Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 11
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR 11 Laugardagur Mánudagur Mánudagur » Krónan Það er auðvelt að safna. Þú færð Aukakrónur fyrir:  alla innlenda veltu af kreditkorti  viðskipti við samstarfsaðila  þjónustuþætti hjá Landsbankanum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA MENNTAMÁL Um tveir af hverjum þremur nemum framhaldsskóla stunda nám á bóknámsbraut en um þriðjungur er í starfsnámi. Að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar um skólamál hefur hlutfall nemenda í starfsnámi lækkað lítillega frá síðasta ári og hafa nemendur ekki verið færri síðasta áratuginn. Fleiri karlar stunda starfsnám en konur, eða tæp 39% á móti 28%. Nemendum á meistarastigi í háskólanámi hefur fjölgað ár frá ári allt þar til síðasta hausts, en þá fækkaði þeim um 1,4%. Sömu sögu er að segja af doktorsstigi. Þar hefur nemendum fjölgað árlega frá árinu 2001 en fækkaði nú um 5,4%. Körlum í doktorsnámi fækkar um 15% en konum fjölgar um 1,4% frá fyrra ári. Tæplega fjórðungur doktorsnema eru útlendingar, flest- ir frá öðrum Evrópulöndum. - jhh Fleiri konur í bóknámi samkvæmt nýrri könnun Hagstofu Íslands um skólamál: Körlum í doktorsnámi fækkar Í SKÓLANUM Nemendum á meistara- stigi heur fjölgað ár frá ári allt þar til síðasta haust. NORDICPHOTOS/GETTY VÍSINDI Grunnvatnsbirgðir djúpt undir yfirborðinu á meginlandi Afríku eru um 100 sinnum meiri en allt vatn á yfirborðinu í álfunni, samkvæmt rannsókn jarðvísinda- manna. Þeir vara við að farið verði of geyst í að bora eftir vatninu. Talið er að yfir 300 milljónir manna í Afríku hafi ekki aðgang að hreinu vatni, og því mikill áhugi á niðurstöðum vísinda mannanna sem kortlögðu grunnvatns- lindir undir þessari gríðarstóru heimsálfu. Gríðarlegar vatnsbirgðir má til dæmis finna undir eyðimörkum Líbíu, Alsír og Tsjad, en vandinn er sá að lítið bætist í vatns lindirnar enda úrkoman lítil að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Ekkert vatn hefur bæst við gríðar stórar grunnvatnslindir undir Sahara-eyðimörkinni í um 5.000 ár. Sama á við um fleiri lindir sem finna má undir yfir- borðinu. Þar sem ekki bætist í lind- irnar ætti ekki að fara í stórvirkar aðgerðir til að dæla upp grunn- vatninu, að mati vísindamannanna. Betra væri að bora minni brunna fyrir samfélög þar sem hreint vatn skorti. - bj Grunnvatn undir Afríku er talið í um 100 sinnum meira magni en vatn sem er að finna á yfirborðinu: Fara verður varlega í að bora eftir vatni BRUNAVARNIR Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru fyrir helgi kallaðir að Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, en þar var tilkynnt um reyk undan þaki. Þegar slökkviliðsmennirnir mættu á staðinn kom í ljós að eldur var ekkki laus heldur verið að háþrýstiþvo hús. Taldi einhver að vatnsgufan frá verkinu væri reykur og kallaði á slökkvilið. Slökkviliðið kallað að Ásbrú: Reykur reyndist vera vatnsgufa ALÞINGI Allsherjar- og mennta- málanefnd hefur lagt fram frum- varp á Alþingi um að tuttugu og fjórum einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur hér á landi. Samkvæmt greinargerð nefnd- arinnar bárust fjörutíu og tvær umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi en samkvæmt lögum veitir Alþingi ríkisborgararétt. Frumvarp allsherjarnefndar: Lagt til að 24 fái ríkisborgararétt DANMÖRK Danskt fyrirtæki býðst til að sérhanna líkkistur með persónulegum myndum á, að því er segir á vef Kristeligt Dagblad. Afar og ömmur geta látið jarðsetja sig í kistu skreytta myndum af barnabörnunum og bændur mynd- um akra sinna. Haft er eftir útfararstjóra að breyting sé nýtilkomin og flestir kjósi hvíta hefðbundna kistu. Hann kvaðst þó hafa heyrt af útför þar sem kistan var í formi bíls. Nýstárlegar kistur munu tals- vert dýrari en hefðbundnar. - ibs Hefðbundar eru ódýrari: Bjóðast til að skreyta kistur VATNSSKORTUR Talið er að yfir 300 milljónir manna í Afríku hafi ekki aðgang að hreinu vatni. N O R D IC PH O TO S/ A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.