Fréttablaðið - 11.07.2012, Síða 54

Fréttablaðið - 11.07.2012, Síða 54
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR46 SUMARFRÍIÐ Aðsókn á frönsku kvikmyndina Intouchables hefur aukist um 77 prósent á milli helga og var nauðsynlegt að færa myndina í stærri sali til að anna eftirspurn. Samkvæmt Ísleifi Þórhallssyni, markaðs- og deild- arstjóra viðburðadeildar Senu, hafa um sextán þúsund manns séð myndina frá því hún var frumsýnd fyrir fjórum vikum. „Þetta er alveg einstakt. Yfirleitt er þetta þveröfugt; myndir opna stórt og svo dalar aðsóknin. Minni myndir halda gjarnan jafn- ari aðsókn og íslenskar myndir sömuleiðis, en það er mjög óalgengt að aðsóknin aukist svona mikið hverja einustu sýningarhelgi. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa og man ekki eftir að hafa séð kúrvu sem þessa áður.“ Ísleifur segir að rekja megi velgengnina til góðra meðmæla frá áhorfendum sem séu flestir yfir sig hrifnir af myndinni. Intouchables hefur leikið sama leik í fleiri löndum að sögn Ísleifs, en aukning- in hefur hvergi verið jafn mikil og hér á landi. Fyrstu sýningarhelgina sáu innan við þúsund manns myndina, þá næstu komu rétt rúmlega þúsund manns og þá þriðju sáu um 1.500 manns myndina. Helgina sem leið komu svo um 2.700 manns til að njóta myndar- innar. „Þetta eru tölur sem maður hefur ekki séð áður hjá mynd sem sýnd er undir merkjum Græna ljóssins. Stærsta myndin okkar hingað til var Ferðalag keisaramörgæsanna sem fékk innan við fimmtán þúsund áhorfendur,“ segir Ísleifur að lokum. - sm Einstök aðsókn á Intouchables „Nú er ég kominn yfir fertugt og finnst ekki lengur gaman að bruna um bæinn í spandex-galla heldur langar mig að geta hjólað á götu- hjóli um bæinn og í venjulegum fötum,“ segir Alexander Schepsky, doktor í sameindalíffræði og eig- andi Reiðhjólaverzlunarinnar Berlin, sem opnar við Snorrabraut 56 í dag. Verslunin leggur áherslu á klass- ísk hjól og hjólafatnað en Alexand- er segir hjólamenninguna á Íslandi vera á uppleið. „Ég er frá Þýska- landi og hef alla tíð hjólað mikið. Þegar ég flutti hingað fyrir fjórtán árum síðan keypti ég mér fjalla- hjól eins og allir hinir,“ segir hann. „Fólk er meðvitaðra um umhverf- isvernd og mér fannst því sniðugt að bjóða Íslendingum upp á klass- ísk borgarhjól og fatnað svo fólk geti hjólað á fund eða í leikhús án þess að vera gallað upp.“ Í versluninni fást meðal annars klassísk götuhjól sem og hand- smíðuð hjól frá Bretlandi sem smíðuð eru sérstaklega eftir pönt- un. Alexander segir borgarhjólin kosta frá 130 þúsund krónum og þau sérsmíðuðu frá 200 þúsund krónum en tekur fram að hjólin séu lífstíðareign. „Fólk virðist til- búið til að borga meira fyrir gæða- hjól sem endist út ævina. Bens- ín er nú orðið svo dýrt að fólk á síður tvo bíla og fjárfestir frekar í góðum hjólum.“ Búðina rekur Alexander í sam- starfi við vin sinn, Jón Gunnar Tynes Ólason, sem sér að mestu um fatadeild verslunarinnar. Alexander segir þá félaga hvorn hafa sitt sérsviðið og því sjái Jón Gunnar um fatadeildina og hann um hjólin. Þar verður meðal ann- ars hægt að kaupa vatnsheldar gallabuxur og skyrtur sem eru úr efni sem þornar fljótt og því er svitablettamyndun lítil. Reiðhjólaverzlunin Berlin opnar í dag og verður verslun- in opin frá klukkan 14 til 18 alla virka daga sem og laugardaga. Áhugasömum er bent á Facebook- síðu verslunarinnar. sara@frettabladid.is ALEXANDER SCHEPSKY: HJÓLAMENNINGIN Á ÍSLANDI ER Á UPPLEIÐ Sameindalíffræðingur selur klassísk reiðhjól KLASSÍSK HJÓLAVERSLUN Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólason reka saman Reiðhjólaverzlunina Berlin sem selur klassísk hjól og hjólafatnað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég var að byrja að vinna aftur eftir sumarfrí. Ég ætlaði til London en varð að fresta ferðinni fram á haust. Ég byrjaði í ræktinni, fór í mikið af göngutúrum og sundferðum og í Nauthólsvík. Síðan eyddi ég fríinu í að undirbúa möppu fyrir umsókn í mastersnám.“ Ásgrímur Már Friðriksson, fatahönnuður. VINSÆLUST Ísleifur Þórhallsson segir frönsku myndina Intouchables vera vinsælustu kvikmynd Græna ljóssins til þessa. 04–11.07.12 Vasabrotsbækur – skáldverk Vasabrotsbækur – skáldverk 04–11.07.12 „Við Andri verðum saman á flandri. Ég mun láta lítið fyrir mér fara en sjást öðru hvoru með gítarinn eða munnhörpuna,“ segir Kristján Krist- jánsson, betur þekktur sem tónlistar- maðurinn KK. Hann heldur á slóðir Vestur-Íslendinga ásamt Andra Frey Viðarssyni í nýrri þáttaröð af Andra á flandri, sem verður tekin upp í lok mánaðarins. „Ég er Vestur-Íslendingur, í fullri alvöru,“ segir Kristján sem fer á æskuslóðir sínar í upphafi ferðalags- ins en hann er fæddur í Minneapolis í Bandaríkjunum. „Þaðan keyrum við krókaleið upp til Winnipeg og endum á Gimli-hátíðinni. Hugmyndin er að hafa mig sem eins konar gjöf til Vestur- Íslendinga frá Andra en ég spila á hátíðinni,“ segir hann. Félagarnir fara af landi brott 24. júlí og keyra um svæðið á pall- bíl í tvær vikur. KK segir takmark ferðarinnar vera að kanna hvort Andri haldi lagi. „Þá semjum við kannski lag saman,“ segir hann og bætir við að allt geti gerst í slíkri ævintýraferð. KK heldur síðustu tónleika sína fyrir Ameríkuförina í dag í Viðeyjarstofu klukkan átta. Þar mun hann flytja lagasmíðar sem hafa ekki hljómað á tónleik- um hans að undan- förnu. - hþt KK fer með Andra til Kanada FERÐALANGUR KK ferðast með Andra á slóðir Vestur- Íslendinga í lok júlí en fyrst siglir hann á bátnum sínum, Æðruleysi, til Viðeyjar og flytur nokkrar perlur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ANDRI FREYR VIÐARSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.