Fréttablaðið - 23.04.2012, Side 11
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR 11
Laugardagur
Mánudagur
Mánudagur » Krónan
Það er auðvelt að safna.
Þú færð Aukakrónur fyrir:
alla innlenda veltu af kreditkorti
viðskipti við samstarfsaðila
þjónustuþætti hjá Landsbankanum
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
MENNTAMÁL Um tveir af hverjum
þremur nemum framhaldsskóla
stunda nám á bóknámsbraut en um
þriðjungur er í starfsnámi.
Að því er fram kemur í tölum
Hagstofunnar um skólamál hefur
hlutfall nemenda í starfsnámi
lækkað lítillega frá síðasta ári og
hafa nemendur ekki verið færri
síðasta áratuginn. Fleiri karlar
stunda starfsnám en konur, eða
tæp 39% á móti 28%.
Nemendum á meistarastigi í
háskólanámi hefur fjölgað ár frá
ári allt þar til síðasta hausts, en þá
fækkaði þeim um 1,4%. Sömu sögu
er að segja af doktorsstigi. Þar
hefur nemendum fjölgað árlega frá
árinu 2001 en fækkaði nú um 5,4%.
Körlum í doktorsnámi fækkar
um 15% en konum fjölgar um 1,4%
frá fyrra ári. Tæplega fjórðungur
doktorsnema eru útlendingar, flest-
ir frá öðrum Evrópulöndum. - jhh
Fleiri konur í bóknámi samkvæmt nýrri könnun Hagstofu Íslands um skólamál:
Körlum í doktorsnámi fækkar
Í SKÓLANUM Nemendum á meistara-
stigi heur fjölgað ár frá ári allt þar til
síðasta haust. NORDICPHOTOS/GETTY
VÍSINDI Grunnvatnsbirgðir djúpt
undir yfirborðinu á meginlandi
Afríku eru um 100 sinnum meiri
en allt vatn á yfirborðinu í álfunni,
samkvæmt rannsókn jarðvísinda-
manna. Þeir vara við að farið verði
of geyst í að bora eftir vatninu.
Talið er að yfir 300 milljónir
manna í Afríku hafi ekki aðgang
að hreinu vatni, og því mikill áhugi
á niðurstöðum vísinda mannanna
sem kortlögðu grunnvatns-
lindir undir þessari gríðarstóru
heimsálfu.
Gríðarlegar vatnsbirgðir má til
dæmis finna undir eyðimörkum
Líbíu, Alsír og Tsjad, en vandinn
er sá að lítið bætist í vatns lindirnar
enda úrkoman lítil að því er fram
kemur í frétt BBC um málið.
Ekkert vatn hefur bæst við
gríðar stórar grunnvatnslindir
undir Sahara-eyðimörkinni í um
5.000 ár. Sama á við um fleiri
lindir sem finna má undir yfir-
borðinu. Þar sem ekki bætist í lind-
irnar ætti ekki að fara í stórvirkar
aðgerðir til að dæla upp grunn-
vatninu, að mati vísindamannanna.
Betra væri að bora minni brunna
fyrir samfélög þar sem hreint vatn
skorti. - bj
Grunnvatn undir Afríku er talið í um 100 sinnum meira magni en vatn sem er að finna á yfirborðinu:
Fara verður varlega í að bora eftir vatni
BRUNAVARNIR Slökkviliðsmenn frá
Brunavörnum Suðurnesja voru
fyrir helgi kallaðir að Ásbrú, á
gamla varnarsvæðinu, en þar var
tilkynnt um reyk undan þaki.
Þegar slökkviliðsmennirnir
mættu á staðinn kom í ljós að
eldur var ekkki laus heldur verið
að háþrýstiþvo hús. Taldi einhver
að vatnsgufan frá verkinu væri
reykur og kallaði á slökkvilið.
Slökkviliðið kallað að Ásbrú:
Reykur reyndist
vera vatnsgufa
ALÞINGI Allsherjar- og mennta-
málanefnd hefur lagt fram frum-
varp á Alþingi um að tuttugu
og fjórum einstaklingum verði
veittur ríkisborgararéttur hér á
landi.
Samkvæmt greinargerð nefnd-
arinnar bárust fjörutíu og tvær
umsóknir um ríkisborgararétt á
haustþingi en samkvæmt lögum
veitir Alþingi ríkisborgararétt.
Frumvarp allsherjarnefndar:
Lagt til að 24 fái
ríkisborgararétt
DANMÖRK Danskt fyrirtæki býðst
til að sérhanna líkkistur með
persónulegum myndum á, að því
er segir á vef Kristeligt Dagblad.
Afar og ömmur geta látið jarðsetja
sig í kistu skreytta myndum af
barnabörnunum og bændur mynd-
um akra sinna.
Haft er eftir útfararstjóra að
breyting sé nýtilkomin og flestir
kjósi hvíta hefðbundna kistu.
Hann kvaðst þó hafa heyrt af
útför þar sem kistan var í formi
bíls. Nýstárlegar kistur munu tals-
vert dýrari en hefðbundnar. - ibs
Hefðbundar eru ódýrari:
Bjóðast til að
skreyta kistur
VATNSSKORTUR
Talið er að yfir
300 milljónir
manna í Afríku
hafi ekki aðgang
að hreinu vatni.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP