Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 15
Reynslubolti
– þarf að vera sóknarmiðaður
Viðskiptaþróunarstjóri
Við leitum að öflugum stjórnanda, með mikla reynslu af
flugrekstri og flugheiminum almennt. Viðkomandi mun
annast samskipti við helstu samstarfsaðila, þróa ný og
spennandi viðskiptasambönd og finna sóknarfæri fyrir
WOW air. Viðskiptamenntun, leiðtogahæfileikar, ævintýra-
þrá og brennandi áhugi á flugi eru ótvíræðir kostir.
Markaðshetja
– sem þarf lítinn svefn
Vef- og verkefnastjóri í markaðsdeild
Við leitum að hörkuduglegri og hugmyndaríkri markaðs-
manneskju til að hafa yfirumsjón með vef WOW air, auk
þess að verkefnastýra markaðsátökum hér heima og
erlendis. Þarf að hafa háskólagráðu í markaðsfræði,
smitandi áhuga og reynslu af markaðsmálum og vef-
umsjón, auk þekkingar á vefumsjónarkerfum, s.s. Drupal.
Mikið keppnisskap er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa
unun af því að skjótast milli heimshorna í vinnutímanum.
Forritunargúrú
– þarf að skilja tölvur
Forritari vefsvæða WOW air
Við viljum ráða úrræðagóðan forritara í fjölbreytt starf við
þróun og viðhald vefsvæða og bókunarvélar – og til að
aðstoða notendur. Háskólagráða í tölvunarfræði eða
haldgóð reynsla í hugbúnaðargerð er skilyrði auk þess
sem viðkomandi þarf að kunna góð skil á .Net (VB, C#),
CSS/HTML, Jquery, Javascript, MS SQL, PHP, Drupal og
öðru því sem við hin skiljum ekki.
Ferðamálafrömuður
– þarf að vera snöggur að pakka
Verkefnastjóri hjá WOW ferðum
Við leitum að hugmyndaríkri manneskju í framleiðslu
og skipulagningu pakkaferða hjá WOW ferðum. Þarf að
hafa reynslu og þekkingu á pakkaferðum fyrir hópa og
einstaklinga, úrvinnslu þeirra og utanumhald. Ekki spillir
fyrir að hafa einlægan áhuga á ferðalögum, mikið keppnis-
skap og skemmtilega sýn á lífið og tilveruna.
Samskiptasérfræðingur
– þarf að vera með flug á heilanum
Starfsmaður í flugrekstrardeild
Starfið er fjölbreytt og felur í sér samskipti við flugvelli,
flugafgreiðsluaðila, flugrekendur og aðra samstarfsaðila.
Mikilvægt er að umsækjandi sé jákvæður, lipur í sam-
skiptum og moldríkur af þjónustulund. Minnst 2-3 ára
reynsla í flugumsjónar- og flugafgreiðslustörfum er skilyrði
auk menntunar og tungumálakunnáttu sem nýtist í starfinu.
Þjónustuliðsauki
– þarf að kunna að brosa
Starfsmaður í þjónustudeild
Við leitum að þjónustuliprum og orkumiklum einstaklingi
sem hefur óendanlega gaman af mannlegum samskiptum
og öllu því sem snýr að flugi. Þarf að vera jákvæður,
ábyrgur og stútfullur af ævintýraþrá. Skilyrðin eru
stúdentspróf, reynsla af sölu- og þjónustustörfum og
almenn lífsgleði.
Fjármálasnillingur
– þarf að kunna að reikna
Starfsmaður á fjármálasviði
Þarf að kunna skil á bókhaldi, afstemmingum, skýrslu- og
reikningagerð og öðru skemmtilegu. Viðskiptamenntun er
nauðsyn, góð og farsæl reynsla af Navison æskileg og
viðkomandi má ekki vera haldinn tölvufælni af neinu tagi.
Söluséní
– þarf að vera söluhvetjandi
Starfsmaður á sölusviði
Þarf að hafa vit á tekjustýringu, áætlanagerð, verðstýringu
og söluumsjón. Starfið felur í sér mikil samskipti við ferða-
heildsala. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði,
sem og leikni í Excel. Sjálfstæð vinnubrögð, vandvirkni og
bullandi þjónustulund þurfa að fylgja.
byrja með okkur?
að skapandi og skemmtilegu fólki í eftirtalin störf
Ekki hika við að senda umsókn á starf@wowair.is.
Höfðatún 12
105 Reykjavík
www.wowair.is
wowair@wowair.is
Ísland / Iceland
+354 590 3000