Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 34

Fréttablaðið - 05.06.2012, Side 34
5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ég hef verið að spila frammi hjá Start. Hjá FH var ég í aðeins meira varnarhlut- verki en hér get ég einbeitt mér að vítateignum sem mér finnst ég vera góður í,“ segir Matthías um ástæðu þess hvers vegna svo vel gangi hjá honum í markaskorun í Noregi. Matthías, sem ættaður er frá Ísafirði, spilaði sem framherji upp alla yngri flokka sem er sú staða sem hann kann best við. „Ég leitaðist eftir því að komast að hjá félagi þar sem ég fengi að spila sem framherji. Hjá FH höfðum við fyrir tvo mjög góða framherja svo ég vissi að ég fengi ekki að spila þá stöðu mikið þar.“ Athygli vakti að Matthías og Guðmundur Kristjánsson, leik- maður Breiðabliks, skyldu fara að láni til liðs í næstefstu deild í Noregi. Frammistaða þeirra hefur ekki farið framhjá áhugafólki um knattspyrnu og menn hafa velt fyrir sér styrkleika deildarinnar. Komnir á gervigras „KR, FH og þessi helstu lið myndu pluma sig vel í þessari deild. En þar sem þetta er atvinnumennska eru menn yfirleitt í betri þjálfun. Þá er umgjörðin flottari, blaða- menn mættir á æfingar og svo- leiðis. FH og KR gætu alveg unnið þessi lið í bikarleikjum heima og heiman en heilt yfir eru þessi topplið hérna þó mjög góð lið.“ Start ætlar sér stóra hluti og ekkert feimnismál að liðið ætlar upp í efstu deild. „Markmiðið hefur verið opin- berað í fjölmiðlum, eiginlega bara of oft. Við ætlum að vinna þessa deild. Menn fara ekkert í graf götur með það. Þetta er á réttri leið en það er nóg eftir,“ segir Matthías en bætir við að sorgardagur hafi verið hjá félaginu í síðustu viku. Þá var grasinu á leikvangi félagsins skipt út fyrir gervigras. „Þetta var einhver pólitísk ákvörðun hér í Kristiansand því það er víst svo dýrt fyrir félagið að halda grasinu úti en það þarf víst að borga okkur Gumma laun,“ segir Matthías glettinn og bætir við að um besta gras í Noregi hafi verið að ræða. Hann segist þó orðinn vanur gervigrasinu. „Það eru bara örfá lið í deildinni sem spila á grasi og það sama er uppi á teningnum í úrvalsdeild- inni. Við erum búnir að væla lengi yfir gervigrasinu hjá Stjörnunni en það eru fleiri grasvellir á Íslandi heldur en í Noregi,“ segir Matthías sem segir þó alls ekki hægt að kvarta yfir gervigrasinu í Noregi. „Flestallt sem ég hef spilað á hingað til hefur verið mjög fínt. Flestir leikvangarnir eru glænýir og þeir eru duglegir að skipta um gervigras,“ segir Matthías. Matthías flutti til Noregs í febrúar og hefur verið fjarri konu og barni síðan, sem hann segir hafa verið erfitt. „Þú getur rétt ímyndað þér það. En þau kíktu til mín í heimsókn um daginn og flytja svo út til mín í júlí. Maður lifir þetta af,“ sagði Matthías. Líf atvinnumannsins getur verið einmanalegt og alls ekki gefið að sama stemning myndist í leikmannahópum eins og í félögunum hér á landi. Matthías ber þó liðsfélögum sínum hjá Start vel söguna. „Hópurinn er nánari en ég bjóst við. Hann er lítill með mörgum ungum strákum. Við höfum kynnst vel og félagsskapurinn er góður,“ segir Matthías. Vill komast í landsliðið Matthías var ekki valinn í lands- liðshóp Íslands fyrir leikina gegn Frakklandi og Svíþjóð í síðasta mánuði. Hann heyrði ekkert frá Lars Lagerbäck í aðdraganda leikjanna en telur reyndar að þeir Guðmundur hafi ekki verið gjald- gengir í leikina hvort eð var þar sem leikið var í deildinni á sama tíma. „Við vorum búnir að sætta okkur við að vera ekki í þessum hóp og stefnum bara á næsta leik. Markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að spila með landsliðinu,“ segir Matthías sem er kominn til Íslands í tíu daga frí. Hann ætlar sér að æfa með FH í fríinu, fái hann leyfi, en Matthías fylgist vel með gangi mála FH frá Noregi. „Að sjálfsögðu. Við erum með tippkeppni í gangi og horfum á Pepsi-mörkin á kvöldin,“ segir Matthías sem leiðir í tipp- keppninni, með naumindum þó. Matthías verður í herbúðum norska liðsins til áramóta. Þá snýr hann aftur í Hafnarfjörðinn en hann framlengdi við FH um eitt ár áður en hann hélt í víking. „Mér fannst það sanngjarnt gagnvart þeim enda hafa þeir sinnt mér vel.“ kolbeinntumi@365.is MARAÞONHLAUP Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram á fjórum stöðum á landinu í kvöld. Hlaupið er í Reykjavík, á Akureyri, á Ísafirði og á Egilsstöðum en ræsing er klukkan 18. Um boðhlaupskeppni er að ræða þar sem sjö hlauparar skipa eitt lið en markmiðið með hlaupinu er að afla fjár fyrir Ólympíuhóp Íslands í frjálsum íþróttum. Þetta var einhver pólitísk ákvörðun hér í Kristiansand en það þarf víst að borga okkur Gumma laun. MATTHÍAS VILHJÁLMSSON LEIKMAÐUR START Besti grasvöllur Noregs eyðilagður Matthías Vilhjálmsson hefur farið á kostum það sem af er tímabili með Start í Noregi. Matthías, sem er í láni hjá norska liðinu frá FH, hefur skorað sjö mörk í tíu leikjum Start sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar fjögurra vikna frí er farið í hönd. Ekkert annað en sæti í efstu deild kemur til greina hjá félaginu. LÍÐUR BEST Á GRASINU Matthías grætur gamla grasið á Kristiansand-leikvanginum sem var á dögunum skipt út fyrir gervigras. Hann er þó farinn að sætta sig við að spila á gervigrasi eins og er algengt í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Ráðist var á knattspyrnu- manninn Joey Barton fyrir utan skemmtistað í Liverpool í gær. Lögreglan hefur tvo menn á þrí- tugsaldri í haldi vegna árásar- innar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Liverpool segir að 29 ára karl- maður hafi fengið áverka í and- litið fyrir utan skemmtistað í miðbæ Liverpool. Tveir 21 árs karlmenn hafi verið handteknir og séu í gæslu lögreglunnar. Queens Park Rangers, vinnu- veitandi Barton, sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segir meðal annars: „Joey Barton lenti í atviki í miðbæ Liverpool í morgunsárið. Barton var á leið sinni heim ásamt kærustu sinni þegar tveir menn hófu að syngja niðrandi söngva og slógu Barton. Lögreglan mætti strax á svæðið og handtók einn mann. Barton ákvað að leggja ekki fram kæru og yfirgaf svæðið skömmu síðar. Félagið mun ekki tjá sig frekar um málið.“ Barton notaði að sjálfsögðu Twitter til þess að tjá sig um málið. Þar sagðist hann ekki ætla að kæra þar sem lögreglan hefði þarfari hlutum að sinna. Hann þakkaði henni einnig hjartanlega fyrir fagmannleg vinnubrögð. - ktd Vandræðin elta Barton: Barton barinn í Liverpool JOEY BARTON Alltaf í vandræðum og látum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Swansea er enn í stjóra- leit en eins og kunnugt er hætti Brendan Rodgers hjá félaginu til þess að taka við Liverpool. Nú er Daninn Michael Laudrup orðaður við félagið. Swansea var upprunalega í viðræðum við Graeme Jones, aðstoðar þjálfara Wigan, en ekkert varð úr þeim viðræðum. Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Ian Holloway, Gus Poyet og Jose Ramon Sandoval, þjálfari Rayo Vallecano. Nafn Laudrup er nýtt í umræðunni en hann þjálfaði síðast lið Mallorca á Spáni og hefur verið orðaður við mörg lið síðustu misseri. Umboðsmaður Laudrup segist ekkert hafa heyrt frá Swansea en enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að Swansea sé spennt fyrir Laudrup. - hbg Michael Laudrup: Orðaður við Swansea D Y N A M O R E Y K JA V ÍK – einfalt og ódýrt 50% AFSLÁTTUR AF NICOTINELL TROPICAL FRUIT 204 STK. 2MG OG 4MG - TILBOÐIÐ GILDIR TIL 9. JÚNÍ Spöngin 577 3500 • Hólagarður 577 2600 • Skeifan 517 0417 • Garðatorg 565 1321 • Setberg 555 2306 • Akureyri 461 3920 50% AFSLÁT TUR KO M IÐ A FT UR ! Hádegisfundur ÍSÍ 6. júní í E-sal íþr.miðst. í Laugardal ÍSÍ býður upp á hádegisfund um próteinbætiefni og notkun þeirra hjá 18 ára drengjum. Unnur Björk Arnfjörð fer yfir rannsókn sína þessa efnis frá kl. 12-13. Öllum opið án endurgjalds. Sjá einnig á www.isi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.