Fréttablaðið - 03.07.2012, Page 35
ÞRIÐJUDAGUR 3. júlí 2012 31
Sígilda Óskajógúrtin
sem enginn verður
leiður á.
Létta Óskajógúrtin
án viðbætts sykurs.
Óskajógúrt
þjóðarinnar
í 40 ár
Í gegnum súrt og sætt hefur Óskajógúrt
verið kærkominn kostur íslensku þjóðarinnar,
hvort sem er í ferðalaginu, á róló, í vinnu,
hjá dagmömmu, í vegasjoppunni eða sem
morgunmatur heima við. Þín óskastund
getur verið hvar sem er.
SUND Sundsambandi Íslands bárust
í gær þau góðu tíðindi að Jakob
Jóhann Sveinsson fengi keppnis-
rétt í 100 m bringusundi á Ólympíu-
leikunum í Lundúnum sem hefjast
þann 27. júlí næstkomandi. Þar með
er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa
á sínum fjórðu Ólympíu leikum
frá upphafi og þar með bætast í
fámennan hóp íslensks íþróttafólks
sem hefur náð þeim árangri.
Guðmundur Gíslason sundkappi
var fyrstur til að afreka það þegar
hann keppti á sínum fjórðu leikum
árið 1972. Bjarni Friðriksson náði
því árið 1992 og svo Vésteinn
Haf steins son fjórum árum síðar.
Skíðakappinn Kristinn Björnsson
bættist svo í hópinn árið 2002 en
hann er sá eini sem hefur náð því
sem keppt hefur á vetrarleikunum.
Jakob Jóhann er nú við æfingar
í Englandi ásamt sex öðrum úr
íslenska sundlandsliðinu. Þau eru
nú að undirbúa sig fyrir Opna
franska meistaramótið um helgina
en eftir það fara Ólympíufararnir í
æfingabúðir í Canet í Frakklandi.
Sem stendur eru fimm íslenskir
sundmenn komnir inn á leikana
og er Jakob Jóhann eini karlinn.
Hörður Oddfríðarson, formaður
Sundsambands Íslands, sagði
við Fréttablaðið í gær góðar
líkur á að Árni Már Árna-
son og Anton Sveinn McKee
kæmust einnig inn en að
það myndi vonandi skýrast
í dag. Margir þættir ráða
því hverjir komast inn og
því erfitt að spá fyrir um
það.
Reikna má með að
endanlegur þátttakenda-
listi liggi fyrir þann 9.
júlí næstkomandi en þó
mun FINA, Alþjóðasund-
sambandið, halda því opnu
alveg fram að leikunum að
bjóða sundfólki þátttöku-
rétt ef einhver þátttak-
andi skyldi forfallast
á síðustu stundu. - esá
Jakob Jóhann Sveinsson keppir í London og bætist því í fámennan hóp íslensks íþróttafólks:
Keppir á Ólympíuleikum í fjórða sinn
JAKOB JÓHANN Þessi
þrítugi sundkappi
keppti á sínum fyrstu
leikum í Sydney árið
2000.HANDBOLTI Nú er orðið ljóst
hvernig leikjadagskrá íslenska
handboltalandsliðsins verður á
Ólympíu leikunum í London en
íslensku strákarnir munu spila á
tveggja daga fresti.
Fyrsti leikur Íslands verður á
móti Ameríkumeisturum Arg-
en tínu sunnudaginn 29. júlí en
tveimur dögum síðar mæta
strákarnir Afríkumeisturum
Túnis. Fyrstu tveir leikirnir byrja
klukkan 8.30 um morguninn að
íslenskum tíma en hinir þrír leik-
irnir í riðlinum eru síðan seinna
um daginn eða á móti Svíþjóð
(fimmtudagur 2. ágúst, klukkan
20.15), Frakklandi (laugardagur 4.
ágúst, klukkan 18.30) og Bretlandi
(mánudagur 6. ágúst, klukkan
15.15). Átta liða úrslitin fara síðan
fram miðvikudaginn 8. ágúst.
Íslenska landsliðið byrjaði að
æfa í gær en Guðmundur Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari, þarf
að tilkynna 14 manna hópinn fyrir
lok vikunnar. - óój
Handboltalandsliðið á ÓL:
Byrja á tveimur
morgunleikjum
SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Fagnar
hér einum af sigrunum á ÓL fyrir fjórum
árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Spánverjinn Andres
Iniesta var valinn besti leikmað-
urinn á EM í fótbolta en UEFA
tilkynnti val sitt í gær.
Þetta er annað Evrópumótið í
röð sem leikmaður númer átta hjá
Spáni er valinn bestur því fyrir
fjórum árum spilaði Xavi í treyju
númer átta. Xavi og Iniesta, sem
hafa alla tíð verið liðsfélagar
hjá Barcelona, skiptu um númer
fyrir þessa keppni. Iniesta byrj-
aði alla sex leiki Spánar á EM og
átti frábært mót þrátt fyrir að
hafa ekki náð að skora í keppn-
inni. Iniesta var síðan einn af tíu
Spánverjum sem voru valdir í 23
manna úrvalslið keppninnar. - óój
EM í fótbolta gert upp:
Iniesta bestur
GAMAN Andrés Iniesta fagnar titlinum
með félögum sínum. NORDICPHOTOS/AFP
Úrvalslið EM 2012:
Markmenn: Gianluigi Buffon (Ítalía), Iker
Casillas (Spánn), Manuel Neuer (Þýska-
land)
Varnarmenn: Gerard Pique (Spá), Fabio
Coentrao (Portúgal), Philipp Lahm (Þýsk.),
Pepe (Port), Sergio Ramos (Spá), Jordi
Alba (Spá).
Miðjumenn: Daniele De Rossi (Íta.),
Steven Gerrard (England), Xavi (Spá.),
Andres Iniesta (Spá.), Sami Khedira
(Þýsk.), Sergio Busquets (Spá.), Mesut
Ozil (Þýsk.), Andrea Pirlo (Íta.), Xabi
Alonso (Spá.)
Framherjar: Mario Balotelli (Íta.), David
Silva (Spá.), Cesc Fabregas (Spá.), Cristiano
Ronaldo (Port.), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð).