Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 12
12 5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaaf-greiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunn- gildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stór- auknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dóm- salur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verra Alþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heim- ild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lög- reglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannrétt- indasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sam einuðu þjóðanna í fyrirtöku á fram- kvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasátt- málanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lög- regluvaldi. Samkvæmt barnaverndar- lögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn for- eldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því. Ný barnalög í augsýn Samfélags- mál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra F yrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að því að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar marg- oft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður. Helsti keppinautur Ólafs Ragnars, Þóra Arnórsdóttir, dró sig tímabundið í hlé snemma í maí til að eignast barn. Í síðustu könnun sem gerð var áður en þetta átti sér stað mældist hún með 46,4 pró- senta fylgi og rúmlega níu prósentustiga forystu á sitjandi forseta. Nánast samstundis hóf Ólafur Ragnar sína kosningavegferð með því að koma fram í útvarpsþætti og lagði línurnar fyrir baráttuna. Það gerði Ólafur Ragnar þrátt fyrir að hann hefði boðað að hans barátta myndi ekki hefjast fyrr en framboðsfrestur rynni út, tæpum tveimur vikum síðar. Í viðtalinu hjólaði forsetinn fast í Þóru, tengdi hana við Sam- fylkinguna, sagði eiginmann hennar hafa flutt áróðursfréttir gegn sér á RÚV, gaf í skyn að hún væri léttvægur, þögull og þægur fram- bjóðandi og sagði framboð hennar vera með 2007-blæ. Samhliða, og dagana á eftir, sýndi hann mátt sinn gagnvart fjölmiðlum með því að stilla þeim upp í klappliði Þóru og koma skilaboðum þannig til leiðar að þeir skyldu halda sig á mottunni gagnvart honum. Auk þess beitti forsetinn þeirri vel þekktu tækni sinni að tala niður til fjölmiðlamanna og jafnvel lítillækka þá í viðtölum. Taktíkin virkaði, enda sýna síðustu kannanir hann með rúmlega 20 prósentu- stiga meira fylgi en Þóra. Áherslur Ólafs Ragnars eru að hluta til þær að nauðsynlegt sé að hann sé forseti til að verja almenning fyrir ákvörðunum ríkis- stjórnar og Alþingis. Hann hafi sýnt það í Icesave-málinu að hann sé sá eini sem standi undir slíkri verklýsingu og nú, þegar Evrópu- sambandsógnin vofir yfir, sé sitjandi forseti, landsfaðirinn sjálfur, maðurinn til að vernda okkur fyrir þjóðkjörnum þingmönnum enn á ný. Núverandi stjórnarskrá virðist enda veita forseta vald til að geta mótað embættið að mestu eftir eigin höfði. Ólafur Ragnar hefur allavega kosið að breyta því í annað framkvæmdarvald innan stjórnskipunar landsins við hlið ríkisstjórnar. Óumdeilt er að stór hluti Íslendinga telur þessa túlkun hans vera í lagi vegna þess að þeir eru sammála þeim stóru ákvörðunum sem hann hefur tekið og þeim stóru skoðunum sem hann hefur viðrað. En það er líka stór hópur Íslendinga sem er ósammála því að for- setaembættið eigi að vera eins og Ólafur Ragnar hefur mótað það. Til þess hóps þarf að ná til að sigra Ólaf Ragnar. Til að sigra hann er þó ekki nóg að leggja áherslu á mannkosti frambjóðenda. Það þarf að hjóla í forsetann. Það verður að setja fram skýra sýn á hvert hlutverk forsetans á að vera og máta hana við embættisfærslur Ólafs Ragnars. Engum mótframbjóðanda hans hefur tekist að ýta honum út úr þægindahringnum og láta hann verjast á óþekktum vígvöllum. Takist það ekki verður Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands næstu fjögur árin hið minnsta. Forsetaslagur á forsendum Ólafs Ragnars: Landsfaðirinn Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Meðal viðfangsefna: Ísland og Evrópa, umhverfis- mál, stjórnlagagerð, stjórnmála- og efnahags- kreppur, vesturheimsferðir, Stóra-bóla, stéttabarátta og hlutverk sögunnar í samtímanum. Heimsþekktir erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi á þinginu, m.a. Geoff Eley, University of Michigan, Linda Colley og David Cannadine, Princeton University. Skráning og upplýsingar um þingið á heimasíðunni www.akademia.is/soguthing. Vegleg dagskrá og opnir fyrirlestrar Sniðugt Einhverjir sprelligosar tóku upp á því að kaupa heilsíðuauglýsingu í DV í gær til að mæra Steingrím J. Sigfússon fyrir hagstjórnarafrek hans. Útgangspunkturinn var að hér væri allt í lukkunnar velstandi eftir þriggja ára valdatíð Steingríms og því væru kraftar hans best nýttir við að reisa Grikkland úr rústunum. Stein- grímur hefur jú greint frá því að hann hafi hafnað boði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um að gerast sérlegur erindreki sjóðsins þar í landi. Auglýsingasmiðirnir henda Svavari Gestssyni og Indriða Þorlákssyni í púkkið og hvetja til þess að þremenningarnir fari allir til Grikklands hið fyrsta og láti ljós sitt skína þar. Mistök Vonandi spillir það ekki gleðinni fyrir neinum, en hér skal upplýst að auglýsingin er háð. Einhverjum kann að þykja hún snjallt herbragð. Það leiðinlega er að auglýsingin er ómerkt og því engin leið að koma hrósi eða öðrum athugasemdum til þessara uppátækjasömu þátt- takenda í þjóðfélagsumræðunni. Það hljóta að vera mistök og varla verður öðru trúað en að úr þessu verði bætt í næsta tölublaði. Vinir horfa til Strassborgar Mál Baldurs Guðlaugsson, sem situr inni vegna innherjasvika, hefur verið sent Mannréttindadómstól Evrópu. Svo á eftir að koma í ljós hvort það fæst tekið þar fyrir. Annar sem íhugar að leita með mál sitt til Strassborgar er Geir H. Haarde, sem Landsdómur fann sekan um stjórnarskrárbrot í starfi forsætisráðherra. Baldur og Geir eru aldavinir og hefur tæpast órað fyrir því á Eimreiðardögum sínum að þeir mundu einn daginn standa saman í þessum sporum. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.