Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 16
16 5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR Samkvæmt fræðimannaáliti Rósu Erlingsdóttur og Hrafn- hildar Ragnarsdóttir blasir kynj- uð staðalmynd karlrembunnar Ólafs Ragnars Grímssonar við og er sú karlremba annað hvort alveg eins eða næstum því eins og karl remburnar sem réðust á Vig- dísi Finnbogadóttur. Hrafnhildur telur að karlrembustig forsetans sé eitthvað „sem ekki má svo auð- veldlega ræða“. Hrafnhildur Ragnarsdóttir víkur að hugarástandi mínu þegar ég skrifa pistil undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar“ og full yrðir að mér hafi verið „mikið niðri fyrir“ þegar ég skrifaði umræddan pistil. Það sem ég gagnrýndi meðal annars í pistlinum var orðanotkun eins og „engum dylst“ og „ljóst er“. En þar sem Hrafnhildur hélt því fram að Rósa skrifaði umrædda grein sem fræðimaður þá fannst mér fræðimaðurinn taka sér heldur mikið forræði fyrir sann- leikanum án þess þó að byggja á gögnum eða sterkum rökum. Ég hef almennt mikið álit á konum en tel að þessar tvær séu mörgum konum fremri enda ekki á færi margra að greina hugar- ástand mitt þar sem ég sit heima við tölvuna og glamra á takka- borðið. Reyndar minnist ég þess ekki að mér hafi verið mikið „niðri fyrir“ en hugsanlega býr Hrafn- hildur yfir tækni til þess að greina hugarfar mitt að því leyti sem ég skynja það ekki sjálf. Ef ég væri nú jafn kolvitlaus og margir þeir stjórnmálamenn og auðmenn sem vaða uppi í sam- félaginu þá myndi ég sennilega nota peningavaldið og fara í mál við Hrafnhildi fyrir að bera út óhróður um hugarástand mitt á opinberum vettvangi. En þar sem ég er bara venjuleg kona og tel að hugsan lega sé þetta tilraun Hrafn- hildar til þess að gera kynjaða greiningu á orðræðu minni ætla ég að láta málið niður falla en ráð- legg Hrafnhildi að gera þetta ekki að ævistarfi. Ég vil samt leiðrétta þá rang- færslu að ég átti mig ekki á að greinin hafi ekki verið skrifuð í nafni Kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar. Ég kannast ekki við að hafa skrifað það. Ég tala hins vegar um fordóma úr Kvenna- hreyfingu Samfylkingarinnar og geri grein fyrir því enda sitja báðar konurnar sem ég nafngreini í stjórn Kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar. Hrafnhildur lýkur pistli sínum með snúningi þegar hún telur það vott um fordóma að ég vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaem bættið sem hlýðir kalli valdhafanna.“ Hún telur það undarlegan mál- flutning þegar ég lýsi því hvernig forseta ég vil ekki sjá og tekur sér það bessaleyfi að túlka það þannig að ég sé að gera lítið úr forseta- frambjóðandanum Þóru Arnórs- dóttur og hennar skoðunum. Hrafnhildur gefur til kynna að henni finnist ég hafa vondar skoðanir eða allavega fordóma- fullar. Hrafnhildur þarf að virða mér það til vorkunnar að ég hef ekki gengið í stjórnmálaskóla Sam- fylkingarinnar né heldur annarra stjórnmálaflokka. Það kann því að vera að mér fipist sporin í póli- tískum rétttrúnaði. Mínir fordómar og annarra Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingern- inga og tiltektar. Orðið gestasprett- ur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tug- þúsundir miðborgina heim viku- lega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í mið- borginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir! Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til við- bótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álags- blettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverk- takarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstrar- aðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til lang- frama. