Fréttablaðið - 03.07.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 03.07.2012, Síða 10
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 MEXÍKÓ, AP „Við erum ný kynslóð. Það verður ekki aftur snúið,“ sagði Enrico Pena Nieto þegar ljóst þótti að hann hefði sigrað í forsetakosn- ingum í Mexíkó á sunnudag með um það bil 38 prósentum atkvæða. Nieto er 45 ára gamall og fram- bjóðandi PRI-flokksins, gamla Byltingarflokksins sem hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en hafði þar á undan stjórnað landinu sam- fleytt í 71 ár. Sjö áratuga valdatíð Byltingar- flokksins aflaði honum mikilla óvinsælda. Stjórnarhættir hans ein- kenndust af spillingu og kúgun, en flokkurinn stærði sig engu að síður af því að hafa byggt upp stofnanir samfélagsins og almannaþjónustu. Það var Vicente Fox, þáverandi leiðtogi hægri manna, sem steypti Byltingarflokknum af stóli með stórsigri í forsetakosningum árið 2000. Vinsældir hægriflokksins PAN hafa hins vegar dalað mjög á seinni árum, sem má meðal annars rekja til þess að efnahagskreppan 2008 bitnaði hart á Mexíkó, auk þess sem landsmenn eru orðnir langþreyttir á ofbeldinu í stríði stjórnvalda gegn gengjum fíkni- efnasmyglara undanfarinn ára- tug, sem harðnaði mjög eftir að Vicente Fox tók við völdum árið 2000. Átökin hafa kostað meira en 50 þúsund manns lífið á síðustu árum. Josefine Vazquez Mota, fram- bjóðandi PAN-flokksins, fékk aðeins fjórðung atkvæða í for- setakosningunum, og lenti í þriðja sæti. Næstflest atkvæði fékk hins vegar Andrés Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi Lýðræðis- lega byltingarflokksins, sem er töluvert lengra til vinstri en PRI- flokkurinn. Byltingarflokknum hefur tek- ist að ná til kjósenda með nýrri forystusveit af yngri kynslóð- inni. Auk þess virðast kjósendur vonast til þess að gamli valda- flokkurinn geti náð betri tökum á fíkniefnabarónum, sem flokknum tókst jafnan að halda sæmilega í skefjum meðan hann var við völd. Árangur Nietos og PRI-flokks- ins varð hins vegar engan veginn jafn glæsilegur og skoðana- kannanir höfðu gefið fyrirheit um fyrir nokkrum vikum. Allt stefndi í að hann fengi meira en 50 prósent atkvæða í þessum kosningum, en úrslitin urðu þegar til kom þau að Nieto fékk um 38 prósent atkvæða. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og sagði við fjölmiðla: „Þetta er bara upphafið að því verki sem framundan er hjá okkur.“ gudsteinn@frettabladid.is Byltingarflokkurinn kemst til valda á ný Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð. ENRICO PENA NIETO Sigur hans varð ekki jafn glæsilegur og skoðanakannanir höfðu spáð. NORDICPHOTOS/AFP FERÐALÖG Vindar og vindhviður skapa ferðalöngum með húsvagna oft mikla hættu. Dæmi eru árlega um að húsbílar fjúki af þjóðvegum landsins vegna strekkings, jafnvel svo að þeir velti og lífi fólks sé stefnt í hættu. Á landinu eru þjóðvegir þó misvara- samir. Sjóvá starfrækir vefsíðu þar sem er að finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Þar má finna kort yfir vindasama staði og aðvaranir um hvar vindhraði er meiri en 15 metrar á sekúndu. Einnig má á kortinu finna almennar vegaupplýsingar frá Vegagerðinni ásamt þjónustustöðvum og umboðs- aðilum tryggingafélagsins. Ef slóðin Sjova.is/vindakort er slegin inn í vafra tölvu eða snjallsíma opnast gagnvirkt kort sem auð- velt er að nota sér til upplýsingaöflunar. Mikil vinna hefur verið lögð í að kortleggja vindasama staði. - bþh Ferðamenn eru hvattir til að afla sér upplýsinga um ferðaleið við brottför: Veðurupplýsingar geta forðað slysi FÓR ILLA Bílstjórinn ók löturhægt en hélt ekki stjórn á bílnum þegar vindhviða hreif hann með sér svo bíllinn valt. MYND/VÍS VIÐSKIPTI Hlutabréf í fasteigna- félaginu Regin, sem meðal annars á og rekur Smáralind og Egilshöll, voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Gengi bréfa félagsins stóð í stað í 8,2 í lok dags, en heildarvelta við- skipta með bréf í félaginu nam tæplega 40 milljónum á þessum fyrsta viðskiptadegi. Með Regin hafa nú tvö ný félög verið skráð á markað frá hruni, en auk Regins hefur smásölurisinn Hagar, sem á og rekur Bónus og Hagkaup, einnig verið skráður á markað. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallar Íslands segist ánægður með það umhverfi sem sé að verða til eftir hrunið, þar sem eignarhald á fyrirtækjum sé dreifðara en var fyrir hrun fjár- málakerfisins og hlutabréfa- markaðarins, fyrir tæplega fjórum árum, og konur í ríkara mæli við stjórnvölinn, en 35 pró- sent stjórnarmanna í skráðum félögum á Íslandi eru nú konur. Til samanburðar er meðaltalið um 13 prósent í Evrópu, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur vikum. „Þessar breyt- ingar eru mjög til bóta að mínu mati,“ sagði Páll eftir að bjöllunni hafði verið hringt í Kauphöllinni, til marks um að viðskipti með bréf Regins á skráðum markaði væru formlega hafin. Landsbankinn, sem átti Regin að öllu leyti, hefur nú selt tæp- lega 75 prósent af eign sinni í félaginu, en er þrátt fyrir það stærsti eigandi félagsins með ríflega fjórðungshlut. Meðal annarra stórra eigenda eru Líf- eyrissjóður verzlunarmanna með 8,2 prósenta hlut og Gildi l ífeyris sjóður með ríf lega fjögurra prósenta hlut. - mþl Fasteignafélagið Reginn, sem á og rekur meðal annars Smáralind og Egilshöll, var skráð á markað í gær: Kauphallarstjóri ánægður með breytt umhverfi BJALLAN GLYMUR Fjórar konur skipa fimm manna stjórn Regins. Elín Jóns- dóttir, Fjóla Þ. Hreinsdóttir, Guðríður Friðriksdóttir, Hjördís Halldórsdóttir og Stanley Pálsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEKKT Francesca Schiavone frá Ítalíu beit í tennisboltann eftir að henni mis- tókst að ná honum í leik gegn Petru Kvitovu frá Tékklandi á Wimbledon- mótinu í Englandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.