Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. maí 2012 13
Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna
komu til sérfræðilækna og svo-
kallað viðbótarálag sem þeir vel-
flestir hafa lagt á síðastliðið ár
eða svo. Fram hefur komið að
sérfræðilæknar hafi verið samn-
ingslausir í rúmt ár og að ekki
hafi farið fram neinar viðræð-
ur milli aðila um nokkurt skeið.
Hins vegar hefur verið sett reglu-
gerð sem hefur verið endurnýjuð
reglubundið síðastliðna mánuði og
tryggir greiðsluþátttöku ríkisins
í sjúkrakostnaði einstaklingsins
samkvæmt síðasta samningi milli
aðila.
Vert er að benda á þá mismunun
sem felst í því að aðrir aðilar sem
eru með virka samninga taka ekki
aukagjöld af sjúklingum sínum,
samanber einkareknar heilsu-
gæslur í Salahverfi, Lágmúla eða
Læknavaktina svo dæmi séu tekin.
En svo virðist sem slíkt gangi nær
óáreitt fyrir sig í heilt ár af hálfu
sérgreinalækna undir vökulu auga
velferðarráðuneytisins.
Komið hafa fram kvartanir
vegna þess að aukinn kostnaður
leggst á sjúklinga vegna viðbótar-
gjalda og einnig hefur verið hvatt
til þess að ríki og Læknafélag
Reykjavíkur, sem fer með samn-
ingsumboð fyrir hönd sérfræði-
lækna innan Læknafélags Íslands,
slíðri sverðin og komist að niður-
stöðu.
Formaður samninganefndar
lækna sagði í fréttum að annað
hvort hækkuðu menn gjöldin eða
starfssemi sérfræðilækna legðist
af í núverandi mynd. Daginn eftir
kom fram hjá velferðarráðherra
að til stæði að koma á þjónustu-
stýringu sem ekki var tilgreint
frekar í hverju fælist enda beðið
niðurstöðu nefndar með tillögur
þessa efnis. Þá var í upplagi sömu
fréttar tilgreint að ekki stæði til
að auka kostnað vegna sérfræði-
lækna né hækka laun þeirra á
þessu ári. Mig rámar í að aðrir
ráðherrar hafi lýst yfir svipuðum
fyrirætlunum en án árangurs.
Það er því ljóst að það stefnir í
einhvers konar uppgjör milli aðila
og líklegt að ríkið muni reyna að
finna leiðir til þess að viðhalda
þeirri góðu þjónustu sem sérfræði-
læknar hafa veitt án þess þó að
borga meira fyrir hana. Í því felst
væntanlega aukið álag á opinbera
kerfið og þá sérstaklega heilsu-
gæsluna sem hefur verið veikluð
undanfarið eins og fram hefur
komið vegna mönnunarvanda.
Lausn vandans er ekki ein-
föld og sérlega flókin þegar við-
kvæm starfsemi sem þessi byggir
á starfsmönnum ríkisins og í
sama mund rekstraraðilum einka-
fyrirtækja með hagsmuni slíkra
að leiðarljósi. Sú hótun að leggja
niður starfsemi kæmi sér verulega
illa fyrir utanspítalaþjónustu. Á
sama tíma yrðu líklega uppsagnir
á sjúkrahúsum og landflótti lækna
aukinn þar sem þetta eru sömu
aðilarnir og því tvöföld áhætta
fyrir ríkið að taka á vandanum.
Það liggur þó fyrir að sjúk-
lingar munu ekki vilja sætta sig
við að greiða hærri gjöld og ríkið
verður að koma til móts við þá sem
eru sjúkratryggðir og standa við
loforð sín um að veita þeim bestu
mögulegu heilbrigðisþjónustu sem
völ er á hverju sinni. Á sama hátt
liggur fyrir að læknar sem ekki
eru á samningi munu líklega ekki
treysta sér til að starfa á stofu
þar sem tekjuöryggið er frá þeim
numið með slíkum hætti. Þeir
munu því mögulega hætta, fara
á samning eða reyna fyrir sér í
hreinum einkarekstri.
Felst lausn velferðarráðherra
mögulega í því að taka áhættuna
og neita greiðslum til þeirra sem
eru utan samninga? Hann ræður
augljóslega ekki við sérfræði-
læknana síðastliðin ár frekar en
Ögmundur eða Álfheiður og því
sennilega affarasælast að semja
og klára málið, eða hvað?
Felst lausn vel-
ferðarráðherra
mögulega í því að taka
áhættuna og neita
greiðslum til þeirra sem
eru utan samninga?
