Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 11

Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 11
MÁNUDAGUR 16. júlí 2012 11 Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjár- hættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á Netinu Greinarhöfundur tilfærir nokkr- ar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorð- inna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslend- inga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metn- ir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstak- linga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarð- ar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: „Ítar- leg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslend- ingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dreg- in af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.“ Haldgóðar upplýsingar Því er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækj- anna. Þetta er því engin ágisk- un mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsing- arnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsing- um sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrir- tæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyr- irtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spila- mennsku, sem fram kemur í könn- uninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatir Langt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spila- fíkn lendir í miklum erfiðleik- um; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spila- hegðun þá er það mín sannfær- ing að jafnvel vönduðustu rann- sakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, net- spilun ört vaxandi og ofan í spila- kassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninn Þessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verð- ur hins vegar að segjast að í allt- of mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið. Nýverið bárust fregnir af því að rannsakendur í tilteknu sakamáli hefðu þegið fé fyrir rannsókn málsins frá ótengdum aðila. Embætti sérstaks saksókn- ara, sem hafði málið með hönd- um, kærði athæfi þetta til ríkis- lögreglustjóra. Hér á eftir verður ekki fjallað sérstaklega um afdrif þessa tiltekna máls þó það sé tekið til skoðunar í dæmaskyni. Öðru fremur er tilgangur þessara stuttu skrifa að velta upp þeirri spurningu hvort atvik af þessu tagi spilli rannsókn sakamála. Málið vekur nefnilega óneit- anlega upp áleitnar spurningar um hvaða áhrif það hefur á fram- vindu sakamáls að rannsakendur þiggi laun fyrir rannsókn málsins úr hendi einkaaðila. Þegar svara á spurningum af þessu tagi verð- ur fyrst og fremst að skoða málið út frá þeim sjónarmiðum sem vega þyngst við meðferð saka- mála. Réttindi sakborninga í mál- inu skipta þar miklu máli, en þeir njóta stjórnarskrárvarins réttar til réttlátrar málsmeðferðar. Sá réttur telst til grundvallarmann- réttinda í hverju lýðræðisríki og er meðal annars tryggður í Mann- réttindasáttmála Evrópu. Reglur um réttláta málsmeð- ferð geta verið snúið viðfangs- efni og margþætt. Reglunum er meðal annars ætlað það hlut- verk að vernda sakborninga en það verður oft til þess að þær koma almenningi fyrir sjónir sem óþarfa hindranir á vegi rétt- vísinnar. Þetta á sérstaklega við þegar meint brot eru siðferðis- lega mjög ámælisverð eða varða mikla almannahagsmuni. Í þeim tilfellum ber meira á því viðhorfi að rétt sé að láta mannréttindi sakbornings víkja fyrir öðrum og betri rétti samfélagsins til að sjá að einhverjum sé refsað. Það er hins vegar undir þessum kring- umstæðum sem mest reynir á umrædd mannréttindi og þá sem um þau vilja standa vörð. Það er einn af hornsteinum réttlátrar málsmeðferðar að rannsókn máls á hendur sak- borningi sé unnin af óvilhöllum og sjálfstæðum aðila. Þessum rannsóknaraðila ber að sýna hlut- lægni við störf sín og vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós. Þetta felur það í sér að rannsaka ber jafnt það sem horfir til sektar og sýknu en sá réttur er tryggð- ur í lögum um meðferð sakamála og Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Til að ákvarða hvort svo sé