Fréttablaðið - 05.06.2012, Page 14

Fréttablaðið - 05.06.2012, Page 14
14 5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR Í fréttum RÚV, 2. júní sl., var frétt með fyrirsögninni „For- eldrafirringarheilkennið ekki til“ og vitnað í Hrefnu Friðriks- dóttur, formann nefndar á vegum innanríkisráðuneytis sem fjallaði um barnalög, sem sagði ekki vís- indalega sannað að sjúkdómshug- takið foreldrafirringarheilkenni (Parent Alienation Syndrome) væri til. Hér verður því ekki haldið fram að um sjúkdóm sé að ræða, en benda má á að 95 ár liðu frá því að kenningar um Tourette komu fyrst fram, þar til þær urðu vís- indalega sannað sjúkdómshugtak, en fyrstu kenningar um PAS eru 27 ára. Vald lögheimilisforeldra Hvaða nafn sem gefa má því and- lega ofbeldi sem felst í tilefnis- lausum umgengnistálmunum, neikvæðri innrætingu, heilaþvotti eða kúgun á börnum, þá hjálpum við engum með hártogunum um það hvaða nafn á að gefa slíku ofbeldi eða afleiðingum þess fyrir börn. Engu skiptir hvort afleiðingar þess andlega ofbeldis sem foreldri beitir barn heiti foreldrafirringar- heilkenni, áfallastreituröskun eða eitthvað annað því hér er um gróft andlegt og tilfinningalegt ofbeldi á börnum að ræða sem framið er fyrst og fremst í skjóli þess valds sem lögheimilisforeldri hefur yfir barni. Barn á allt sitt undir þessu foreldri og þarf að treysta því fyrir öryggi, velferð, fæði, klæði og öllu lífi sínu og er því algjörlega varnarlaust gagnvart of beldinu. Barn sem þolir alvar- legt andlegt ofbeldi af þessu tagi getur hvorki tjáð jákvæðar tilfinn- ingar sínar í garð þess foreldris sem það má ekki að hitta, né borið hönd fyrir höfuð sér í ofbeldis- fullu umhverfi lögheimilisins. Lögin eru ónothæf Í meistararitgerð Maríu Júlíu Rúnarsdóttur frá 2009, þar sem fjallað er um foreldrafirringu sem eina tegund tálmunar á umgengni, kemur fram að foreldrafirring er raunverulegur vandi og vel þekktur í íslenskum umgengnis- og forsjármálum. Jafnframt kom fram í rannsóknarritgerðinni að mikið vanti upp á að íslensk lög og verklagsreglur geti mætt þeim vanda þegar foreldri sem fer með lögheimilisvald beitir umgengnis- tálmunum og því ofbeldi sem þeim fylgir. Í ritgerðinni koma fram sterk ummæli fagfólks sem tengist deilum foreldra í umgengnis- og forsjármálum: Þriggja félags- málastjóra, þriggja fulltrúa sýslu- manna, fjögurra sálfræðinga, starfsmanns barnahúss, fjögurra lögmanna og tveggja dómara. Nær allir þekktu til einkenna foreldra- firringar eins og þau eru skil- greind í kenningum hennar og voru sammála um að þetta er mjög alvarlegt ofbeldi gegn börnum. Í máli þeirra kom fram að: ■ Úrræði sem lög leyfa í dag vegna tálmunarmála eru ónot- hæf. Algert úrræðaleysi ríkir. ■ Skilgreina þarf foreldrafirringu sem andlegt ofbeldi í barna- verndarlögum. ■ Skilgreina þarf tálmunarmál sem barnaverndarmál og með- höndla þau eins og hvert annað ofbeldismál gegn börnum. ■ Núverandi sáttameðferðarúr- ræði eru máttlaus. ■ Skylda þarf foreldra til sátta- meðferðar. ■ Stytta þarf viðbragðstíma og málsmeðferð. ■ Nauðsyn er á foreldrafræðslu um inntak foreldraábyrgðar og forsjár. ■ Tálmunarmál eiga oft upptök sín í deilum um peninga (t.d. viðbótarmeðlag). ■ Nauðsynlegt er að gefa dóm- urum heimild til að dæma sam- eiginlega forsjá. ■ Horfast þarf í augu við þann veruleika, að til eru mæður sem beita börn sín ofbeldi. ■ Hægt þarf að vera að færa forsjá tímabundið eða alfarið frá lögheimilisforeldri í tálm- unarmálum, enda þurfi að koma börnum burt úr ofbeldinu. ■ Auka þarf umræðu um umgengnistálmanir. ■ Tálmunarmál verði að færa frá sýslumönnum til dómstóla. Afleiðingar foreldrafirringar geta haft skelfilegar afleiðingar á líf barns fram á fullorðinsár. Vitað er um mál þar sem barn reyndi sjálfsmorð í