Fréttablaðið - 09.08.2012, Page 10

Fréttablaðið - 09.08.2012, Page 10
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR10 aðilar þurfi að taka þátt í að leysa vandann. En ef það er úrslitaatriði um rekstur hússins að fá aðra skilgrein- ingu á fasteignagjöldum, var þetta þá einfaldlega nógu vel skipulagt verkefni? „Maður getur spurt sig að því. Ýmsar áætlanir voru teknar upp og endurskoðaðar þegar við tókum yfir, þar á meðal áætlunin varðandi tónlistina og menninguna. Ég er sátt við þá vinnu. Hins vegar má ekki gleyma því að ef opinberir aðilar hefðu reist Hörpu hefði húsið líklega orðið miklu minna. Það var hins vegar ákveðið að fara af stað á sínum tíma í samstarfi einkaaðila og opinberra aðila með fulltingi allra flokka, ýmist í borgarstjórn eða ríkisstjórn, og verkefnið var byggt upp með ákveðinn strúktúr sem er meira í ætt við einkarekstur en opinberan rekstur. Ríki og borg ákveða síðan að ljúka byggingunni og hafa hana ekki hálfkláraða og segja upp 600 manns í byggingariðnaði sem var að hrynja, fyrir utan mikilvægi þess að byggja hér tónlistarhús, sem hafði lengi verið draumur íslenskra tón- listarmanna. Við gerðum ráð fyrir að endur- skoða áætlanir og það var gert að hluta, en hefði örugglega mátt gera betur. Ég held hins vegar að það sé fyrst og fremst mikilvægt að horfa til framtíðar. Þegar húsið var opnað ríkti óvissa um marga hluti. Áætl- anir voru gerðar en ýmislegt sáu menn ekki fyrir.“ En er það ekki falleinkunn á verk- efni af þessari stærðargráðu ef það þarf að renna blint í sjóinn með stóra þætti? „Það verður líka að horfa á aðstæður, án þess að ég sé að segja að ekki hefði mátt gera betur. Það var tekið við verkefni sem farið var af stað með á tilteknum forsendum og ákveðið að klára það. Forsend- urnar voru hins vegar gjörbreyttar og það er alltaf vandasamt.“ Óraunhæfar áætlanir Katrín segir alltaf vandasamt þegar forsendur verkefnis breytast. Upp- haflega hugsunin hafi verið sú að einkaaðilar legðu umtalsvert fé í reksturinn og ríki og borg styrktu hann. Síðan breytist það og opin- berir aðilar taka bygginguna yfir. „Kostnaður ríkis og borgar jókst hins vegar ekki og hluti kostnað- arins var afskrifaður innan hinna föllnu banka þegar við tókum yfir. Þetta eru mjög óvenjulegar aðstæður og mjög ólíkt því þegar hefðbundnar opinberar fram- kvæmdir, þar sem ríkið hefur haldið utan um alla þræði frá upphafi, fara fram úr áætlun. Við tókum við ákveðnu verkefni þar sem for- sendur höfðu verið lagðar. Endur- skoða þurfti allar rekstraráætlanir og einnig ýmislegt sem gert hafði verið ráð fyrir. Það var mikið unnið í því, en ég segi ekki að það hefði ekki mátt gera betur.“ Hvað var helst endurskoðað? „Hinar gömlu rekstrar áætlanir voru endurskoðaðar þar sem þær voru taldar óraunhæfar. Við vorum hins vegar líka meðvituð um að áhætta væri fólgin í þessu. Margir höfðu áhyggjur af tónlistar- og menningarþættinum, en kannski er það að koma á daginn að það eru frekar aðrir þættir sem þarf að skoða.“ Gripið til aðgerða En hvernig á að leysa þann vanda sem við blasir? „Það stendur ýmislegt til. Við munum einfalda skipulagið í kringum reksturinn, en það var mjög flókið og á forsendum einka- aðila. Við ákváðum að bíða með að breyta honum þar til búið væri að opna húsið og komin reynsla á hvað væri best að gera. Það stendur yfir núna og fólk má ekki vanmeta það að nauðsynlegt er að taka slíkar ákvarðanir á ígrundaðan hátt. Það liggur fyrir að á sama tíma verður kynnt eigendastefna, sem er skilgreining á markmiðum eig- endanna gagnvart húsinu. Í þriðja lagi er nú unnið að gerð fimm ára rekstraráætlunar. Nú er hægt að setja fram áætlanir til lengri tíma, þar sem raunveruleg- ar forsendur til að gera langtíma- áætlun liggja nú fyrir. Komin er reynsla á hvað gengur og hvað ekki. Þetta er hins vegar stórt gat og ljóst að það þarf að skoða ýmsa hluti, svo sem hagræðingu, auknar tekjur og hugsanlegan þátt eigenda. Það er engin ein skyndilausn í því.“ Kemur til greina að hækka leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar? „Við munum ásamt Reykjavíkur- borg skoða alla þætti í rekstri hússins, auknar tekjur og hag- ræðingu. Það er mikilvægt að báðir aðilar taki sína ábyrgð á lausn vandans. Leigusamningar sinfóníunnar og óperunnar eru ekki undanþegnir þessari skoðun. Ríkið hefur sagt að það ætli ekki að setja fé í rekstur hússins, en styrkja það með því að finna þessari starfsemi, sem styrkt er af ríkinu, þar stað.