Fréttablaðið - 05.06.2012, Síða 38
5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
SUMARFRÍIÐ
„Þegar við vorum að „skjóta“
í janúar hurfu búðirnar undir
lokin. Við urðum að skilja eftir
fimm tjöld og þau voru fyrst núna
að koma undan vetrinum,“ segir
Ingvar Þórðarson, einn af fram-
leiðendum spennutryllisins Frosts
sem verður frumsýndur í haust.
Ýmislegt gekk á við tökur á
Frosti uppi á Langjökli í janúar.
Meðal annars þurfti tökuliðið að
skilja eftir fimm tjöld, sem hvert
kostar 150 þúsund krónur, vegna
veðurs. „Þegar við vorum búin og
ætluðum að taka allt niður eftir
tökur hurfu tjöldin. Jökullinn
gleypti þau,“ segir Ingvar. Hann er
mjög ánægður með að þau séu núna
komin í leitirnar, ekki bara vegna
verðmætanna heldur líka vegna
þess að mikilvægt er að skilja við
náttúruna eins og hún var áður en
tökurnar hófust. „Þetta snýst um
að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Hellir, þar sem atriði í myndinni
voru einnig tekin upp, er aftur á
móti horfinn og hefur ekki fundist
aftur þrátt fyrir að sumarið sé
komið. „Jökullinn gæti sýnt hann
aftur eftir hundrað ár eða bara
aldrei. Þessir jöklar eru magnað
fyrirbæri. Það getur hvað sem er
leynst á þeim.“ - fb
Langjökull gleypti tökustað Frosts
ÁNÆGÐUR HJÁ TJÖLDUNUM Ingvar Þórðarson hjá tjöldunum sem fundust aftur,
mörgum mánuðum eftir að tökum lauk.
„Í sumar ætla ég að spila með
hljómsveitinni úti um allar
trissur og draga kærustuna í
sjósund.“
Haraldur Ari Stefánsson, skemmtikraftur
og meðlimur hljómsveitarinnar Retro
Stefson.
„Það eru komnar bókanir fyrir fjögur brúðkaup núna
í sumar og við erum að fá fyrirspurnir lengra fram í
tímann, til dæmis um eitt vetrarbrúðkaup í febrúar,“
segir Eva María Þórarinsdóttir, annar eigandi Pink
Iceland, sem býður upp á brúðkaupsþjónustu fyrir
samkynhneigða ferðamenn.
Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland var stofnað
af kærustuparinu Evu Maríu og Birnu Hrönn Björns-
dóttur í mars árið 2011 og sérhæfir það sig í ferðum
fyrir samkynhneigða. Fljótlega fór fyrirtækinu að
berast beiðnir um skipulagningu á hinsegin brúð-
kaupum. „Við ákváðum að anna þeirri eftirspurn og
vorum allt í einu orðnar brúðkaupsskipuleggjendur
og farnar að hafa áhyggjur af blómaskreytingum,“
segir Eva María og hlær. Eftirspurnin hefur verið
mikil og þær hafa tekið að sér brúðkaup af öllum
stærðargráðum. „Við höfum bæði verið með brúð-
hjónin tvö ein og svo er stærsta brúðkaupið okkar
núna í sumar 80 manna,“ segir Eva María en hún
er lærður ferðamálafræðingur og með gráðu í við-
burðastjórnun svo hún þekkir þennan bransa.
Brúðkaupsgestir eru af öllum stærðum og gerðum
og mikið til gagnkynhneigt fólk líka. „Við leggjum
mikið upp úr því að hafa hinsegin brag á ferðunum
okkar. Til dæmis deilum við ýmsum fróðleik um
samfélag hinsegin fólks hérlendis og bendum á staði
sem samkynhneigðir gætu haft áhuga á. Að sjálf-
sögðu eru gagnkynhneigðir þó velkomnir í ferðirnar
okkar líka,“ segir Eva María, en vinsælt hefur verið
að gestir fari í ferðir á vegum Pink Iceland í kring-
um brúðkaupin, jafnvel í boði brúðhjónanna. - trs
Hinsegin brúðkaup á Íslandi
PINK ICELAND Kærusturnar Eva María og Birna Hrönn eru
farnar að bjóða upp á aðstoð við skipulagningu brúðkaups
samkynhneigðra á Íslandi í gegnum fyrirtæki sitt Pink Iceland.
