Fréttablaðið - 09.08.2012, Qupperneq 12
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
Vörur Kötlu voru yfir leyfilegum mörkum þegar Neytendastofa athugaði þyngd
á vörum frá fyrirtækinu. Áður hafði Neytendastofa gert athugasemdir við að
vörur fyrirtækisins hefðu verið of léttar.
Niðurstöður nú sýna að Katla hefur
brugðist við athugasemdunum Neytenda-
stofu.
Í könnun stofnunarinnar voru þrjár
vörutegundir kannaðar, en það voru gróft
salt í 1.200 gramma pakkningum, púður-
sykur í 1.000 gramma pakkningu og
Bónus rasp í 300 gramma pakkningu.
Bæði nettóþyngd og meðalþyngd þess-
ara vara voru yfir leyfilegum mörkum.
■ Verslun
Vörur frá Kötlu orðnar nógu þungar
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
53
62
7
frá aðeins
14.900 kr.
Benidorm eða
Costa del Sol
14. ágúst
21. ágúst
– ótrúleg kjör!
Stökktu til Benidorm eða Costa del Sol
Frá kr. 79.900 í viku
Netverð á mann, m.v. 2–4 í herbergi, studio eða íbúð með einu
svefnherbergi. Aukagjald fyrir aukaviku kr. 17.900 á mann.
Frá kr.14.900 flugsæti 14. ágúst til Alicante og kr.19.900 til Malaga aðra leiðina með sköttum.
Lee Nelson, annar stjórnandi Sirkus Íslands, er á rómantísku nótunum þegar
hann er spurður um bestu kaupin sem hann hefur gert.
„Bestu kaupin eru demantshringur sem ég keypti handa eiginkonunni í
Suður-Afríku. Ég fór þangað í vinnuferð og var með fjórar sýningar á dag í
heilan mánuð. Allur peningurinn sem ég vann mér inn fór í hringinn.“ Lee
Nelson segir þessum peningum vel varið og hringurinn prýði nú fingur
eiginkonunnar.
Lee Nelson er svo ekki í vafa um hver bestu kaupin fyrir sirkusinn eru.
Það eru páfuglsfjaðrir sem hann segir vera bæði hræódýrar og mikið
notaðar.
„Við notum páfuglsfjaðrir til að kenna börnum sirkuskúnstir. Það er
mjög auðvelt að láta fjaðrirnar ná jafnvægi og þess vegna notum við þær
til að þjálfa börn í að láta hluti standa í lófanum á sér eða jafnvel á nef-
broddinum,“ segir Lee Nelson.
„Ég hugsa að hvert einasta barn á Íslandi hafi prófað að æfa jafnvægis-
kúnstir með eina af páfuglsfjöðrunum mínum síðustu sjö árin,“ bætir hann
við.
Lee Nelson ólst upp í Ástralíu en hann lét ekki
hátt hitastig í landinu aftra sér þegar hann gerði
verstu kaup lífs síns.
„Allra, allra, allra verstu kaup sem ég hef gert,
er þykk, vatnsheld, skósíð kápa frá Rússlandi.
Ég var á unglingsaldri þegar ég keypti hana og
hún var gerð til að þola tuttugu gráðu frost.
Ég ólst upp í Ástralíu þar sem 35 stiga hiti er í
skugga þannig að ég hafði ekki mikil not fyrir
hana. Mér fannst bara hún flott, ég var ungur
og kápan dýr,“ segir Lee Nelson. Kápuna á hann
reyndar enn þá, en hún er hinum megin á hnett-
inum, uppi á lofti í húsi foreldra hans.
Versta fjárfestingin fyrir fyrirtækið fór hins
vegar í Facebook.
„Heimskulegustu kaupin fyrir
sirkusinn sem ég hef gert eru
auglýsingar á Facebook. Þær
voru bæði dýrar og skiluðu mér
akkúrat engu.“
NEYTANDINN: LEE NELSON STJÓRNANDI SIRKUS ÍSLANDS
Rússneska kápan var léleg
fjárfesting
ER SÚ HLUTFALLSLEGA VERÐHÆKKUN sem varð á einu kílói af
Cheerios-morgunkorni frá maí 2011 til maí 2012.15,7%
GOTT HÚSRÁÐ
Þvoið lopapeysur sem minnst
Margir vilja eflaust fríska aðeins upp á lopapeysurnar sínar, nú þegar seinni
hluti sumars gengur í garð. Það er samt varasamt að þvo lopapeysur oft.
Þetta er eins og með annan utanyfirfatnað, það á að þvo hann örsjaldan.
Sumir halda því fram að fitan í ullinni haldi henni mjúkri og hlýrri og með
hverjum þvotti minnki þessi fita. Fáir vita að ullin hreinsar sig að einhverju
leyti sjálf og því er oft nóg að viðra lopaflíkur til þess að hressa aðeins upp
á þær.
Í þau örfáu skipti sem peysurnar
eru þvegnar er best að nota lopa-
sápu eða aðra ullarsápu. Varist
að setja hárvörur eða mýk-
ingarefni sem ekki eru ætluð
ullarvörum, því peysurnar
virðast oft taka meiri
lykt í sig en annar
fatnaður. Munið svo
að skola peysurnar
vel og leggja þær
til þerris á hand-
klæði, því ef þær
eru hengdar upp
teygjast þær til.
www.saft.is
RÆDDU UM ÞÁ
ÁHÆTTU SEM FYLGIR
ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN
Þægilegt, nett og einfalt
eru kjörorðin fyrir vel
heppnuð skólatöskukaup.
Mikilvægt er að taskan falli
að vaxtarlagi barnsins og
sé ekki of þung en einnig
er brýnt að taskan sé nógu
einföld til að börnin ráði við
hana.
„Mikilvægast er að velja töskur
sem börnin ráða við, að þau geti
opnað og lokað töskunni og smellt
öllum hólfum sjálf. Sumar töskur
eru ótrúlega flóknar og sumir
nemendur geta ekki opnað tösk-
urnar sínar því klemmurnar eru
svo stífar. Það er það sem við
kennararnir erum að reka okkur
á,“ segir Anna Guðrún Harðar-
dóttir, umsjónarkennari fyrsta
bekkjar í Langholtsskóla.
Hún bendir á að börn sem eru
að hefja nám í sex ára bekk þurfi
ekki stóra tösku.
„Hjá okkur eru krakkarnir bara
með smá möppu í töskunni, með
einu eða tveimur lestrarheftum
og svo létta hressingu. Þetta er
mjög lítið, þau eru ekki einu sinni
með pennaveski,“ segir Anna
Guðrún.
Á Ísafirði nota börnin heldur
ekki mikið pláss í töskunni.
„Börnin geyma allt sitt dót í
skúffum. Sum eru kannski með
einhverja bók, nestið, pennaveski
og stundum leikfimisdót. Það er
aðallega verið að kenna börnunum
að passa sitt,“ segir Jón Heimir
Hreinsson, kennari í fyrsta bekk
í Grunnskólanum á Ísafirði.
Jón Heimir segir best að hafa
töskurnar renndar að ofanverðu.
„Börnin setja töskurnar oft á
stólbökin og og sumar töskur eru
þannig að þær eru renndar nánast
allan hringinn. Svona töskur vilja
oft opnast þannig að dótið flæðir
út um allt,“ segir Jón Heimir.
Frá sjónarhóli iðjuþjálfans er
mikilvægast að finna tösku sem
passar á bak barnsins.
„Það er í rauninni hægt að líta á
val á skólatösku eins og skókaup.
Sama taskan hentar ekki öllum og
Einfaldar og nettar
skólatöskur bestar
■ Skólataska ætti ekki að vera
breiðari en efri hluti baks til að
hindra ekki hreyfingar hand-
leggja.
■ Veljið tösku með bólstruðum
axlarólum og helst bólstruðu
baki líka.
■ Skólataskan á að hvíla við
mjóbakið en á ekki að ná lengra
en tíu sentímetra fyrir neðan
mitti.
■ Gott er að velja tösku með
brjóstól, því hún stuðlar að því
að taskan sitji rétt á öxlum og
renni ekki út af þeim.
Heimild: Leiðbeiningar frá iðjuþjálfum um
skólatöskur.
Góð ráð
Sumir nemendur geta
ekki opnað töskurnar
sínar því klemmurnar eru svo
stífar.
ANNA GUÐRÚN HARÐARDÓTTIR
KENNARI Í LANGHOLTSSKÓLA
hún má ekki vera of stór,“ segir
Harpa Ýr Erlendsdóttir iðjuþjálfi.
„Í fyrsta lagi þarf taskan að
sitja vel á bakinu, hún má ekki
hvíla á rassinum eða þrýsta á
axlir. Ólarnar þurfa að vera
breiðar og bólstraðar og bakið
helst líka. Svo þarf að huga að
breiddinni á töskunni og lengd-
inni líka.“ katrin@frettabladid.is