kjölfar slíks ofbeldis. Einnig þekkist að börn hafni for- eldri sem beitti slíku ofbeldi þegar þau komast til vits og ára. Lögvarið ofbeldi Ofbeldi hefur verið hluti af jafn- réttisumræðunni um nokkurt skeið og þá er iðulega talað um „kynbundið ofbeldi“ í þeim skiln- ingi að karlar eru þar gerendur, konur þolendur og börn óbeinir þolendur. Lög um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi eru nokkuð skýr og ströng viðurlög við slíku ofbeldi í hegningarlögum. En í lögunum er hvergi minnst á and- legt ofbeldi, nánast eins og það sé ekki til. Og þá má spyrja: Er andlegt ofbeldi ekki til? Hvers vegna er talað um „kynbundið ofbeldi“? Beita kvenkyns Íslendingar aldrei ofbeldi? Hafa sumir rétt til að beita ofbeldi um fram aðra? Hverjir? Svarið við þeirri spurn- ingu gæti verið, að þeir sem beita ofbeldi sem ekki hefur verið skilgreint í lögum sem refsivert ofbeldi, hafi rétt löggjafans til þess að beita slíku ofbeldi. Er virkilega til sá Íslend ingur sem vill áframhaldandi lög- verndun og refsileysi þeim lög- heimilisforeldrum til handa, sem beita börn sín alvarlegu andlegu ofbeldi? Er til fólk sem óskar þess að íslensk börn séu áfram varnar- laus í höndum slíkra foreldra? Viljum við m.ö.o. að sumir for- eldrar hafi leyfi löggjafans til að beita börn sín ofbeldi? Eða viljum við að hver einasti Íslendingur, og börn þar með talin, njóti verndar frá ofbeldi? Foreldrafirring er alvarlegt ofbeldi Ingólfur Þórisson, framkvæmda-stjóri rekstrarsviðs Landspítal- ans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guð- laugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli. Eru allir að tala um sama verkið? Í fyrsta lagi er gott að hafa á hreinu að þegar ég fjalla um áformaðar framkvæmdir við nýja Land- spítalann þá á ég við báða áfangana eins og þeim er lýst í drögum að greinar gerð og skilmálum með deiliskipulaginu. Það er eini mátinn til að meta samanlögð áhrif nýja spítalans á umhverfið. Sumir hafa gripið til þess að tala um 1. áfanga eingöngu, eins og Ingólfur gerir, eða jafnvel hluta af 1. áfanga eins og velferðarráðherra hefur gert. Það læðist reyndar að manni grunur um blekkingar þegar ráðherra segir án frekari skýr- inga að áætlaður framkvæmda- kostnaður verði 45 milljarðar en það gerði hann í ávarpi til árs- fundar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér frá velferðarráðuneytinu er hér átt við að 1. áfangi án bygginga sem HÍ hyggst byggja á lóðinni, án endur- bóta á eldra húsnæði og án tækja- kaupa muni kosta 45 milljarða. Full starfhæfur fyrsti áfangi verður miklu dýrari en þetta og öll fram- kvæmdin mun vart kosta minna en 100 milljarða. Skiptir umferð og mengun máli? Það er rétt hjá Ingólfi að mér verður tíðrætt um umferð og mengun. Samkvæmt drögum að Greinargerð um samgöngur frá janúar 2012 er ætlað að ferðum til og frá svæðinu muni fjölga um allt að 12.000 vegna þessa verkefnis (bls. 11). Þetta hefur í för með sér aukna mengun á svæðum sem nú þegar búa við mengun yfir viðmiðunarmörkum í margar vikur á ári. Bílastæðum sem standa notendum spítalans til boða við lok 1. áfanga mun hins vegar fækka um 400 frá því sem nú er. Nú þegar leggja not- endur spítalans undir sig fjölda stæða utan lóða spítalans (bls. 10). Þegar bílastæðum fækkar, notendum fjölgar og strangri notk- unarstýringu (gjaldtöku) hefur verið komið á munu bílastæði í götum umhverfis lóðina verða notuð í enn ríkara mæli. Árdegis og síðdegis munu myndast biðraðir í götum og við gatnamót umhverfis spítalann (bls. 12). Það er nærtækt að draga þá ályktun að fjöldi ökumanna muni reyna að komast hjá þessum töfum með því að stytta sér leið gegnum nærliggjandi íbúðahverfi. Um þetta hefur ekki verið fjallað svo ég viti. Hefur staðarvalsgreining verið unnin? Ingólfur segir að erlendir sérfræð- ingar hafi í tvígang unnið hag- kvæmnismat fyrir væntanlega framkvæmd. Ég hef bent á að hag- kvæmnismat eitt og sér sem unnið er eftir á fyrir einn valkost um stað- setningu hefur takmarkað gildi. Hagkvæmnismat þarf að vera hluti af ítarlegri staðarvalsgreiningu þar sem borin eru saman umhverfisleg, félagsleg, tæknileg og hagræn áhrif margra valkosta um staðsetningu. Ég stend í þeirri meiningu að það hafi ekki legið fyrir hagkvæmnis- mat þegar 2002 skýrslan um stað- setningu spítalans var gerð og stað- setningin ákveðin. Í skýrslunni stendur m.a. eftirfarandi (bls. 14): „Gerð er lausleg áætlun um heildar kostnað við nýjan spítala í samræmi við þá tillögu White arkitekta, sem nefnd hefur verið Hringbraut II. Í henni er miðað við að meginstarfsemi spítalans verði á suðurhluta lóðarinnar á svæði milli núverandi og fyrirhugaðrar legu Hringbrautar.“ Má bera stærð spítalans saman við Smáralind? Ég held að ég hafi fyrstur manna notað Smáralindina til við miðunar um byggingarmagnið sem áætlað er að reisa á lóð Landspítalans. Ég get fallist á að sú bygging er tals- vert frábrugðin fyrirhuguðum byggingum Landspítalans. Þess vegna notaði ég líka annað viðmið í grein minni sem er Fellahverfi ásamt allri Mjóddinni. En það er erfitt um vik því í raun eru ekki til á Íslandi nægilega stórar byggingar til að nota til samanburðar við nýja Landspítalann. Samanlögð stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með öllum tengigöngum og brottfarar- skálum er t.d. ekki nema 55 þús. ferm. Það er innan við 20% af því byggingarmagni sem á að koma fyrir á lóð Landspítalans. Nýr Landspítali – Leiðréttingar Ingólfs Möguleg stytting Hringveg-arins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hring- vegarins í Langadal. Austur-Hún- vetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hring- vegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af stytt- ingunni. Þeir sem græða (veg- farendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettó- gróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsan- legt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafn mikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðar- göng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veg- gjaldsins færi til samfélagsverk- efna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunar- sjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköp- unarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Lík- lega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frum- kvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmynda- ríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækk- aði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundar- augum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til. Geta allir grætt á Húnavallaleið? Samfélagsmál Heimir Hilmarsson formaður Félags um foreldrajafnrétti Vegagerð Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri Er virkilega til sá Íslendingur sem vill áframhaldandi lögverndun og refsileysi þeim lögheimilisforeldrum til handa, sem beita börn sín alvarlegu andlegu ofbeldi? Slíkur sjóður yrði hlutfalls- lega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Nýr Landspítali Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt Það er nærtækt að draga þá ályktun að fjöldi öku- manna muni reyna að komast hjá þessum töfum með því að stytta sér leið gegnum nærliggjandi íbúðahverfi. VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 50% afsláttur AF ÚTILJÓSUM Í KOPAR OG GYLLTU OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9 -18 Laugard. kl. 10 -16 Sunnud. kl. 12-16 5.995 2.997 6.995 3.497 3.995 1.997 4.995 2.497

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.