MYND/ALISA KALYANOVA
Ein þekktasta dauðarokkssveit
heims, Entombed, spilar í þriðja
sinn hér á landi á Gauknum laugar-
dagskvöldið 9. júní.
Gítarleikarinn Alexander Hellid
hlakkar mikið til að stíga á svið á
Íslandi á nýjan leik. „Þegar við
vorum beðnir um að koma til
Íslands í þriðja sinn var það of
freistandi fyrir okkur til að hafna
því,“ segir Alex eins og hann er
kallaður. „Í þetta sinn verðum við
fimm á sviðinu. Síðast var ég eini
gítarleikarinn en núna getum við
spilað fleiri lög, sem ætti að vera
gaman fyrir tónleikagesti.“
Hin sænska Entombed gaf út
sína níundu hljóðversplötu, Serpent
Saints – The Ten Amendments, árið
2007 og hefur síðan þá verið dugleg
við að spila úti um allan heim. „Við
höfum ekki haft tíma til að taka
upp nýja plötu en stefnum að því
í sumar eða haust. Við viljum gefa
út nýtt efni í janúar eða febrúar á
næsta ári,“ segir Alex.
Entombed var stofnuð árið 1987
og hét upphaflega Nihilist. Fyrsta
platan kom út 1989 en eftir að sú
næsta kom út var tónlistarstefnan
death n’roll fest við hljómsveitina.
„Við vildum ekki láta kalla tón-
listina okkar þessu nafni. Sjálfum
er mér alveg sama en þetta
hljómar samt dálítið væmið. En
nafnið festist við okkur eftir aðra
plötuna vegna þess að við fórum að
spila meira í anda hljómsveita sem
eru í uppáhaldi hjá okkur eins og
Kiss og Alice Cooper.“
Alex er einn tveggja með-
lima Entombed sem hafa verið í
sveitinni frá upphafi, eða í 25 ár.
„Maður verður eiginlega hræddur
að hugsa um að maður hefur verið
í bandinu meira en hálfa ævina,“
segir hann. Spurður hvað sé best
við að vera í Entombed nefnir
hann sköpunarferlið. „Hvort sem
það eru stuttermabolirnir sem við
búum til, höldum góða tónleika eða
gefum út plötu, þá skiptir sköpunin
mestu máli fyrir mig.“
Tónleikarnir á Gauknum verða
tvennir. Þeir fyrri verða fyrir alla
aldurshópa og hefjast klukkan 17.
Hinir hefjast kl. 21. Um upphitun
sjá Sólstafir, Gone Postal, Reykja-
vík! og Bootlegs.
freyr@frettabladid.is
ALEXANDER HELLID: HEF VERIÐ HÁLFA ÆVINA Í HLJÓMSVEITINNI
Sænskir dauðarokkarar
í þriðja skipti til landsins
ENTOMBED Sænsku dauðarokkararnir eru á leiðinni til landsins í þriðja sinn.
L
A
N
D
SM
ÓT HESTAM
AN
N
A
N
A
T
IO
N
AL HORSE SHOW
O
F
IC
E
L
A
N
D
Landsmót
hestamanna
Reykjavík
2012
25.06 – 01.07
Ógleymanleg skemmtun. Bestu gæðingar
landsins etja kappi og helstu kynbótastjörnur
landsins koma fram. Troðfull dagskrá með
landsþekktum skemmtikröftum, kvöldvökum
og fjölskyldustemningu. Á keppnissvæðinu
er glæsilegur barnagarður.
Miðasala á www.landsmot.is
Það styttist í ævintýrið!