Fréttablaðið - 11.07.2012, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 11.07.2012, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR 12. júlí 2012 41 bmvalla.is Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! Álag á hellur er meira á Íslandi en annars staðar í heiminum sökum veður- og hitabreytinga. Hjá BM Vallá eru hellur því steyptar í einu lagi, úr harðari efnum og í viðeigandi þykkt eftir notkun, og síðan styrkleika- og gæðaprófaðar. Við bjóðum mikið úrval af hellum, hleðslusteini og garð- einingum og faglega ráðgjöf við landslagshönnun og val á hellum. Allar vörur eru afgreiddar fljótt og örugglega. Hellur eiga að endast lengi og því ber að vanda til verksins strax í upphafi. Þess vegna velur fagfólkið BM Vallá. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 12 17 00 Fagfólkið velur BM Vallá Fagmenn ráðleggja 6 cm þykkar hellur að lágmarki í bílaplön.6 cm BM Vallá ehf · Akureyri Austursíðu 2 603 Akureyri Sími: 412 5203 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. kl. 8–17 BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. kl. 8–18 Opið laugard. kl. 10-14 FÓTBOLTI Karlalið ÍBV og Þórs í knattspyrnu leika síðari leiki sína gegn írskum andstæðingum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar á heimavöllum sínum í kvöld. Eyjamenn töpuðu fyrri leik sínum gegn St. Patrick‘s frá Dublin á Írlandi ytra 1-0. „Við vorum alls ekki góðir í fyrri leiknum, náðum ekki að spila okkar leik en vonandi náum við því á heimavelli. Ef það tekst eru möguleikarnir góðir,“ segir Þórarinn Ingi Valdimarsson leik- maður ÍBV. Veðurblíða ríkir á landinu en Þórarinn er klár á því hvernig aðstæður myndu henta ÍBV. „Það væri auðvitað best fyrir okkur að fá vind. Ég efast um að þeir kunni nokkuð á vindinn. Vonandi verður þurrt því ég held að þeir spili best ef búið er að vökva völlinn mjög vel.“ Langþráður Evrópuleikur Þórsarar, sem leika í næstefstu deild, eiga góðan möguleika á sæti í annarri umferð keppninnar eftir markalaust jafntefli gegn Bohemians í fyrri leik liðanna á Írlandi. „Það er gott veður og góð stemning í bænum. Maður finnur að fólk er spennt fyrir þessu. Þetta er öðruvísi enda langt síðan að Evrópuleikur var spilaður á Akureyri,“ segir Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs. „Við vitum að við þurfum að eiga góðan leik til þess að eiga möguleika því liðið er það gott að það mun refsa okkur ef við miss- um einbeitingu,“ segir Sveinn Elías sem telur liðið sambærilegt að getu við meðallið í efstu deild á Íslandi. Flautað verður til leiks á Þórs- velli klukkan 18.30 og í Eyjum klukkan 19.30. - ktd Evrópudeildin í knattspyrnu: Fínn möguleiki ÍBV og Þórs TUÐ Ármann Pétur Ævarsson skiptist á skoðunum við mótherja í fyrri leiknum. MYND/DONALL FARMER DUBLIN Guðmundur Þórarinsson með boltann í fyrri leiknum. MYND/JAMES CROMBIE FÓTBOLTI FH-ingar mæta USV Eschen/Mauren frá Liechten- stein í síðari viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar ytra í kvöld. FH vann 2-1 sigur í fyrri leik liðanna í Hafnarfirði þar sem nóg var af færum en aðeins tvö sem nýttust. „Þeir sýndu það heima um dag- inn að þeir geta alveg leikið sér í fótbolta. Þeir skoruðu gott mark og áttu hættulegar skyndisóknir. Það er alls ekkert vanmat í gangi,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði og markvörður FH-inga. Gunnleifur, sem spilaði eitt tímabil með FC Vaduz í Liechten- stein, segir möguleika FH-inga góða. „Það yrðu gríðarleg vonbrigði ef okkur tækist ekki að komast áfram í keppninni. Það bíður okkar mjög skemmtilegt verkefni gegn gegn Helga Val (Daníelssyni) og félögum í AIK ef okkur tekst að komast áfram,“ segir Gunnleifur. Óvissa ríkir um þátttöku Ólafs Páls Snorrasonar en aðrir leik- menn FH eru klárir í slaginn en leikurinn hefst klukkan 17.30. - ktd FH-ingar stóra liðið í einvíginu gegn Eschen/Mauren: Alls ekkert vanmat ÖLLU VANIR Í EVRÓPUKEPPNUM FH-ingar hafa verið fulltrúar Íslands í Evrópukeppn- unum síðastliðin níu ár eða frá árinu 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.