Fréttablaðið - 05.06.2012, Page 20

Fréttablaðið - 05.06.2012, Page 20
KYNNING − AUGLÝSINGMalbikun ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverribs@365.is s. 512 5432. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Malbiki fylgir kitlandi frelsistil- finning. Að bruna laus úr öllum viðjum kallar á viðeigandi tón- list í eyrun, hvort sem það er óbeislað rokk eða tregafyllri söngvar sem valda geðshrær- ingu. Hér rifjast upp þekktar lagasmíðar sem allar eiga þjóð- vegi að yrkisefni. Þjóðvegur 66 flutt af KK Í fjarlægð þeim sýndist fjöllin blá, fundu hvorki sjálfan sig né eitt- hvað sem þau þrá á þjóðvegi 66. Þjóðvegurinn flutt af Brimkló Svo er ekið af stað og ekki áð um sinn. Ég ætla að glíma í allan dag við þjóðveginn. Vegir liggja til allra átta flutt af Ellý Vilhjálms Vegir liggja til allra átta, enginn ræður för. Hit the Road, Jack flutt af Ray Charles Hit the road, Jack and don‘t you come back no more. King of the road flutt af Roger Miller Trailer for sale or rent, rooms to let, fifty cents. No phone, no pool, no pets, I ain’t got no cigarettes. Take Me Home Country Roads flutt af John Denver Almost heaven, west Virginia. Blue ridge mountains, Shenandoah River. The Long and Winding Road flutt af Bítlunum The long and winding road, that leads to your door, will never disappear, I‘ve seen that road be- fore. It always leads me here, lead me to your door. Road to Hell flutt af Chris Rea This ain‘t no technological breakdown. Oh-no, this is the road to hell. Stuð og tár á malbikinu Malbikunarsetrið var sett á fót árið 2009 á Ný-sköpuna r m iðstöð Ís- lands í samstarfi við Vegagerðina og framkvæmdasvið Reykja víkur- borgar. Fjárfest var í tækjabúnaði sem uppfyllir Evrópustaðla um prófanir og framleiðslu malbiks sem opnaði möguleika á endur- hönnun íslensks malbiks með það að markmiði að auka endingu þess. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður mannvirkjarannsókna og þróunar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands er með yfirumsjón með rannsóknum Malbikunarsetursins. Hvað er malbik? Í malbik er almennt notuð jarðolía sem búið er að eima öll léttari efni úr, líkt og bensín, dísel og stein- olíu. Um 85% af rúmmáli malbiks er fylliefni sem vegur 95% af þyngd þess. „Í blönduna eru notaðar mis- munandi gerðir steina, en hlutfall lítilla steina á móti stórum ræður töluverðu um gæði malbiksins. Einnig eru ýmis íblöndunarefni sem herða malbikið. Svo eru önnur efni til að auka þjálni svo ekki þurfi að hita malbikið eins mikið við lagningu. Það minnkar uppgufun rokgjarnra efna sem er umhverfis- vænna.“ Mælingar og próf Óskar segir ýmsar prófanir fara fram á rannsóknarstofunni. „Til dæmis mælum við stífni efnis og endingu. Við erum líka að reyna að finna leiðir til að lækka hita- stig við lagningu og draga þannig úr mengandi liðum í ferlinu með mismunandi íblöndunarefnum í malbikið.“ Harka malbiks er mæld með því að láta stálkúlur berja á malbiksplatta eftir ákveðnum stöðlum. Svo er slitið mælt á yfir- borðinu. Einnig eru hörku mæl- ingar gerðar á steinunum sem notaðir eru í malbikið. Þá eru þeir settir í tromlu ásamt stálkúlum sem snýst í hringi. Eftir ákveðinn tíma er tromlan stöðvuð, stærð steinanna mæld og ákvarðast harkan út frá því hversu mikið þeir rýrna í tromlunni. „Svo erum við með vél sem líkir eftir bíl sem ekur á malbiki. Þá er útbúinn malbiks- platti sem gúmmíhjól gengur fram og aftur á, af fyrirfram gefnum þunga í ákveðinn tíma. Þannig er hægt að gera tilraunir á endingu og þoli malbiksins inni á rann- sóknarstofu á skemmri tíma en við raunaðstæður. Þessar prófanir eru samkvæmt evrópustaðli og saman burðarhæfar við erlendar rannsóknir.“ Hagkvæmni „Þetta snýst í raun um það að nota heppileg fylli- og íblöndunarefni til að tryggja góða endingu. Þar að auki er mikilvægt að þróa að- ferðir við framleiðslu og lagn- ingu sem auka hagkvæmni. Það er kostnaðar samt að leggja mal- bik og halda því við. Því verri sem efnin eru þeim mun örar þarf að skipta um.“ Hlutverk Malbikunar- setursins er því þjóðhagslega mikil vægt. Af þeim sökum eru sveitarfélög, Vegagerðin og fyrir- tæki í góðu samstarfi við Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. „Við erum til að mynda með tilraun í gangi á nýju malbiki á Bústaða veginum í samvinnu við Malbikunar- stöðina Hlaðbæ-Colas. Svo erum við einnig að rannsaka mögu- leika á því að blanda saman upp- fræstu efni við nýtt malbik og ná þannig að endurvinna malbikið sem annars færi til spillis.“ Þjóðhagslega hagkvæmar rannsóknir Malbikunarsetrið heyrir undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar eru gerðar prófanir á malbiki og endingu þess. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður Mannvirkjarannsókna og þróunar, segir það mikilvægt að auka endingu malbiks og hagkvæmni í vinnslu. Hér má sjá hvernig malbikið slitnar og gefur undan álaginu frá hjólinu. Notuð er vél sem líkir eftir akstri bíls á malbiksplatta til að kanna endingu mal- biksins. Óskar Örn Jónsson er í forsvari fyrir Malbikunarsetrið sem opnað var 2009.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.