Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 4
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR4
GENGIÐ 20.04.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,5814
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,00 126,60
203,06 204,04
166,25 167,19
22,346 22,476
22,041 22,171
18,809 18,919
1,5408 1,5498
194,60 195,76
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Rakatæki og
lofthreinsi-
tæki
frá Stadler Form
Minna ryk, minni þreyta.
Betri einbeiting, betri svefn.
FRÉTTASKÝRING
Hver er staða Mitts Romneys í
aðdraganda forsetakosninganna í
Bandaríkjunum?
Þegar Rick Santorum tilkynnti að
hann hygðist draga sig út úr bar-
áttunni um útnefningu Repúblik-
anaflokksins fyrir forsetakosning-
arnar í Bandaríkjunum í haust varð
endanlega ljóst það sem lengi hafði
stefnt í. Mitt Romney átti útnefn-
inguna vísa.
Romney hefur þegar hafið kosn-
ingabaráttuna og lætur einskis
ófreistað til að koma höggi á Bar-
ack Obama, sitjandi forseta og
frambjóðanda demókrata.
Enn sem komið er hefur Obama
forystu gegn Romney í flestum
skoðanakönnunum, en sú staða
gæti hæglega breyst.
Helstu vandamál Romneys eiga
sér rætur í forvalsbaráttunni þar
sem baráttan var einstaklega hörð
og ekkert gefið eftir.
Andstæðingar Romneys, aðal-
lega Santorum og Newt Gingrich,
hafa deilt harkalega á Romney
vegna ístöðuleysis hans í mörgum
lykilmálum og hafa sagst efast um
að hann sé íhaldsmaður í raun. Í
baráttunni hefur hann því fært sig
talsvert út á hægri vænginn til að
elta fylgi.
Það hefur óhjákvæmilega kostað
Romney nokkuð fylgi hjá óákveðn-
um kjósendum, en það er jafn-
an lykillinn að sigri í kosningum.
Auk þess stendur hann höllum fæti
meðal kvenna og kjósenda af róm-
önskum uppruna.
Þá glímir Romney einnig við
ímyndarvanda. Bæði þykir hann
ekki vera hrífandi persónuleiki,
þurr á manninn og hálf litlaus,
en einnig líður hann fyrir eigið
ríkidæmi. Hann hefur til dæmis
látið falla nokkur ummæli sem
þykja bera þess vott að hann sé
úr tengslum við almenna kjós-
endur. Loks komst í hámæli fyrir
skemmstu að hann greiddi talsvert
lægri hluta af gríðarháum tekjum
sínum í skatt en almennir launa-
menn úr sínu launaumslagi.
Þrátt fyrir allt ofansagt á Obama
sigurinn alls ekki vísan þar sem
hann þarf að standa með sínum
embættisverkum, sem mörgum
þykja ekki hafa skilað ásættanleg-
um árangri við að örva efnahags-
lífið og sigrast á atvinnuleysi.
Baráttan er þegar hafin og Rom-
ney og Obama eru að safna pen-
ingum fyrir dýrustu kosningabar-
áttu allra tíma. Hvor um sig stefnir
að því að hafa um milljarð dala til
reiðu til að koma boðskap sínum á
framfæri.
Ómögulegt er að spá um hvern-
ig fer, en staðreynd málsins er að
sitjandi forsetar hafa jafnan borið
sigur úr býtum.
Möguleikar Romneys gegn
Obama felast eflaust í að vinna
hylli á miðjunni án þess þó að
ganga gegn fyrri yfirlýsingum og
loforðum til kjósenda yst á hægri
vængnum. thorgils@frettabladid.is
Kapphlaupið um
miðjuna er hafið
Mitt Romney á útnefningu repúblikana vísa fyrir forsetakosningarnar. Hann er
enn á eftir Obama forseta í könnunum og á mikið starf óunnið við að ávinna
sér traust óháðra kjósenda eftir yfirlýsingar í harðvítugu forvali flokksins.
TALAR TIL FÓLKSINS Mitt Romney veit sem er að lykillinn að sigri í forsetakosningum
er að ná til fólksins. Hann settist niður með fólki í Pennsylvaníuríki fyrr í vikunni og
ræddi málin. NORDICPHOTOS/AFP
ÖRYGGISMÁL Reiknað er með að
varðskipið Þór verði afhent Land-
helgisgæslunni í vikunni og verði
þá siglt heim til Íslands. Þór hefur
verið í Bergen í Noregi frá 9. febrú-
ar síðastliðinn þar sem skipt var
um gallaða aðalvél í skipinu.
Þór fór í prufusiglingu á laug-
ardag frá Bergen þar sem gerð-
ar voru titrings-, eldsneytis- og
hraðamælingar. Rolls Royce í Nor-
egi skipti um aðra aðalvél skips-
ins vegna titrings sem mældist í
skipinu eftir að það kom til Íslands
síðastliðið haust og er þessi fram-
kvæmd öll á ábyrgð Rolls Royce og
ber Landhelgisgæslan ekki neinn
kostnað af framkvæmdunum, og
ábyrgðartími véla og skips lengist
sem nemur framkvæmdatímanum.
Siglingin sem stóð yfir í um 12
klukkustundir gekk vel að sögn
skipherra. Enginn óeðlilegur titr-
ingur mældist í siglingunni og
virðist sem ganghraði varðskips-
ins hafi aukist frá því sem áður var
því hann mældist 20,1 sjómílur en
áður mældist hann 19,45 sjómílur.