“ FRÉTTAVIÐTAL: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Endurskoða þurfti rekstrar- áætlanir Hörpu þar sem þær voru óraunhæfar segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra. Hún er ánægð með að áætlanir um menn- ingarhlutann hafi staðist en segir aðgerðir í undirbún- ingi varðandi aðra þætti. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG gerði, að beiðni eigenda, úttekt á rekstri Hörpu eftir fyrsta heila rekstrarárið. Þar kemur fram að víða sé pottur brotinn og fáar áætl- anir hafi staðist. Rekstur Hörpu er samstarfsverkefni ríkis og Reykja- víkurborgar, sem eiga félag um reksturinn saman. Hann er á borði þriggja ráðuneyta; fjármála-, utan- ríkis- og mennta- og menningar- málaráðuneytis. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir slæma afkomu fyrsta árið ekki breyta þeirri skoðun sinni að rétt hafi verið að klára byggingu Hörpu þegar hrunið skall á. Ófært hefði verið að pakka húsinu í plast og geyma það. Þú getur hins vegar varla verið ánægð með útkomu skýrslu KPMG? „Við vissum að þetta er áhættu- samur rekstur og það þarf ekki annað en að horfa til annarra Norðurlanda, sem hafa verið í svipuðum framkvæmdum. Þetta er alls staðar áhættusamur rekstur. Ég, sem mennta- og menningar- málaráðherra, er í sjálfu sér ánægð með að tónlistar- og menn- ingarrekstur hafi gengið eftir og staðist. Það er sá hluti sem snýr að mínu ráðuneyti. Hins vegar eru aðrir þættir sem ýmist ganga ekki nógu vel eða of hægt og þar vísa ég til dæmis til ráðstefnuhaldsins. Það virðist taka tíma, eins og komið hefur fram hjá nýjum forstjóra. Það er ljóst að við eigum heilmikla möguleika, en það tekur tíma að markaðssetja svona stað. Þar binda menn líka vonir við hótel sem á að rísa við hlið Hörpu, en menn telja að það skipti mjög miklu máli að hafa gistiaðstöðu í næsta nágrenni við ráðstefnuhús- næðið og það hefur alltaf verið hluti af öllum áætlunum. Síðan eru aðrir þættir sem þarf að skoða sérstaklega, til dæmis hærri fasteignagjöld en gert var ráð fyrir.“ En af hverju eru þau hærri en áætlað var? Menn hljóta að hafa gert sér grein fyrir upphæð fast- eignagjalda. „Það er auðvitað skilgreiningar- atriði eftir því hvernig rekstur er miðað við. Áætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignamat tæki mið af nýtingarvirði en ekki stofn kostnaði eins og niðurstaðan varð. Við höfum líka dæmi þar sem stofn- anir hafa fengið styrki til þess að mæta fasteignagjöldum. Það er hins vegar Reykjavíkurborgar að svara því hvort það verður gert varðandi Hörpu, þar sem hún inn- heimtir fasteignagjöldin.“ Ekki nógu gott skipulag Katrín segir að ekki megi gleyma því að um samstarfsverkefni ríkis og borgar sé að ræða. Báðir Rekstraráætlanir voru óraunhæfar „Við höfum verið að skoða rekstur Hörpu ofan í kjölinn. Skýrslan sem nú er í umræðunni var unnin að okkar beiðni, því það lá fyrir þegar við fórum af stað að við myndum endur- meta þetta eftir fyrsta árið. Okkur fannst mikilvægt að hafa reynsluna af því hvernig hlutirnir gengu áður en við legðumst í það að gera langtímaáætlanir. Það er mikilvægt að hafa leiðarvísi inn í þær breytingar sem á að gera. Skýrslan kemur því ekki úr lausu lofti, heldur af því að við báðum um hana.“ Vinna í gangi Katrín segir að sér hafi komið á óvart að það sé alltaf fullt hús þegar hún sækir viðburði í Hörpu, en hún sé búin að sækja þá ófáa. „Það er alveg sama hvort það er sinfónían, óperan, Karlakórinn Þrestir með afmælistónleika eða Léttsveit Reykjavíkur; alltaf er fullt. Mér finnst fólk hafa tekið þessu húsi á afskaplega jákvæðan hátt og það eru góðu tíðindin. Við þurfum hins vegar að sjálfsögðu að grípa til aðgerða, ríki og borg, í þessu máli. Það breytir því ekki að við megum ekki bara gleyma okkur í neikvæðri umræðu um að þetta sé baggi á skattgreiðendum. Þetta er gríðarlega mikilvæg viðbót við menningarlífið. Harpa hefur ekkert tekið frá menningarlífinu, hún er viðbót við það.“ Góð viðbót við menningarlífið RÁÐHERRA Katrín Jakobsdóttir segir mikilvægt að einfalda skipulagið um rekstur Hörpu. Þá þurfi að vinna eigendastefnu og leggja fram fimm ára áætlun um reksturinn. Eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, séu í samráði um hvernig bæta megi reksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.