Velferðarráðherra
og sérgreinalæknar?
Teitur
Guðmundsson
læknir
HEILSA
Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Frétta-
tímann og í grein í Fréttablaðinu
sagt mig hafa brotið siðareglur
lögmanna og vegið að starfsheiðri
hennar sem lögmanns í síðasta
pistli mínum á Pressunni. For-
saga málsins er sú að Helga Vala
hafði í viðtali á RÚV sagt héraðs-
dómara hafa brotið gegn ungum
mönnum sem komu til landsins á
fölsuðum skilríkjum með því að
dæma þá til fangelsisrefsingar.
Vísaði hún í því sambandi til 31.
gr. flóttamannasamnings Sam-
einuðu Þjóðanna sem ekki hefur
verið lögfestur hér á landi.
Ég taldi í mínum pistli þessa
túlkun undarlega og í engu sam-
ræmi við skýran texta ákvæð-
isins. Þar að auki hefur Hæsti-
réttur margdæmt þá til refsingar
sem reynt hafa að koma til lands-
ins með því að framvísa fölsuð-
um skilríkjum án þess að gefa
sig fram við yfirvöld. Um þetta
eru því skýr og fjölmörg dóma-
fordæmi. Með hliðsjón af því og
að Helga Vala hefur látið málefni
hælisleitenda sig varða í pólitísku
starfi sem flokksmaður og vara-
þingmaður Samfylkingarinnar
velti ég því fyrir mér hvort lög-
fræðingurinn Helga eða stjórn-
málamaðurinn Vala væri að tjá
sig um dóminn.
Þegar Helga Vala gefur álit
í fjölmiðlum á málum sem til
umræðu eru verður hún að vera
undir það búin að einhver and-
mæli henni. Skiptir þá engu máli
hvort það eru félagar hennar í
Lögmannafélaginu eða aðrir.
Helga Vala var ekki að sinna lög-
mannsstörfum þegar hún gaf álit
sitt á brotlega héraðsdómaranum
og túlkun á gildandi lögum og
reglum. Með gagnrýni minni er
ég því ekkert að vega að starfs-
heiðri hennar sem lögmanns. Ég
taldi bara túlkun hennar á gild-
andi rétti vera ranga. Ég hef hins
vegar enga ástæðu til að ætla
annað en að Helga Vala sinni lög-
mannsstörfum sínum af sam-
viskusemi og gæti hagsmuna
umbjóðanda síns í hvívetna eins
og lögmönnum ber.
Helga Vala segir að ég hafi kall-
að hana „svokallaðan sérfræðing“
og hafi leyft mér á opinberum
vettvangi að efast um þekkingu
hennar í flóttamannarétti, saka-
málaréttarfari og refsilögum. Ég
hvorki kallaði hana „svokallað-
an sérfræðing“ né efaðist ég um
þekkingu hennar í flóttamanna-
rétti eða öðrum greinum lögfræð-
innar. Umfjöllun mín um „svokall-
aða sérfræðinga“ var í tengslum
við dæmalausa orðræðu Marðar
Árnasonar sem tók að sér í þing-
sal að vega að starfsheiðri verj-
anda mannanna og taldi nær að
tilefndir yrðu sérfræðingar að
sunnan til að halda uppi vörnum
fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki
að Mörður ætti við samflokks-
mann sinn, Helgu Völu, þegar
hann talaði um sérfræðinga að
sunnan.
Ég hef hins vegar oft velt því
fyrir mér, ótengt þessu máli,
hvernig menn verða sérfræðing-
ar, sérstaklega þegar þeir eru
nýútskrifaðir úr skóla. En ein-
hvern veginn verða sumir sér-
fræðingar í öllu öðru fremur um
leið og þeir opna munninn í fjöl-
miðlum.
Sérfræðingur að sunnan
Dómsmál
Brynjar
Níelsson
hæstaréttarlögmaður
18.júní kl 20:00
Miðasala á harpa.is, midi.is
Í miðasölu Hörpu og í síma 528 5050
Paul McCartney 70 ára
Afmælistónleikar
Í Eldborg
Hörpu
Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson, Andrea Gylfadóttir,
Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jakob F. Magnússon,
Eyjólfur Kristjánsson, Pálmi Sigurhjartarson, Björgvin Gíslason,
Tómas M.Tómasson, Eðvarð Lárusson, Ásgeir Óskarsson,
Gísli Helgason, Ólafur Þórarinsson, Baddi úr Jeff Who,
Magnús R. Einarsson, Þórður Árnason
M
iðasala
hefst í dag