Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 10
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR10 HIV-veiran lifir í afar skamman tíma utan líkamans og því er lítil sem engin hætta á því að fólk smitist við snertingu við gamlar sprautunálar sem liggja á víðavangi. „Hún þarf að vera í vökvaformi til að lifa af,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir. „Ef blóðdropi stingst inn í þig sem er ekki skrælnaður og morkinn getur smit átt sér stað, en það er mjög ólíklegt.“ Haraldur man ekki eftir atviki þar sem fólk hefur smitast með því að stinga sig á gamalli sprautu. „En það er auð vitað hræðilegur möguleiki og auðvitað á að kenna börnum að passa sig á sprautum.“ Föstudagur » Krónan „Ég kaupi aðallega í matinn fyrir mínar Aukakrónur“ Mánudagur Þriðjudagur » Kaffitár Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag. NÝTT HEIMSMET Thaneswar Guragai setti fyrir helgi nýtt heimsmet í að snúa körfubolta á tannbursta sem haldið er í munni. Boltinn snerist í 22,5 sekúndur, sem er met. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Fjórir einstakling- ar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegn- um óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautu- fíkla hér á landi. Í fyrra greind- ust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segir greinilegt að farald- urinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum til- teknum atburði, hugsanlega ein- hverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur árs- ins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu for- varnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skól- um og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættu- hóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær ein- kennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er ein- kennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti ein- staklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is Færri greinast með HIV-smit Tvær konur og tveir karlar hafa greinst með HIV það sem af er ári, mun færri en í fyrra. Alls hafa 47 greinst á síðustu tveimur árum, þar af 23 sprautufíklar. Afar ólíklegt er að fólki smitist af gömlum sprautunálum. HARALDUR BRIEM FARALDUR Talið er að HIV-faraldurinn sem geisaði meðal sprautufíkla í fyrra eigi rætur sínar að rekja til eins tiltekins atburðar, eins og samkvæmis þar sem fólk var að sprauta í sig fíkniefnum með sömu nál. NORDICPHOTOS/GETTY Lítil smithætta er af gömlum nálum FUNDIR Forseti Íslands flutti á laugardag ávarp í upphafi mál- þings til heiðurs Þráni Eggerts- syni, prófessor emeritus í hag- fræði við Háskóla Íslands. Málþingið bar heitið Econo- mic Behaviour and Institutions Revisited. Sjö vísindamenn við banda- ríska og evrópska háskóla fluttu erindi á þinginu. - óká Til heiðurs Þráni Eggertssyni: Vísindamenn fluttu erindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.