Fréttablaðið - 11.07.2012, Page 2
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR2
DÝRALÍF Milljón tonna makrílstofn-
inn sem gengur inn í íslenska fisk-
veiðilögsögu virðist hafa veruleg
áhrif á vistkerfið hér við land.
Þorsteinn Þorbergsson, skip-
stjóri á hrefnuveiðiskipinu Hrafn-
reyði, segir að makríllinn hafi
haft mestallt æti af hrefnunni í
Faxaflóa svo hún sé farin að leita
annað. Hann segist ætla að leita
af sér allan grun næstu daga en ef
fram heldur sem horfir muni þeir
halda til Breiðafjarðar. Ef eins sé
ástatt þar verði haldið til hrefnu-
veiða í Húnaflóa.
Þetta er annað árið í röð sem
makríllinn hefur áhrif á veiðihög-
un hrefnuveiðimanna. - jse/ sjá síðu 16
Hrefnuveiðar í Faxaflóa:
Hrefnan hopar
undan makríl
SPURNING DAGSINS
LANDBÚNAÐUR „Ég er mjög stoltur
af hugmyndum þeirra um að láta
peninga í þetta verkefni og gera
það vel,“ segir Hafberg Þóris-
son, eigandi gróðrarstöðvarinn-
ar Lambhaga, sem nýkominn er
heim frá Kína þar sem hann ráð-
lagði heimamönnum um gróður-
húsaræktun.
Aðstoðarlandbúnaðarráðherra
Kína heimsótti Lambhaga í maí.
Áður höfðu tvær kínverskar
sendinefndir heimsótt Hafberg
og gróðrarstöðina hans sem
þekkt er fyrir Lambhagasalat.
Kínverjarnir buðu Hafberg til
heimalands síns og þaðan kom
hann í síðustu viku eftir rúmlega
viku dvöl, fyrst og fremst í Giy-
jong-héraði.
„Þar sýndu þeir okkur hvað
þeir eru búnir að gera, hvað þá
langar til að gera og hvað er
á döfinni,“ segir Hafberg og
útskýrir að þótt Kínverjar séu
óhemjugóðir og tæknilega full-
komnir í ræktun hrísgrjóna séu
aðferðir þeirra í grænmetisrækt
ef til vill ekki nógu afkastamikl-
ar og stundum skorti á gæði.
„Nú vilja þeir afkastameiri
aðferðir og það er mikill hugur
í þeim,“ segir Hafberg sem átti
góðar viðræður við héraðsstjórn-
ina í Giyjong, þar sem stærsta
borgin telur 6,5 milljónir íbúa.
„Þeir eru mjög velviljaðir því
að það sé farið af stað með alvöru
verkefni og að það verði gert
á sama hátt og hérna hjá mér,“
segir Hafberg. Kínverjarnir hafi
aðallega verið að hugsa um salat.
„En ég benti þeim líka á að það er
svo margt, margt annað sem þeir
geta gert.“
Hafberg segir heimsóknina
hafa komið sér ánægjulega á
óvart. „Þeir eru agaðir og mjög
umhugað að gera góða hluti, ekki
bara í garðyrkju. Vegir og allir
innviðir bera vitni um ofboðs-
legan metnað. Það kom mér mjög
á óvart hversu vel hlutunum er
stjórnað á þessu svæði,“ segir
garðyrkjubóndinn.
Sjálfur er Hafberg einmitt
um þessar mundir að betrum-
bæta eigin framleiðslustöð í
Lambhaga. Þar á hann í sam-
vinnu við danska fyrirtækið
Danish Greenhouse Supply sem
hann kveður það stærsta í Evr-
ópu í framleiðslu tæknibúnaðar
í gróðurhús. Danska fyrirtækið
taki þátt í verkefninu í Kína og
hluti tæknibúnaðarins sé þróað-
ur í Lambhaga þar sem salat er
ræktað í lokuðu rými með flugna-
netum og tölvustýrðri vatnskæl-
ingu.
„Það er það sem þeir eru að
leita að; að geta stjórnað fram-
leiðslunni til að fá ákveðið magn
og gæði á hvern fermetra,“ segir
Hafberg sem á standandi boð um
að koma sjálfur til starfa ytra.
„Ég er í ágætum málum hérna
heima og er ekkert að leita mér
að vinnu og benti þeim á að það
er til fullt af fólki sem er betra
en ég. En ég bauð þeim að vera á
hliðarlínunni.“ gar@frettabladid.is
Íslenskur salatbóndi
leiðbeinir Kínverjum
Hafberg Þórisson í Lambhaga er nýkominn frá Kína þar sem hann ráðleggur
heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Kínverjar leita aðferða til að rækta
mikið magn af gæðagrænmeti. Hafberg hreifst af metnaði og aga gestgjafanna.
HAFBERG ÞÓRISSON OG LIU YI HUA Hafberg ræddi við stóreignamanninn og fjárfest-
inn Liu Yi Hua í Giyjong um hátæknigróðurhús Hafbergs í Reykjavík sem fyrirmynd
við uppbyggingu grænmetisræktunar með auknum afköstum og gæðum í Kína.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Arnar Eggert, ertu líka að selja
nærbuxurnar þínar?
„Já, en bara þær úr vínilnum.“
Arnar Eggert Thoroddsen heldur garðsölu
um helgina þar sem hann býður þús-
undir vínilplatna til sölu. Þunna pappírs-
umslagið sem vínilplötur eru geymdar í
er gjarnan kallað nærbuxur.
KÁRASTAÐASTÍGUR Smíðað er eftir
verðlaunatillögu úr arkitektasamkeppni.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FRAMKVÆMDIR Gerð nýrrar brautar
yfir hyldýpi sem opnaðist við hrun
í Almannagjá í fyrra kostar mun
meira en samþykktar fjárheimildir
gera ráð fyrir. Verja átti 23 millj-
ónum króna til verksins. Strax í
apríl í vor, áður en framkvæmdir
hófust, var sá rammi sprunginn
og kostnaðurinn kominn upp í 29
milljónir, eða 26 prósent umfram
áætlun.
Tafir urðu vegna halla á göngu-
brautinni sem ekki var talinn
henta fötluðum. Mannvirkjastofn-
un sagði hins vegar reglugerð um
slíkt aðeins eiga við í þéttbýli.
Verið er að smíða gangveginn um
Kárastaðastíg þessa dagana. - gar
Fram úr á Kárastaðastíg:
Kostar meira
en fjárheimildir
DANMÖRK Óhugnanleg sjón blasti
við starfsmönnum í dýragarð-
inum í Kaupmannahöfn þegar
þeir mættu til vinnu í gærmorg-
un. Í búri tígrisdýranna fannst
lík manns sem dýrin höfðu rifið
í sig um nóttina.
Dýrin hringsóluðu um líkið
þegar starfsmennirnir mættu.
Þeim tókst að hrekja þau á brott
og ná líkinu úr búrinu.
Lögregla telur allt benda til
þess að maðurinn hafi klifrað
yfir girðinguna og inn til dýr-
anna. Borin voru kennsl á hann
síðdegis og reyndist hann vera
tvítugur maður frá Afganistan
sem fékk danskan ríkisborgara-
rétt í síðasta mánuði.
Dýragarðurinn var opinn í
gær þótt búr tígrisdýranna hafi
verið girt af. Ekkert þessu líkt
hefur áður hent í 152 ára sögu
garðsins. - sh
Óhugnaður í Danmörku:
Tvítugur mað-
ur drepinn af
tígrisdýrum
Frá kr. 34.950
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Malaga 17. júlí í
14 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta
gistingu meðan á dvölinni stendur.
Verð kr. 34.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 17. júlí í 14 nætur.
Netverð á mann. Verð áður kr.69.900.
Verðdæmi fyrir gistingu:
kr. 50.300 á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Bajondillo 17. júlí í 14 nætur
Verð á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð á Bajondillo kr. 56.200 í 14 nætur.
2 fyrir 1 til Costa del Sol
17. júlí
SAMFÉLAGSMÁL Hópur tölvu-
þrjóta, Anonymous, hefur nú
birt 500 tölvupósta, IP-tölur
og heimilisföng hjá fólki sem
hópurinn segir hafa verið virka
notendur á heimasíðum sem
innihalda barnaklám.
Á listanum eru meðal annars
tölvupóstföng frá Hollandi,
Belgíu, Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Stóran hluta er þó ekki
hægt að rekja. Þetta kemur
fram á Politiken.