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nán- asta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokin Nú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjar- lægður af stéttarbrúnum á laugar- dag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgar- sáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn mið- borgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja! Tökum gestasprettinn Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 10.450,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) Umsóknarfrestur til 6. JÚNÍ Á Háskólabrú Keilis er boðið upp á nám fyrir einstakl- inga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að námi loknu uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Háskólabrú er skipulögð í samstarfi við Háskóla Íslands. Kennsla við Háskólabrú fer fram í staðnámi á Ásbrú í Reykjanesbæ og á Akureyri í samstarfi við SÍMEY. FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net NÁMSFRAMBOÐ HÁSKÓLABRÚ NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS PI PA R\ TB W A • SÍ A Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll. Meðal þeirra barna sem fá ekki fyllilega notið sín til jafns við önnur börn á sumrin eru þau sem sýna yfirþyrmandi hræðsluviðbrögð við skordýrum sem fara á kreik á þessum árstíma. Það er nóg fyrir sum börn að heyra suð í býflugu, þá hljóða þau upp yfir sig, fara jafn- vel að gráta og flýja í öruggt skjól. Stundum þvertaka þessi börn fyrir að fara á þá staði sem þau vita að býflugur eða önnur skordýr halda sig. Í alvarlegustu tilvikunum treysta börn sér vart út að leika á sumrin af ótta við þessi smádýr. Þau fara því á mis við margt af því sem sumarævintýrin hafa upp á að bjóða. Þetta vandamál nefnist á sálfræðimáli fælni. Í daglegu tali er oft talað um fóbíur. Fælni er algeng- asta kvíðavandamálið meðal barna og er talið að um það bil 2-4% barna glími við fælni. En hvað er fælni og hvernig lýsir hún sér hjá börnum? Fælni er yfirþyrmandi, óraun- hæfur og þrálátur ótti sem beinist að tilteknum hlutum og aðstæðum. Barn sem glímir við fælni forðast yfirleitt að mæta þessum hlutum og aðstæðum eða upplifir mikla van- líðan þegar það er í návist þeirra. Algengt er að fælni barna beinist að dýrum (aðallega býflugum, hundum), myrkri (geta ekki sofið ein á nóttunni), blóði og sprautum, lækna- og tannlæknastofum, lyft- um, vatni, háum stöðum. Einnig eru dæmi um að fælni beinist að því að kafna, kasta upp, smitast af sjúk- dómum, að fuglum, músum, óveðri, jarðgöngum, brúm, fólki í búning- um, ferðast með farartækjum eins og flugvélum, skipum og bílum. Engin einhlít skýring liggur að baki fælni eða öðrum kvíðavanda hjá börnum. Oftast er um samspil erfða og umhverfis að ræða. Þannig er talið að tilhneiging til kvíða geti erfst en að ýmsir þættir í umhverfi barna, eins og hegðunarmynstur og uppeldisaðferðir foreldra eða annarra í kringum þau geti styrkt þessa eðlislægu tilhneigingu. Þar sem foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna má búast við að þau takist á líkan hátt við heiminn og þeir. Ef foreldri er með fælni og forðast aðstæður, getur barnið lært að höndla hræðslu og kvíða á þennan hátt. Uppeldisaðferðir og hvernig foreldrar bregðast við óöryggi og hræðslu barna sinna getur átt þátt í að viðhalda fælni og kvíða. Þar sem foreldrar leitast við að vernda börn sín fyrir óþægilegum hlutum er hætt við að sumir bregðist við fælni barns með ofverndun og hlífi því við aðstæðum sem það sýnir kvíða gagnvart, þótt þær séu hættu- lausar. Það sem hins vegar gerist er að barnið fær ekki tækifæri til að koma sér í aðstæðurnar sem kennir því að ekkert slæmt kemur fyrir það. Einnig geta áföll í sumum til- vikum ýtt undir að fælni þróast (t.d. að verða bitinn af hundi). Atferlismeðferð hefur reynst afar áhrifarík við fælni hjá börnum. Í mörgum tilvikum er fælnin meðhöndluð í einni tveggja til þriggja klukkustunda lotu, eftir að matsviðtal hefur átt sér stað. Mikilvægasti þáttur með- ferðar er að láta barnið takast á við það sem það óttast í nógu litlum skrefum, þannig að kvíðinn verði aldrei of mikill. Þannig væri barn með kóngulóafælni látið horfa á kónguló í glerbúri úr fjarlægð þar til það hefur vanist því. Þar á eftir myndi barnið vera látið færa sig örlítið nær, þar til að það hefði vanist því að halda utan um gler- búrið. Að lokum ætti það að vera tilbúið að setja höndina ofan í búrið o.s.frv. Þessi aðferð er ótrú- lega skjótvirk og árangursrík og mikil vægt að grípa snemma inn í þar sem fælni getur varað svo ára- tugum skiptir ef ekkert er að gert. Er barnið þitt með fælni? Samfélagsmál Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar Fælni Íris Stefánsdóttir sálfræðingur Forsetaembættið Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.