Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 18
FÓLK|HEILSA
Það er enginn pískaður áfram í CrossFit,“ segir Elvar Þór Karls-son eigandi CrossFit Stöðvar-
innar sem opnar upp á gátt í nýrri
og glæsilegri æfingastöð í Elliðaár-
dalnum 4. júní.
„Margir halda að CrossFit sé ein-
göngu fyrir íþróttafólk í toppformi,
en 95 prósent þeirra sem ástunda
CrossFit er venjulegt fólk í leit að
góðri hreyfingu sem skilar árangri,“
útskýrir Elvar um CrossFit-líkams-
ræktarkerfið sem nýtur sívaxandi
vinsælda.
Í nýju líkamsræktarstöðinni í
Elliðaárdalnum verður CrossFit gert
enn hærra undir höfði en áður var
í BootCamp og undir nýja nafninu
CrossFit Stöðin.
„CrossFit Stöðin býr yfir glæsi legum
CrossFit-sal og að sjálfsögðu munum
við njóta þess að geta æft utan húss í
nánu samneyti við ægifagra náttúru
Elliðaárdalsins. Að staðan í nýja
húsinu er í hvívetna til fyrirmyndar
og auk CrossFit verður hægt að fara í
BootCamp, hlaupahópa, lyftingar og
meðgönguleikfimi, og láta smáfólkið í
barnagæslu á meðan.“
Elvar segir helsta kost CrossFit
vera fjölbreytni.
„Við tryggjum að fólk staðni ekki
í sömu æfingunum viku eftir viku,
mælum árangur, tökum tíma og
skráum niður. Margir sem koma til
okkar hafa aldrei stundað líkamsrækt
og alltaf kviðið því að mæta í ræktina.
Í CrossFit fer þeim að þykja gaman
að rækta líkamann og engin kvöð að
mæta,“ segir Elvar.
Hann segir alla byrjendur í CrossFit
sækja fjögurra vikna grunnnámskeið.
„CrossFit er alhliða leikfimi þar
sem blandast saman lyftingar, hlaup,
fimleikaæfingar, sipp, armbeygjur,
upphífingar og fleira. Fæstir ráða
við upphífingar og allt það erfiðasta
strax en með okkar hjálp mæta þeir
verkefnunum á eigin forsendum. Því
er engum hent út í djúpu laugina og
álagið alltaf í takt við það sem fólk
treystir sér til og í samræmi við þrek
og þol hvers og eins.“
Elvar segist fullur tilhlökkunar
að opna CrossFit Stöðina í fegurstu
útivistarparadís Reykvíkinga og áður
fyrirhuguðu bílasafni og félagsheimili
Fornbílaklúbbs Íslands.
„Það verður sannkölluð prýði að
CrossFit Stöðinni og ég sé ekki neitt
betra en að fá líkamsrækt í tómt hús
og enn fleiri til að stunda hreyfingu
og útivist í Elliðaárdalnum. Það hlýtur
enda að vera miklu betra að fá fleira
fólk í dalinn en bíla.“
Sjá nánar á www.crossfitstodin.is.
CROSSFIT FYRIR ALLA
FÓLK Í STAÐ FORNBÍLA Elliðaárdalur er í dálæti þeirra sem rækta vilja lík-
amann í íðilfagurri náttúru. Crossfit Stöðin er þeim kærkomin viðbót í dalinn.
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
BARA
GAMAN
„Margir sem koma
til okkar hafa aldrei
stundað líkams-
rækt og alltaf
kviðið því að mæta
í ræktina. Í Cross-
Fit fer þeim að
þykja gaman að
rækta líkamann
og engin kvöð að
mæta.”
ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN
Hér má sjá Elvar Þór Karlsson fremstan með hóp fólks
í CrossFit. Hann segir CrossFit alhliða leikfimikerfi sem
hentar jafnt ungum sem öldnum og að alltaf sé æft í
samræmi við þrek og þol hvers og eins. MYND/PJETUR
Sumarið er komið og hjóla-
stígar fullir af hjólreiða-
mönnum. Áður en hjólað er af
stað út í sumarið er mikilvægt
að yfirfara reiðhjólið. Prófa
þarf bremsurnar vel. Athuga
þarf stöðu dekkja og pumpa
lofti í þau ef þarf. Góð venja er
að smyrja hjólin á hverju vori
fyrir átök sumarsins. Síðan er
auðvitað mikilvægt að grafa
upp hjálma fjölskyldumeðlima
fyrir fyrsta hjólreiðatúrinn.
HJÓLREIÐAR
Undirbúningur fyrir sumarið
Skipholti 29b • S. 551 0770
15% AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM OG BOLUM
Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein
– eða ertu starfandi í ferðaþjónustu?
Kynntu þér spennandi nám sem býður upp á mörg tækifæri og möguleika
Innritun lýkur 31. maí
STARFSTENGT FERÐAFRÆÐINÁM
Ferðamálaskólinn sími: 594 4020
Ævintýralegur
starfsvettvangur
FERÐAMÁLA
SKÓLINN
WWW.MK.IS
Í kvöld á Stöð 2
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Air Crash Investigation
Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin
NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS