Fréttablaðið - 23.04.2012, Page 20

Fréttablaðið - 23.04.2012, Page 20
KYNNING − AUGLÝSINGLyftarar MÁNUDAGUR 23. APRÍL 20122 „Nei alls ekki, hér eru strangar öryggisreglur sem allir fylgja. Svo kemst maður ekki svo hratt á þessum tækjum,“ segir Sigríður Ing- unn Bragadóttir, framleiðslustarfsmaður í kerskála hjá Alcoa Fjarðaráli, þegar hún er spurð hvort starfsmenn freistist ekki til að þenja lyftarana á göngunum í kaffipásum. Sigríður hefur unnið síðustu fjögur ár hjá Fjarðaráli og líkar vel. Þar fara starfsmenn á vinnu- vélanámskeið og taka verkleg próf á lyftara en störfin róterast reglulega milli vakta. Hún segir ekkert mál að læra á lyft- ara. „Í sjálfu sér ekki. Þetta kemur fljótt með æfingunni en auðvitað eru til misfærir lyftara- menn,“ segir Sigríður en skellir upp úr þegar hún er spurð hvort hún sé með þeim færari. „Nei, ekki get ég sagt það, ég hef ekki unnið stanslaust á lyft- aranum þessi fjögur ár þar sem við erum um það bil mánuð í einu í hverju starfi. En jú ég hef ágæt- is reynslu. Í kerskálanum er maður að færa til eitt og annað og þegar maður er kominn upp á lag með þetta er þetta ekki beint nákvæmnisverk. Auðvitað þarf þó alltaf að fara var- lega.“ Sigríður segir lyftarastarfið henta konum vel og alls ekki vera neitt karlastarf. „Venjulega er ekki líkamlegt erfiði í þessari vinnu og ég gæti einmitt haldið að þessi vinna hentaði konum ágæt- lega. Við erum líka varkárari ökumenn, er það ekki?“ segir Sigríð- ur og hlær og blæs á sögusagnir um að konur kunni ekki að bakka í stæði. „Það er bara vitleysa. Ég kann alveg að bakka í stæði og þekki margar konur sem kunna það.“ Ekkert rallý í pásunni Sigríður Ingunn Bragadóttir grípur í lyftarann þegar þörf er á og líkar starfið vel. MYND/ÚR EINKASAFNI Fjaðrabúðin Partur er um-boðsaðili kóresku lyftar-anna Doosan. Árið 2009 var Doosan valið fjórða besta fyrir- tækið af tímaritinu U.S. Econo- mics og á sér yfir 100 ára sögu. Fyrirtækið keypti þungavinnu- vélaframleiðslu Daewoo árið 2005 og breyttist Daewoo þá í Doosan. „Doosan á meðal annars Bobcat samsteypuna, Ingelsoll-Rand og fleiri þekkt vörumerki og er því mjög öflugt fyrirtæki,“ segir Birg- ir Árnason hjá Fjaðrabúðinni. Breið vörulína Doosan er með mjög breiða vöru- línu í lyfturum; allt frá hand- knúnum og rafknúnum vöru- brettatjökkum upp í stóra öfluga lyftara. „Lyftararnir eru fáanlegir í öllum stærðum og gerðum; raf- magnslyftarar frá einu tonni upp í fimm og dísellyftarar frá einu og hálfu tonni í fimmtán. Þetta eru einfaldir og sterkbyggðir lyftarar með litlu viðhaldi.“ Öflug þjónusta og varahluta- verslun Fiskvinnslufyrirtækið Brimberg á Seyðisfirði keypti fimm Doosan lyftara fyrir nokkrum árum sem reynst hafa mjög vel og endur- nýjuðu einn þeirra fyrir stuttu. „Við höfum varla þurft að skipta um eða laga neitt fyrir utan það sem talist gæti eðlilegt slit,“ segir Birgir ánægður með lága bilana- tíðni Doosan. Fjaðrabúðin þjón- ustar einnig varahluti fyrir Doos- an ásamt fleiri vörumerkjum og segir Birgir flestalla varahluti fá- anlega með sólarhrings fyrirvara. „Við rekum líka þjónustuverk- stæði með fjórum starfsmönn- um sem sinna Doosan lyfturum sem og öðrum tegundum.“ Sérútbúnir fiskvinnslulyftarar Fjaðrabúðin býður upp á sérvarða rafmagnslyftara fyrir fiskvinnslu. „Þeir koma til landsins með sér- vörðum mótorum, ryðfríum keðj- um, sterkari legum ásamt því að við bætum við hlífðarmottum og fleiru til að verja þá fyrir salti og vatni eins og hægt er. Gafflasnúningur Árið 2005 hóf Birgir framleiðslu á snúning sem passar á f lestar gerðir lyftara og er meðal annars notað til að sturta úr fiskikörum. „Við smíðum flest allt í snúning- inn hér á landi og er hann töluvert ódýrari hjá okkur en snúning- ar sem eru framleiddir erlendis,” segir Birgir stoltur af framleiðsl- unni. Doosan lyftarar Fjaðrabúðin Partur er með umboð fyrir Doosan lyftara „Doosan-vörulínan er mjög breið. Við erum með allt frá vörubrettatjökkum upp í stóra öfluga lyftara,“ segir Birgir Árnason hjá Fjaðrabúðinni. Birgir Árnason við hlið tveggja og hálfs tonna dísellyftara með 3,3 lítra eyðslugrönnum Yanmar mótor og snúningi framan á gálganum frá Fjaðrabúðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.