Síðastliðna daga hefur áhöfn varð-
skipsins jafnframt setið ýmis nám-
skeið sem tengjast búnaði skipsins.
- shá
Prufusigling varðskipsins lofar góðu og ganghraði hefur aukist eftir viðgerð:
Varðskipið Þór senn á heimleið
ÞÓR Í BERGEN Skipið hefur verið til við-
gerða hjá Rolls Royce í Noregi í á þriðja
mánuð. MYND/BJÖRGÓLFUR HÁVARÐSSON
AMSTERDAM, AP Ein kona á sjö-
tugsaldri fórst og sextán slösuðust
alvarlega í lestarslysi í Amsterdam,
höfuðborg Hollands, á laugardags-
kvöld. Tvær lestir skullu saman
og er þetta eitt versta lestarslysið í
Hollandi í langan tíma.
Ekki er vitað hvað olli slysinu en
rannsakað verður hvort mannleg
mistök hafi átt sér stað eða hvort
bilun hafi verið í tækjabúnaði. „Það
er algjör martröð þegar tvær lestir
skella saman á sömu lestarteinum,“
sagði Bert Meerstadt, yfirmaður
lestarmála í Hollandi. - fb
Alvarlegt lestarslys í Hollandi:
Kona fórst og
16 eru slasaðir
HEILBRIGÐISMÁL Viðtalstækni sem
nefnist „áhugahvetjandi samtal“
(eða motivational interviewing)
verður innleidd með kerfisbundnari
hætti en áður á meðferðarheimilinu
Stuðlum.
Fram kemur á vef Stuðla að rann-
sóknir hafi leitt í ljós að aðferðin
beri árangur í ráðgjöf, bráðaþjón-
ustu og meðferðarvinnu með ung-
lingum sem glími við hegðunar- og
vímuefnavanda. „Aðferðin miðar
að því að virkja vilja skjólstæðings
til jákvæðra breytinga á lífsstíl og
hegðun,“ segir þar. - óká
Nota áhugahvetjandi samtal:
Styrkja vilja til
góðra breytinga
ÍRAN,AP Íranir eru að smíða end-
urgerð af ómannaðri bandrískri
njósnavél sem herinn þar í landi
gerði upptæka á síðasta ári. Írön-
um tókst að finna í vélinni upp-
lýsingar um fyrri ferðir hennar
og að sögn hershöfðingjans Amir
Ali Hajizadeh hafði hún ferðast
um norðvesturhluta Pakistan þar
sem bandarískir hermenn fundu
Osama Bin Laden og drápu hann.
Bandaríkjamenn hafa viður-
kennt að hafa týnt njósnavélinni.
Þeir telja að Íranir muni eiga í
erfiðleikum með að notfæra sér
tæknina í vélinni og upplýsingarn-
ar sem hún hefur að geyma. - fb
Týndu njósnatæki í Íran:
Njósnaflugvél
endursmíðuð
HJÁ NJÓSNAVÉLINNI Íranir hjá banda-
rísku njósnavélinni sem þeir ætla að
endurgera. MYND/AP
PRAG,AP Tugir þúsunda manns
gengu um götur Prag, höfuðborg-
ar Tékklands, á laugardag til að
mótmæla niðurskurði stjórnvalda.
Þetta voru ein fjölmennustu mót-
mælin gegn stjórnvöldum í Tékk-
landi síðan kommúnisminn féll
fyrir næstum 23 árum.
Mótmælendurnir sem fjöl-
menntu af öllu landinu hvöttu
stjórnvöld til að hætta við niður-
skurðinn og segja af sér. Þeir
kröfðust einnig þingkosninga.
Ríkisstjórnin segir að niður-
skurðurinn og fleiri breytingar
sem þurfi að gera séu nauðsyn-
legar til að þjóðin falli ekki í djúpt
skuldafen. - fb
Niðurskurður í Tékklandi:
Tugir þúsunda
mótmæla í Prag
MÓTMÆLI Tugir þúsunda mótmæltu
niðurskurði tékkneskra stjórnvalda.
MYND/AP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
13°
15°
12°
13°
15°
12°
12°
21°
9°
19°
15°
23°
5°
11°
18°
12°Á MORGUN
3-10 m/s
víðast hvar.
MIÐVIKUDAGUR
Hægur vindur
um allt land.
8
5
2
6
4
3
2
5
7
7
2
5
4
7
5
3
7
4
10
6
12
3
7
2 1
0
4 6
1 1
-2
2
SVALT NA-TIL Útlit
er fyrir hæglætis-
veður næstu daga,
það verður heldur
svalt víða norð-
an- og austantil,
sæmilegur hiti að
deginum SV-lands.
Í dag og á morgun
ríkja norðan- og
austanáttir en á
miðvikudaginn
lítur út fyrir hæga,
breytilega átt.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
ALASKA, AP Blakbolti og fótbolti
sem nýlega fundust við strend-
ur eyjunnar Middleton Island í
Alaskaflóa, eru brak úr flóðbylgj-
unni sem gekk yfir Japan í fyrra.
Dagblaðið Anchorage Daily
News segir radartæknimann sem
starfar á eyjunni hafa fundið
boltana. Eiginkonu hans tókst að
rekja skriftina á öðrum boltanum
til japansks skóla sem varð fyrir
flóðbylgjunni. Vísindamenn telja
hlutina á meðal þeirra fyrstu sem
rekur á strendur Bandaríkjanna
úr flóðinu í Japan. - fb
Ársgamalt flóðbylgjubrak:
Japanska bolta
rak til Alaska