Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 8

Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 8
5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 FRÉTTASKÝRING Hvaða hryðjuverkamál hafa dönsk stjórnvöld þurft að glíma við? Fjórir menn voru dæmdir í tólf ára fangelsi í gær fyrir að hafa ætlað að ráðast inn á skrifstofur Jót- landspóstsins í Kaupmannahöfn í desember árið 2010. Þrír þeirra, Munir Award, Omar Abdallah Aboelazm og Munir Ben Mohammed Dhahri, voru hand- teknir 29. desember í húsi skammt frá Kaupmannahöfn. Sá fjórði, Sabhi Ben Mohammed Zalouti, var handtekinn daginn eftir í Svíþjóð, þar sem hann var nýkominn yfir landamærin frá Danmörku. Mennirnir fjórir eru allir mús- límar, búsettir í Svíþjóð en ættaðir frá Túnis, Egyptalandi og Líbanon. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst með þeim mánuðum saman. Mennirnir neituðu sök en á upp- tökum úr eftirlitsvélum í Stokk- hólmi má heyra þá tala saman um Jótlandspóstinn, píslarvætti og vangaveltur um það hvernig þeir gætu drepið sem flest af fólki en samt tekið eina manneskju í gísl- ingu. Einnig heyrast þeir velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera við konur og börn, en þeir virðast hafa ætlað að þyrma lífi þeirra. Fyrsta málið árið 1993 Á síðustu árum hafa ellefu hryðju- verkamál komið til kasta lög- reglunnar í Danmörku, samkvæmt samantekt á vefsíðu Politiken. Hið fyrsta kom upp árið 1993 þegar þrír Egyptar voru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sprengju- árásir á tvær lestarstöðvar í Kaup- mannahöfn. Þeir voru á endanum sýknaðir af tengslum við hryðju- verk, en sakfelldir fyrir íkveikju. Sex Norðurlandabúar, þar á meðal þrír danskir ríkis borgarar, voru handteknir í Bosníu í októ- ber árið 2005 grunaðir um hryðjuverka áform. Þrír hlutu dóm í málinu en hinir voru látnir lausir vegna skorts á sönnunargögnum. Eftir að danska dagblaðið Jyllands posten birti skop myndir af Múhameð spámanni haustið 2005 hafa strangtrúaðir múslímar haft horn í síðu Dana. Þau níu hryðju- verkamál sem hafa komið upp síðan hafa flest tengst eða verið talin tengjast myndunum. Eitt þeirra kom upp í september árið 2007 þegar átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um tengsl við al-Kaída. Tveir voru á endanum dæmdir í tólf og sjö ára fangelsi fyrir að skipuleggja sprengjuárásir. Þrír menn voru einnig hand- teknir árið 2007 og dæmdir í fimm til tólf ára fangelsi fyrir að skipu- leggja hryðjuverk sem áttu að beinast að Jótlandspóstinum. Sprengja sprakk á salerni Árið 2007 var bóksalinn Said Mansour dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka í Danmörku. Í september árið 2010 var Tsjetjeninn Lors Dukajev hand- tekinn eftir að hann hafði ætlað að gera sprengjuárás, líklega á skrif- stofur danskra dagblaða. Hann særðist sjálfur þegar sprengja hans sprakk inni á salerni hótels í Kaupmannahöfn. Í júní á síðasta ári var maður frá Sómalíu dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að ráðast á skopmyndateiknarann Kurt Wes- tergaard með öxi og hníf að vopni. Þrír menn voru hins vegar sýkn- aðir árið 2010 af áformum um að drepa Westergaard vegna ónægra sönnunargagna. Í október síðast- liðnum kom bandaríska lög reglan upp um áform tveggja manna í Chicago um að gera árásir á Jót- landspóstinn í Kaupmannahöfn. Í apríl síðastliðnum voru fimm ungir vinstri róttæklingar ákærðir fyrir nokkrar íkveikjur og áform um enn fleiri íkveikjur, sem í ákærunni voru taldar tilraunir til hryðjuverka, en mál þeirra tengdist skopmyndunum af Múhameð ekki. gudsteinn@frettabladid.is Tólf ár fyrir árásaráform Hugðust ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og drepa eins marga og þeir gætu. Virðast þó hafa ætlað að þyrma börnum og konum. SKRIFSTOFUR JÓTLANDSPÓSTSINS Í KAUPMANNAHÖFN Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ætla að ráðast þar inn og drepa eins marga og þeir gætu. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Hiti og selta umhverfis landið mældust um og yfir lang- tímameðaltali í vorleiðangri Haf- rannsóknastofnunar. „Hiti við vestanvert landið var heldur lægri en verið hefur síð- ustu árin á þessum árstíma,“ segir í niðurstöðum vorleiðangursins. „Almennt var styrkur næringar- efna í yfirborðslögum enn hár og lítið hafði gengið á vetrarforða þeirra sem bendir til að vorblómi svifþörunga sé ekki búinn.“ Þá kemur fram að átumagn hafi verið nálægt langtímameðaltali. - óká Vorleiðangri Hafró lokið: Með kaldara móti vestanvert VEÐUR Veðurblíðunni er lokið í bili og við tekur kaldara loft sem berst úr norðri. Þetta segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. „Þetta er búið að standa í átta daga, byrjaði á hvítasunnudag og dagarnir voru hver öðrum líkir,“ segir Einar. Mjög sólríkt hefur verið á nánast öllu landinu og hlýtt, sérstaklega inn til landsins. „Hins vegar hefur verið miklu kaldara við norðaustur- og austurströndina þar sem hefur andað af hafi. Sjórinn er kaldur þannig að þar hefur ekki verið eins hlýtt og sunnan- og vestan lands.“ Einar segir undanfarna daga ein- staka fyrir þær sakir hversu lengi heiðríkja hafi verið. „Það hefur verið svokölluð fyrirstöðuhæð sem myndast þegar loftstraumurinn á norðurhveli jarðar stíflast. Í þessari hæð er ríkjandi niðurstreymi lofts, loftið er þurrt og ef það eru ein- hver ský til staðar þá leysast þau upp. Ekkert ósvipað og gerist á svæðunum í kringum Kanaríeyjar og í eyðimörkum, miklu sunnar.“ En nú er þessu lokið í bili. Hæðin hörfar til vesturs og við tekur kaldara loft úr norðri. Vindurinn verður ákveðnari, norðan átt og norðaustanátt og kaldara loft sem reyndar er ekkert óvenjulegt fyrir fyrri part júnímánaðar. - þeb Kaldara loft úr norðri tekur við á landinu en það er ekki óvenjulegt í byrjun júní: Veðurblíðunni er lokið í bili LEIKIÐ Veðurblíðan var nýtt til ýmissa verka, meðal annars leikja. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hvaða forsetaframbjóðendur gengu út úr beinni útsendingu kappræðna hjá Stöð 2 á sunnudag? 2. Hvað skuldar Grafarvogskirkja mikla peninga? 3. Hver hefur hug á að kaupa norska vafrafyrirtækið Opera? SVÖRIN 1. Andrea J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guð- mundsson og Hannes Bjarnason. 2. Sex hundruð milljónir króna. 3. Facebook. VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári og er boðið upp á bæði fjarnám og staðnám. Save the Children á Íslandi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.