Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGLyftarar MÁNUDAGUR 23. APRÍL 20122 „Nei alls ekki, hér eru strangar öryggisreglur sem allir fylgja. Svo kemst maður ekki svo hratt á þessum tækjum,“ segir Sigríður Ing- unn Bragadóttir, framleiðslustarfsmaður í kerskála hjá Alcoa Fjarðaráli, þegar hún er spurð hvort starfsmenn freistist ekki til að þenja lyftarana á göngunum í kaffipásum. Sigríður hefur unnið síðustu fjögur ár hjá Fjarðaráli og líkar vel. Þar fara starfsmenn á vinnu- vélanámskeið og taka verkleg próf á lyftara en störfin róterast reglulega milli vakta. Hún segir ekkert mál að læra á lyft- ara. „Í sjálfu sér ekki. Þetta kemur fljótt með æfingunni en auðvitað eru til misfærir lyftara- menn,“ segir Sigríður en skellir upp úr þegar hún er spurð hvort hún sé með þeim færari. „Nei, ekki get ég sagt það, ég hef ekki unnið stanslaust á lyft- aranum þessi fjögur ár þar sem við erum um það bil mánuð í einu í hverju starfi. En jú ég hef ágæt- is reynslu. Í kerskálanum er maður að færa til eitt og annað og þegar maður er kominn upp á lag með þetta er þetta ekki beint nákvæmnisverk. Auðvitað þarf þó alltaf að fara var- lega.“ Sigríður segir lyftarastarfið henta konum vel og alls ekki vera neitt karlastarf. „Venjulega er ekki líkamlegt erfiði í þessari vinnu og ég gæti einmitt haldið að þessi vinna hentaði konum ágæt- lega. Við erum líka varkárari ökumenn, er það ekki?“ segir Sigríð- ur og hlær og blæs á sögusagnir um að konur kunni ekki að bakka í stæði. „Það er bara vitleysa. Ég kann alveg að bakka í stæði og þekki margar konur sem kunna það.“ Ekkert rallý í pásunni Sigríður Ingunn Bragadóttir grípur í lyftarann þegar þörf er á og líkar starfið vel. MYND/ÚR EINKASAFNI Fjaðrabúðin Partur er um-boðsaðili kóresku lyftar-anna Doosan. Árið 2009 var Doosan valið fjórða besta fyrir- tækið af tímaritinu U.S. Econo- mics og á sér yfir 100 ára sögu. Fyrirtækið keypti þungavinnu- vélaframleiðslu Daewoo árið 2005 og breyttist Daewoo þá í Doosan. „Doosan á meðal annars Bobcat samsteypuna, Ingelsoll-Rand og fleiri þekkt vörumerki og er því mjög öflugt fyrirtæki,“ segir Birg- ir Árnason hjá Fjaðrabúðinni. Breið vörulína Doosan er með mjög breiða vöru- línu í lyfturum; allt frá hand- knúnum og rafknúnum vöru- brettatjökkum upp í stóra öfluga lyftara. „Lyftararnir eru fáanlegir í öllum stærðum og gerðum; raf- magnslyftarar frá einu tonni upp í fimm og dísellyftarar frá einu og hálfu tonni í fimmtán. Þetta eru einfaldir og sterkbyggðir lyftarar með litlu viðhaldi.“ Öflug þjónusta og varahluta- verslun Fiskvinnslufyrirtækið Brimberg á Seyðisfirði keypti fimm Doosan lyftara fyrir nokkrum árum sem reynst hafa mjög vel og endur- nýjuðu einn þeirra fyrir stuttu. „Við höfum varla þurft að skipta um eða laga neitt fyrir utan það sem talist gæti eðlilegt slit,“ segir Birgir ánægður með lága bilana- tíðni Doosan. Fjaðrabúðin þjón- ustar einnig varahluti fyrir Doos- an ásamt fleiri vörumerkjum og segir Birgir flestalla varahluti fá- anlega með sólarhrings fyrirvara. „Við rekum líka þjónustuverk- stæði með fjórum starfsmönn- um sem sinna Doosan lyfturum sem og öðrum tegundum.“ Sérútbúnir fiskvinnslulyftarar Fjaðrabúðin býður upp á sérvarða rafmagnslyftara fyrir fiskvinnslu. „Þeir koma til landsins með sér- vörðum mótorum, ryðfríum keðj- um, sterkari legum ásamt því að við bætum við hlífðarmottum og fleiru til að verja þá fyrir salti og vatni eins og hægt er. Gafflasnúningur Árið 2005 hóf Birgir framleiðslu á snúning sem passar á f lestar gerðir lyftara og er meðal annars notað til að sturta úr fiskikörum. „Við smíðum flest allt í snúning- inn hér á landi og er hann töluvert ódýrari hjá okkur en snúning- ar sem eru framleiddir erlendis,” segir Birgir stoltur af framleiðsl- unni. Doosan lyftarar Fjaðrabúðin Partur er með umboð fyrir Doosan lyftara „Doosan-vörulínan er mjög breið. Við erum með allt frá vörubrettatjökkum upp í stóra öfluga lyftara,“ segir Birgir Árnason hjá Fjaðrabúðinni. Birgir Árnason við hlið tveggja og hálfs tonna dísellyftara með 3,3 lítra eyðslugrönnum Yanmar mótor og snúningi framan á gálganum frá Fjaðrabúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.