í pottinn búið er litið til þess hvort sakborningur hafi réttmæta ástæðu til að draga í efa að rann- sóknaraðili hafi verið óvilhallur og sjálfstæður eða að rannsókn á máli hans hafi verið sjálfstæð og fagleg. Réttlát málsmeðferð skal ekki einvörðungu verða laus við ómál- efnaleg sjónarmið, hún má heldur ekki bera það með sér að sakborn- ingur megi með réttu efast um að mál hans hafi fengið réttláta með- ferð. Það er því ljóst að ekki má vera fyrir hendi nein raunveru- leg ástæða til þess að draga í efa óhlutdrægni og sjálfstæði rann- sakenda. Mannréttindadómstóll Evrópu áréttaði þetta sjónarmið í Delcourt málinu svokallaða frá 17. janúar árið 1970 þar sem fram kom: „Justice must not only be done: it must also be seen to be done“. Það rúmast því ekki innan réttlátrar málsmeðferðar að kom- ist sé að lögmætri niðurstöðu með ólögmætum hætti. Gagnsæi og réttmæti verður að einkenna allan framgang réttvísinnar. Í því máli sem upp kom nýver- ið virðast atvik hafa verið með þeim hætti að rannsakendur hafi þegið umtalsverðar greiðslur frá þrotabúi fyrirtækisins sem fékk lánveitinguna sem um var deilt í málinu. Markmið þrotabúsins var að öllum líkindum að nýta rannsóknargögnin til stuðnings hugsanlegum bótakröfum búsins. Þrotabúið hefur því umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af því að rannsóknin sýni fram á að sak- næm og refsiverð háttsemi hafi valdið búinu fjártjóni. Það liggur í hlutarins eðli að ákveðin niður- staða málsins væri þrotabúinu, sem greiðir rannsakendum millj- ónir króna, hagfelldari en önnur. Atvik málsins eru með þeim hætti að ekki er hafið yfir sann- gjarnan vafa að rannsakendur hafi verið hlutlausir í störfum sínum. Sakborningur má með réttu draga það í efa að rann- sakendur hafi rannsakað jafnt það sem beinist að sekt og sýknu þar sem rannsakendur þáðu fé frá aðila sem hafði hagsmuni af ákveðinni fyrirframgefinni nið- urstöðu. Með hliðsjón af framan- greindri reglu um að réttlætið verði að vera bæði raunverulegt og sýnilegt verða sakborningar málsins ekki með réttu sóttir til saka á grundvelli slíkrar rann- sóknar. Nú kunna einhverjir að vera ósammála þessari niðurstöðu og vilja leggja önnur rök til grund- vallar. Ég hvet hins vegar til þess að horft sé hlutlægt á málavexti og viðkomandi réttarreglur án þess að láta það hafa áhrif hver eða hverjir áttu hlut að máli. Í þessu samhengi getur verið hjálplegt að athuga hvort nið- urstaðan væri sú sama ef aðrir ættu í hlut. Þá getur einnig verið gagnlegt að snúa hlutverkunum við og sjá hvort niðurstaðan væri enn sú sama. Hvaða áhrif hefði það til dæmis ef sjálfur sakborningur- inn greiddi rannsakendum í máli sínu laun? Væru rannsakend- ur enn hæfir til verksins eftir að hafa þegið slíka greiðslu? Teldi einhver að slík málsmeð- ferð stæðist kröfur réttarríkis- ins? Nei, líklega ekki. Sú niður- staða grundvallast á því að sá sem greiðir rannsakandanum hefur sjálfstæða hagsmuni af ákveðinni niðurstöðu í málinu sem kann að vera önnur en hin rétta. Það er því raunhæf hætta á að þessir hagsmunir smitist yfir í niðurstöðu rannsóknarinnar. Í þessu sambandi er rétt að ítreka að það nægir að efast megi um réttmæti rannsóknarinnar sjálfr- ar óháð endanlegri niðurstöðu hennar. Það er andstætt grundvallar- hugmyndum um réttlæti og rétt- láta málsmeðferð að dómur í sakamáli sé byggður á rannsókn sem hefur spillst með þeim hætti sem lýst er hér að framan. Það þarf því engum að koma á óvart þegar umræddu máli verður vísað frá dómi. Að fenginni þeirri niðurstöðu má svo, eftir atvikum, endurtaka rannsókn málsins með lögmætum hætti og freista þess að ákæra á ný. Aldrei má láta kappið bera réttvísina ofurliði. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Hvaða áhrif hefði það til dæmis ef sjálfur sakborningurinn greiddi rannsakendum í máli sínu laun? Væru rannsakendur enn hæfir til verksins eftir að hafa þegið slíka greiðslu? Þegar rannsókn spillist Pawel Bartoszek svarað Dómsmál Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður Fjárhættuspil Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra TONY BENNETT Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.