Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 22

Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 22
KYNNING − AUGLÝSINGMalbikun ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 20124 VILJA BREIÐARI VEGI Tæplega þriðjungur aðspurðra vilja breikka vegi eða tvöfalda akreinar, samkvæmt nýrri við- horfskönnun sem Maskína hefur unnið fyrir Vegagerðina. Þá vilja um 17 prósent bæta vegina eða slitlagið, um 13 prósent bæta mokstur og 10 prósent auka hálkuvarnir. Fyrir tveimur árum vildu meira en 4 af hverjum tíu auka hálkuvarnirnar. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Um 66 prósent aðspurðra segjast vera örugg á þjóðvegum landsins, 18 prósent hvorki né en rúm 16 prósent telja sig óörugg. Þetta er svipað og í síðustu könn- unum. Þeim fækkar sem telja að kantstikur og yfirborðsmerkingar séu fullnægjandi en 24 prósent telja þær ófullnægjandi. Heldur færri en áður telja hálkuvarnir fullnægjandi en heldur fleiri eru ánægðir með snjómoksturinn. FYRSTA LJÓSMYNDIN Malbik hefur verið notað í fleira en vegi því fyrsta varanlega ljósmyndin, sem vitað er um, var tekin með hjálp nokkurs konar malbiks. Það var franski vísinda- maðurinn Joseph Nicéphore Niépce sem smurði malbikinu á svokallaðar pjáturplötur (málm- plötur sem samanstanda að mestu leyti af tini) sem hann lýsti síðan með hjálp „pinhole“- myndavélar eða camera obscura. Malbikið sem ljósið féll á harðnaði en restina mátti þvo af með ákveðinni lausn. Þá stóð eftir plata sem hægt var að nota til að prenta. Myndataka þessi tók átta klukkustundir. UMFERÐ Á ÞJÓÐVEGI EITT Sextán lykilteljarar eru staðsettir á þjóðvegi eitt og mæla um- ferð ökutækja allt árið um kring. Flestir þeirra eru staðsettir á Norðurlandi eða fimm talsins. Tveir teljarar eru á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt Vegagerðinni er mesta umferð ársins yfir sumarmánuðina þrjá; júní, júlí og ágúst. Rúmlega þriðjung umferðar ökutækja á þjóðvegi eitt má rekja til þess tímabils. Janúarmánuður er rólegasti mánuður ársins en umferð þyngist í febrúar, mars, október og nóvember. Vor- og haustmánuðir eru meðalmánuðir. Ef höfuðborgarsvæðið er undanskilið var mesta umferð ökutækja í fyrra á Vesturlandi yfir sumartímann. Teljarar Vegagerðarinnar eru staðsettir á Vesturlandi við Hval- fjarðargöng, Hafnarfjall og á Holtavörðuheiði. Minnsta umferð yfir sumartímann var á Austurlandi. BUNDIÐ SLITLAG Hringvegurinn liggur um alla landshluta nema Vestfirði og miðhálendið. Þjóðvegurinn er 1332 kílómetra langur og að mestu leyti lagður með bundnu slitlagi. Nýjasti kafli þjóðvegarins sem lagður var bundnu slitlagi er um ellefu kílómetra kafli í Skriðdal, sunnan Egilsstaða. Hann var opnaður fyrir umferð haustið 2010 en framkvæmdum lauk þar sumarið 2011. Enn er þó eftir að leggja 27–28 kílómetra kafla á Austurlandi. Um er að ræða kafla á Breiðdalsheiði í Breiðdal og í Berufirði. Ökumenn geta þó ekið á bundnu slitlagi kringum landið ef keyrt er um Fagradal og suðurfirði Austfjarða, að undan- skildum vegspottanum um Beru- fjarðarbotn. Í 2012

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.