9 12 42-38 48 Liverpool 34 12 10 12 40-37 46 Fulham 34 12 10 12 45-44 46 WBA 35 13 6 16 41-47 45 Sunderland 35 11 11 13 42-41 44 Swansea City 35 11 10 14 39-45 43 Norwich City 35 11 10 14 47-60 43 Stoke City 34 11 9 14 32-48 42 Aston Villa 34 7 15 12 35-48 36 QPR 35 9 7 19 39-57 34 Wigan 35 8 10 17 34-60 34 Blackburn 35 8 7 20 47-73 31 Bolton 33 9 3 21 37-66 30 Wolves 35 5 8 22 34-75 23 * Wolves er fallið úr deildinni. Reading er búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeild næsta vetur. ÚRSLIT FÓTBOLTI Það verður allt undir eftir viku er Man. City tekur á móti Man. Utd. City er aðeins þrem stigum á eftir United og kemst á toppinn með sigri. Aldrei áður hefur eins mikið verið undir í þessum magnaða nágrannaslag. Manchester United er þekkt fyrir að snúa töpuðum leikjum sér í hag en ekki eins vant því að sitja hinum megin við borðið. Það fengu þeir þó að reyna í gær er liðið missti niður 4-2 for- skot. United var mjög nálægt því að komast í 5-2 er það átti skot í stöng en eftir það hófst ótrúleg endurkoma Everton. „Við erum búnir að gefa Man. City frumkvæðið,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, en liðin mætast á heimavelli City um næstu helgi. Vinni City þann leik kemst það á toppinn enda með mun betra markahlutfall en Uni- ted. „Leikurinn á Etihad mun skera úr um úrslitin í deildinni. Það verður nágrannaslagur af nýrri stærðargráðu og líklega sá stærsti í sögu félaganna.“ Ferguson var eins og flestir á Old Trafford algjörlega steinrunn- inn yfir klúðri United-liðsins. „Við gáfum leikinn frá okkur. Þetta var hreinasta hörmung. Varnarleikurinn var ömurlegur og við gáfum þeim auðveld mörk. Það er sorglegt því sóknarleikur- inn hjá okkur var frábær.“ Það var enginn glæsibragur á leik City gegn Wolves í gær en sig- urinn samt aldrei í hættu. Stjóri City, Roberto Mancini, hefur verið duglegur að halda því á lofti að Man. Utd sé búið að tryggja sér titilinn og hann hélt áfram að gera lítið úr titilmögu- leikum síns liðs í gær. „Ég er ánægður með formið á liðinu en við eigum þrjá erfiða leiki eftir. Þetta gæti ekki orðið erfiðara. Við eigum möguleika en Man. Utd stendur betur að vígi en við. United er þrem stig- um á undan okkur og á auðveld- ari leiki eftir,“ sagði Mancini sem var ánægður með sigurinn en ekki leikinn. henry@frettabladid.is Allt undir í einum leik Man. Utd og Man. City munu spila nánast hreinan úrslitaleik um enska meist- aratitilinn næsta mánudag. United bauð City inn í titilbaráttuna með ótrúlegu klúðri gegn Everton. City lagði Úlfana og sendi þá um leið niður í B-deildina. RÁÐALAUSIR Rio Ferdinand og David de Gea eru hér svekktir á svip rétt eins og stuðningsmaður United fyrir aftan markið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Real Madrid á Spánar- meistaratitilinn næsta vísan eftir 1-2 sigur á Barcelona í El Clásico. Það var Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Sami Khedira kom Real yfir í leiknum en Alexis Sanchez jafnaði. Skömmu síðar kláraði Ronaldo leikinn. Munurinn á liðunum er nú sjö stig og Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, játaði sig sigraðan eftir leikinn. „Ég vil óska Real Madrid til hamingju með sigurinn í leikn- um sem og með deildarmeist- aratitilinn. Þetta er búið,“ sagði Guardiola. „Ég er samt stoltur af mínu liði og myndi ekki skipta á neinum leikmanna minna. Þessir strákar hafa lent í mótlæti áður og sýnt að þeir geta risið upp. Við verðum líka að gera það enda bíður okkar afar mikilvægur leikur gegn Chelsea í Meistaradeildinni.“ - hbg Real Madrid vann El Clásico: Pep játar sig sigraðan UPPREIST ÆRU Ronaldo hefur oftast verið slakur í El Clásico en steig upp að þessu sinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.