Þetta er í annað skiptið sem
hópurinn ræðst gegn barnaníð-
ingum, en í október á síðasta
ári birti hópurinn yfir 1.500
nöfn.
- ktg
Tölvuþrjótar birta gögn:
Birta lista yfir
barnaníðinga
SPÁNN Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar
sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í
Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og
lögreglu.
Sparnaðaraðgerðirnar sem forsætisráðherrann
Mariano Rajoy kynnti fyrir þinginu í gær eiga að
hans sögn að spara 65 milljarða evra á tveimur
og hálfu ári. Skattar verða hækkaðir, jólabónusar
verða aflagðir í opinbera geiranum og fjárframlög
til stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og sveitar-
stjórna verða lækkuð. Þá verða atvinnuleysisbætur
skertar ef fólk er atvinnulaust í meira en hálft ár.
Rajoy sagði að án þessara aðgerða yrði almanna-
þjónusta í hættu. Hann viðurkenndi að skattahækk-
anir væru brot á kosningaloforði hans. „Ég sagðist
myndu lækka skatta og ég er að hækka þá. Aðstæð-
ur breytast og ég verð að aðlagast þeim.“
Námaverkamenn á Spáni hafa mótmælt aðgerðum
stjórnvalda harðlega síðustu vikur, en til stendur að
lækka niðurgreiðslur til námaiðnaðarins í landinu.
Verkalýðsfélög segja að með niðurskurðinum séu 30
þúsund störf sett í hættu. Þúsundir mótmæltu niður-
skurði og skattahækkunum með námamönnunum
í höfuðborginni Madríd í gær, og rigndi grjóti og
flöskum yfir lögreglumenn. Fimm voru handteknir
og þrír slösuðust lítillega. - þeb
Fjölmenn mótmæli í Madríd sama dag og forsætisráðherra kynnti niðurskurð:
Boðar niðurskurð og hækkanir
FJÖLMENNT Mótmælendur fjölmenntu í miðborg Madrídar í
gær, en upphaf mótmælanna er óánægja námuverkamanna
með lægri niðurgreiðslur til greinarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEIÐI „Viðureignin var tiltölulega
stutt, ekki nema 25 eða 30 mínút-
ur. Hann var þungur og allt það en
engin læti í honum. Þetta var auð-
veldara en ég hélt í fyrstu þegar
ég sá hversu stór fiskurinn var,“
segir Björn Magnússon sem veiddi
110 sentimetra lax, sem ætla má að
sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá
í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög
skemmtileg viðureign og það ligg-
ur við að adrenlínkikkið sé enn þá
í manni.“
Hrygnan sem Björn veiddi er
stærsti lax sem veiðst hefur í sumar.
Stærsti lax sem veiddist í fyrra var
108 sentimetrar en hann veiddist á
svipuðum stað, eða við Fossbrún.
Orri Vigfússon, leigutaki Laxár
í Aðaldal, er búinn að veiða á þess-
um stað í ein 45 ár og segir að þarna
sé stærstu fiska landsins að finna.
„Þetta er einhver magnaðasti staður
í veröldinni,“ segir Orri.
Eins og gefur að skilja er þetta
langstærsti lax sem Björn hefur
veitt, tíu pundum þyngri en sá
stærsti hingað til. Björn býst ekki
við að veiða stærri fisk í náinni
framtíð en er þó ekki úrkula vonar.
„Við verðum hér til hádegis á morg-
un [í dag] svo það er aldrei að vita,“
segir hann og hlær. Risafiskurinn
tók fluguna Kolskegg, hnýtta af
Stefáni Kristjánssyni.
Svo mikið fát var á Birni og
Hákon Ólafssyni veiðifélaga hans
þegar þeir ætluðu að sleppa fisk-
inum að þeir fundu ekki mynda-
vélina. Því er engin mynd til af
stærsta laxi sumarsins.
- kh
Björn Magnússon veiddi 110 sentimetra fisk við Spegilflúð í gær sem gæti verið stærsti lax sumarsins:
Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal
RISAFISKUR Þessi fiskur úr Laxá í Aðaldal reyndist 104 sentimetrar en fiskurinn hans
Björns var 110 cm. Því miður náðist ekki mynd af ferlíkinu. MYND/ÓSKAR PÁLL SVEINSSON