Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 4
5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 SJÁVARÚTVEGUR Skipafloti með- lima Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) liggur enn við bryggjur landsins í mótmæla- skyni við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. For- maður LÍÚ biður um lausn í sátt við hagsmunaaðila og sérfræð- inga, en sjávarútvegsráðherra segir útvegsmenn hafa haft tæki- færi til að koma sínum skoðunum á framfæri. „Ég kannast hvorki við að hafna því að hitta útvegsmenn né ræða við þá,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon og segir útvegsmenn hafa haft fullan aðgang að ferlinu. „Ég læt ekki stjórnast af þrýst- ingi af þessu tagi og læt menn hvorki njóta þess né gjalda þó þeir fari út í aðgerðir sem mér finnst sjálfum orka tvímælis.“ Um lögmæti aðgerðanna segir Steingrímur að um það megi deila. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að þær brytu í bága við lög. Í tilkynningu frá ASÍ er tekið undir þau sjónarmið. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, neitar að um lögbrot sé að ræða. „ASÍ vísar í lagagrein sem fjallar um vinnustöðvun, sem væri verkbann í okkar tilfelli. En þetta er ekki verkbann eða vinnu- stöðvun í skilningi laganna. Ef við förum í verkbann, sem ég vona að komi aldrei til, þá mun það snúa að sjómönnum og starfsfólki, en það er einmitt það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir. ASÍ er að snúa hlutunum á hvolf. Ég GENGIÐ 04.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,0504 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,46 130,08 199,27 200,23 160,97 161,87 21,661 21,787 21,164 21,288 17,876 17,980 1,6560 1,6656 195,62 196,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Þvottur og bón fyrir allar gerðir bíla Bíladagar þessu viku á Hópkaup.is Bónstöð Íslands, Víkurhvarfi 4 (neðri hæð), Kópavogi. Verð aðeins 2.990 kr. (fólksbíll), 3.300 kr. (jepplingur) og 3.600 kr. (jeppi). HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 2.990 kr. 5.000 kr. Verð 40% Afsláttur 2.010 kr. Afsláttur í kr. GILDIR 24 TÍMA Ranghermt var í frétt í helgarblaði Fréttablaðsins um tilnefningar til Grímuverðlaunanna að Afmælis veislan hefði fengið flestar til nefningar. Hið rétta er að Vesalingarnir hlutu flestar tilnefningar, eða níu talsins. Er beðist velvirðingar á rangfærslunum. LEIÐRÉTT ALÞINGI „Þær aðgerðir sem Landssamband íslenskra útvegsmanna er að fara í núna, sem að mínu viti eru ólöglegar, eru ekkert annað en ósvífnar aðgerðir og eiga auðvitað ekki að líðast.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra á þingi í gær um þá ákvörðun útgerðarmanna að halda fiskiskipa- flota landsins í höfn næstu daga til að mótmæla kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Jóhanna sagði aðgerðirnar brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væru sprottnar af því að útgerðarmenn óttuðust að ná ekki fram öllum sínum ýtrustu kröfum. „Vegna þess að þegar sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn stjórnuðu þá gátu þeir verið þar inni á teppi og fengið það sem þeir vildu, en þeir fá það ekki hjá þessari ríkisstjórn.“ Hún sagði aðgerðirnar enn fremur fullkomlega óþolandi, ógeðfelldar og kallaði þær ólöglega „árás á Alþingi“. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, varði aðgerðirnar og sagði eðlilegt að útgerðarmenn tækju sér nokkra daga til að ráð- færa sig við starfsfólk sitt um næstu skref. Allt væri þetta gert í samráði við sjómenn. Jóhanna efaðist um að ákveðið hefði verið að ráðast í aðgerðirnar í fullri sátt við sjómenn og landvinnslufólk. „Var leitað samráðs við það um þessa aðgerð? Ég er ansi hrædd um að svo sé ekki,“ sagði Jóhanna. Það væri bjargföst skoðun hennar að um pólitískt verkfall væri að ræða sem ætti ekki heima í lýðræðisþjóðfélagi. - sh Jóhanna Sigurðardóttir harðorð um vinnustöðvun útgerðarmanna í umræðum á Alþingi: Aðgerðir LÍÚ ólögleg og ósvífin árás á Alþingi SAMRÁÐ Jóhanna Sigurðardóttir sagðist efast um að samráð hefði verið haft við sjómenn og fiskverkafólk vegna vinnustöðvunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 26° 14° 15° 17° 18° 15° 15° 23° 15° 26° 20° 32° 16° 18° 16° 17°Á MORGUN víða 5-12 m/s, hvassast V- og A-til. FIMMTUDAGUR 3-10 m/s, hvassast NV-til. 4 7 4 4 5 8 7 7 10 3 7 7 10 5 8 3 7 4 5 4 9 7 5 4 4 8 8 6 6 6 9 9 KÆLING Eftir síðustu viku er gott að kæla sig aðeins niður. Mætti þó vera mildara N- og A-til þar sem hitinn verður frá 3 stigum yfi r miðjan daginn og líklegt að það snjói til fjalla. Nokkur væta í kortunum, sérstak- lega N- og A- til, en skúrir eða lítils háttar rigning víða annars staðar. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Mál Baldurs Guðlaugs- sonar fyrrverandi ráðuneytis- stjóra hefur verið kært til Mannréttinda- dómstóls Evr- ópu. Þetta kom fram á RÚV í gær. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik í febrúar og hefur þegar hafið afplánun. Mannréttindadómstóllinn tekur nú málið til athugunar, en líklegt er að ákvörðun um áframhaldið liggi fyrir um mitt næsta ár. - þeb Fyrrum ráðuneytisstjóri: Til mannrétt- indadómstólsins BALDUR GUÐLAUGSSON NÍGERÍA, AP Óttast er að margir íbúar í Lagos, höfuðborg Nígeríu, hafi látist þegar flugvél hrapaði þar á sunnudag. Um borð í vélinni voru 153 manns og létu þeir allir lífið. Björgunarfólk hefur leitað í rústunum og síðdegis í gær voru lík 48 manns fundin. Flugstjórar vélarinnar töluðu um vélartruflanir stuttu áður en vélin hrapaði í aðflugi að flug- vellinum í Lagos. Þetta er versta flugslys í Nígeríu í tvo áratugi. - gb Björgunarstörf í Nígeríu: Talið að margir íbúar séu látnir RÚSSLAND, AP Vladimir Pútín Rúss- landsforseti segist vilja innleiða lög um mótmæli að evrópskri fyrir mynd. Mannrétt- indasamtök og stjórnmála- menn í Evrópu- ríkjum hafa gagnrýnt Pútín og Rússa fyrir það hvernig tekið er á mót- mælum í land- inu. Nú eru í undirbúningi í þinginu lög sem myndu hækka hámarkssektir fyrir ósamþykkt mótmæli gríðar- lega mikið. Pútín sagði í ræðu í gær að mót- mæli væru eðlileg, en að Rússland ætti að taka upp lög margra Evr- ópuríkja til að taka á þeim. - þeb Pútín Rússlandsforseti: Vill setja lög um mótmæli VLADIMIR PÚTÍN HEILBRIGÐISMÁL Heimilis læknar eru of fáir og ekki fást hæfir umsækjendur í stöður sem eru auglýstar. Þetta kemur fram í leiðara eftir Þórarin Ingólfsson, formann félags íslenskra heimilislækna, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir heilbrigðisyfirvöld verða að viðurkenna að kerfið hvíli á þekk- ingargrunni læknisfræðinnar, og við lækna eigi að hafa samráð um breytingar eins og þær sem gerðar hafi verið undanfarin ár. Þá hafa ekki verið gerðir samn- ingar við sérgreinalækna á stofum og því hafi kostnaður sjúklinga aukist. „Þess eru mörg dæmi að fólk biðst undan tilvísun til sér- fræðings vegna kostnaðar. Slíkt er óásættanlegt.“ - þeb Leiðari Læknablaðsins: Fást ekki hæfir heimilislæknar Enginn sáttatónn og skip enn við bryggju Sjávarútvegsráðherra segir aðgerðir LÍÚ ekki koma til með að hafa áhrif. Hann hafi aldrei hafnað því að ræða við útvegsmenn. Framkvæmdastjóri LÍÚ neitar að um lögbrot sé að ræða og kallar eftir því að málið verði leyst í breiðri sátt. BUNDNIR VIÐ BRYGGJU Togarar lágu bundnir við bryggju í Vestmannaeyjum í gær eins og annars staðar á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON held að þau ættu frekar að koma við hlið okkar í þessu máli til að verja hagsmuni launafólks.“ Steingrímur segir frum- vörpunum alls ekki stefnt gegn hagsmunum launafólks. „Málið snýst fyrst og fremst um sam- eign á auðlindinni og að eðlilegt afgjald sé greitt af henni.“ Aðspurður um frekari aðgerðir af hendi LÍÚ segir Friðrik að sú ákvörðun bíði seinni tíma. Hann segir útgerðarmenn vilja að lög um stjórn fiskveiða verði unnin í samstöðu atvinnugrein- arinnar, stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga, „á vandaðan og yfir- vegaðan hátt“. thorgils@frettabladid.is Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. „Skapar glundroða og óeiningu“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.