Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 21

Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 21
Kynning − auglýsing Malbikun5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR 3 Malbikunarstöðin Höfði hf. hefur um margra ára skeið framleitt og lagt malbik. Malbikunarstöðin byggir á grunni tveggja eldri fyrirtækja sem voru í eigu Reykjavíkur borgar. Um er að ræða grjótmulningar- stöð sem sett var á fót árið 1925 og malbikunarstöð sem stofnuð var árið 1930. Halldór Torfason, fram- kvæmdastjóri Höfða, segir fyrir- tækið því búa yfir gríðarlega mik- illi reynslu sem skili sér í gæðum framleiðslunnar og vandaðri vinnu starfsfólks. „Fyrirtækin tvö voru þekkt undir nafninu Malbikun- arstöð Reykjavíkur en árið 1996 var stofnað nýtt hlutafélag undir nafninu Malbikunarstöðin Höfði hf. sem hóf síðan formlega starf- semi 1. janúar 1997.“ Verkefni Höfða eru fjölbreytt og markaðssvæðið er stórt. Hall- dór segir Höfða vinna að mal- bikunarverkefnum sem ná til Hvammstanga í norðri og Víkur í Mýrdal í austur- átt. „Engin verkefni eru óviðkomandi Höfða. Við sinnum bæði stórum sem smáum verkefnum. Af stærri verkefnum má nefna að árið 2011 vorum við með yfirlagnir fyrir Vegagerðina á suður- og suðvestur- svæði. Um var að ræða stærsta verk- efni síðasta árs hjá okkur. Árið þar á undan vorum við með stórt verkefni fyrir Vegagerðina auk þess sem við sáum um stóran hluta mal bikunar fyrir Reykjavíkurborg.“ Stærstu við- skiptavinir Höfða í dag eru Vega- gerðin, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Höfði vinnur einnig mörg smá og stór verkefni fyrir fyrir tæki og einstaklinga. Fjölbreytt verkefni Verkefni malbikunarstöðvarinnar geta verið ansi fjölbreytt. Þessa dagana er unnið að viðgerð á flug- vélastæði á Reykjavíkurflugvelli. „Þar leggjum við járnnet til að auka burðar þolið. Það er ekki al- gengt að slíkt sé gert hér á landi. Þungar vélar fara hér yfir og járn- netið kemur í veg fyrir að malbikið springi undan þeim.“ Yfirlögn mal- biks er vertíðarbundin starfssemi og því hefur Höfði sinnt ýmsum öðrum verkefnum yfir háveturinn. Fyrirtækið sér til dæmis um vetrarþjónustu fyrir Reykja- víkurborg en í henni felst meðal annars hálku- og snjó- ruðningur. Fyrir vikið hefur Höfði getað haldið starfs- mönnum sínum í vinnu allt árið og ekki þurft að grípa til uppsagna. Hjá Höfða starfa nú um 30 manns allt árið en þeim fjölgar nokkuð yfir sumar tímann á meðan á mal- bikunarvertíðinni stendur. Öflugt þróunarstarf Starfsemi Höfða byggir á öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi. Fyrir tækið hefur meðal annars tekið þátt í norrænu starfi innan Norræna vegasambandsins. „Við höf u m ei n n ig tek ið þátt í ý msu rannsók nasam- starf i v ið Vegagerðina gegn- um árin. Það var unnið í sam- v innu v ið stofnun sem hét Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins en er í dag komin til Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Fyrir árið 1990 var nagladekkja- notkun miklu meiri hérlendis. Þá tókum við þátt í frumkvöðla- starfi sem fólst meðal annars í því að innleiða notkun á slit sterkari steinefnum en þá voru notuð. Einnig var samsetning malbiks- blöndunnar þróuð, hvoru tveggja með það að markmiði að auka slitstyrk og þar með endingu á malbiki.“ Höfði tók einnig þátt í þróunar- verkefni með Lýsi og Vega- gerðinni f yrir tveimur árum síðan. Verkefnið fólst í að þróa nýja tegund af asfalt-blöndu sem notuð er til að klæða þjóðvega- kerfið. „Þar blönduðum við fiski- olíu saman við malbikið en áður var White spirit notað sem er ekki sérstaklega umhverfisvæn vara og gott að losna við hana.“ Engin verkefni óviðkomandi Höfða Verkefni Malbikunarstöðvarinnar Höfða eru fjölbreytt. Markaðssvæði stöðvarinnar nær frá Hvammstanga til Víkur í Mýrdal. Unnið að viðgerð á Reykjavíkurflugvelli. Járnnet er lagt undir malbikið til að auka burðarþol. mynd/pjetur sigurðsson Malbikunarstöðin Höfði sér hér um malbikun á Reykjavíkurflugvelli. mynd/pjetur sigurðssonHalldór Torfason, framkvæmdastjóri Höfða. mynd/úr einkasafni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.