Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 50
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR26 ...alltaf opið! Í 10–11 finnurðu frábært vöruúrval. Þú færð uppáhalds Sómasamlokuna þína í næstu 10–11 verslun. Ljómandi góðar Sóma- samlokur! Enska úrvalsdeildin: MAN. UTD - EVERTON 4-4 0-1 Nikica Jelavic (32.), 1-1 Wayne Rooney (41.), 2-1 Danny Welbeck (57.), 3-1 Nani (60.), 3-2 Marouane Fellaini (67.), 4-2 Wayne Rooney (68.), 4-3 Nikica Jelavic (83.), 4-4 Steven Pienaar (85.). LIVERPOOL - WBA 0-1 0-1 Peter Odemwingie (75.) WOLVES - MAN. CITY 0-2 0-1 Sergio Aguero (26.), 0-2 Samir Nasri (74.) BLACKBURN ROVERS - NORWICH CITY 2-0 1-0 Mauro Formica (40.), 2-0 David Hoilett (48.). BOLTON WANDERERS - SWANSEA CITY 1-1 0-1 Scott Sinclair (5.), 1-1 Chris Eagles (13.). FULHAM - WIGAN ATHLETIC 2-1 0-1 Emmerson Boyce (56.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (57.), 2-1 Philippe Senderos (88.). NEWCASTLE UNITED - STOKE CITY 3-0 1-0 Yohan Cabaye (13.), 2-0 Papiss Cisse (17.), 3-0 Yohan Cabaye (56.). QPR - TOTTENHAM HOTSPUR 1-0 1-0 Adel Taarabt (23.) ARSENAL - CHELSEA 0-0 ASTON VILLA - SUNDERLAND 0-0 STAÐAN: Man. United 35 26 5 4 86-32 83 Man. City 35 25 5 5 87-27 80 Arsenal 35 20 5 10 67-43 65 Newcastle 34 18 8 8 53-42 62 Tottenham 34 17 8 9 57-39 59 Chelsea 34 16 10 8 56-38 58 Everton 34 13 9 12 42-38 48 Liverpool 34 12 10 12 40-37 46 Fulham 34 12 10 12 45-44 46 WBA 35 13 6 16 41-47 45 Sunderland 35 11 11 13 42-41 44 Swansea City 35 11 10 14 39-45 43 Norwich City 35 11 10 14 47-60 43 Stoke City 34 11 9 14 32-48 42 Aston Villa 34 7 15 12 35-48 36 QPR 35 9 7 19 39-57 34 Wigan 35 8 10 17 34-60 34 Blackburn 35 8 7 20 47-73 31 Bolton 33 9 3 21 37-66 30 Wolves 35 5 8 22 34-75 23 * Wolves er fallið úr deildinni. Reading er búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeild næsta vetur. ÚRSLIT FÓTBOLTI Það verður allt undir eftir viku er Man. City tekur á móti Man. Utd. City er aðeins þrem stigum á eftir United og kemst á toppinn með sigri. Aldrei áður hefur eins mikið verið undir í þessum magnaða nágrannaslag. Manchester United er þekkt fyrir að snúa töpuðum leikjum sér í hag en ekki eins vant því að sitja hinum megin við borðið. Það fengu þeir þó að reyna í gær er liðið missti niður 4-2 for- skot. United var mjög nálægt því að komast í 5-2 er það átti skot í stöng en eftir það hófst ótrúleg endurkoma Everton. „Við erum búnir að gefa Man. City frumkvæðið,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, en liðin mætast á heimavelli City um næstu helgi. Vinni City þann leik kemst það á toppinn enda með mun betra markahlutfall en Uni- ted. „Leikurinn á Etihad mun skera úr um úrslitin í deildinni. Það verður nágrannaslagur af nýrri stærðargráðu og líklega sá stærsti í sögu félaganna.“ Ferguson var eins og flestir á Old Trafford algjörlega steinrunn- inn yfir klúðri United-liðsins. „Við gáfum leikinn frá okkur. Þetta var hreinasta hörmung. Varnarleikurinn var ömurlegur og við gáfum þeim auðveld mörk. Það er sorglegt því sóknarleikur- inn hjá okkur var frábær.“ Það var enginn glæsibragur á leik City gegn Wolves í gær en sig- urinn samt aldrei í hættu. Stjóri City, Roberto Mancini, hefur verið duglegur að halda því á lofti að Man. Utd sé búið að tryggja sér titilinn og hann hélt áfram að gera lítið úr titilmögu- leikum síns liðs í gær. „Ég er ánægður með formið á liðinu en við eigum þrjá erfiða leiki eftir. Þetta gæti ekki orðið erfiðara. Við eigum möguleika en Man. Utd stendur betur að vígi en við. United er þrem stig- um á undan okkur og á auðveld- ari leiki eftir,“ sagði Mancini sem var ánægður með sigurinn en ekki leikinn. henry@frettabladid.is Allt undir í einum leik Man. Utd og Man. City munu spila nánast hreinan úrslitaleik um enska meist- aratitilinn næsta mánudag. United bauð City inn í titilbaráttuna með ótrúlegu klúðri gegn Everton. City lagði Úlfana og sendi þá um leið niður í B-deildina. RÁÐALAUSIR Rio Ferdinand og David de Gea eru hér svekktir á svip rétt eins og stuðningsmaður United fyrir aftan markið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Real Madrid á Spánar- meistaratitilinn næsta vísan eftir 1-2 sigur á Barcelona í El Clásico. Það var Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Sami Khedira kom Real yfir í leiknum en Alexis Sanchez jafnaði. Skömmu síðar kláraði Ronaldo leikinn. Munurinn á liðunum er nú sjö stig og Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, játaði sig sigraðan eftir leikinn. „Ég vil óska Real Madrid til hamingju með sigurinn í leikn- um sem og með deildarmeist- aratitilinn. Þetta er búið,“ sagði Guardiola. „Ég er samt stoltur af mínu liði og myndi ekki skipta á neinum leikmanna minna. Þessir strákar hafa lent í mótlæti áður og sýnt að þeir geta risið upp. Við verðum líka að gera það enda bíður okkar afar mikilvægur leikur gegn Chelsea í Meistaradeildinni.“ - hbg Real Madrid vann El Clásico: Pep játar sig sigraðan UPPREIST ÆRU Ronaldo hefur oftast verið slakur í El Clásico en steig upp að þessu sinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.